þriðjudagur, desember 30, 2003

Snjór, snjór og aftur snjór.

Geðveikur snjór úti. En það er líka soldið skemmtilegt að hafa snjó úti. Það er svo jólalegt. Gunnar hjálpaði mér að skafa fyrir utan blokkina. Takk Gunnar. Síðan hjálpuðum við stelpu sem var föst í skafli á Kringlumýrarbrautinni. Við erum svo mikil góðmenni.
Ég talaði aðeins við Hörpu frænku mína í morgun og það var 40 stiga hiti hjá henni og hún og Leó voru að kafna úr hita. Ég væri nú alveg til í að fá smá hita frá henni í staðinn fyrir kuldan hér.
Gamlárs á morgun. Vonandi verður ekki rigning því að þá verður slabb og ekkert skemmtilegt að sjá flugeldanna.

mánudagur, desember 29, 2003

Daníel Kári

Litli frændi minn, sonur hennar Önnu Rúnar, var skírður í gær. Hann heitir Daníel Kári Pétursson og er rosalega mikið krútt,

Gleðileg Jól.

Gleðileg jól allir. Vonandi hafið þið haft það sem allra best yfir hátíðarnar.
Geðveikt mikill snjór úti. Váá. Allir þeir sem reyna að fara út úr bílastæðinu komast ekki neitt. Fyndið. Ég er bara að vinna núna.

mánudagur, desember 15, 2003

Survivor

Er að horfa á Survivor. Þetta er í fyrsta skipti sem ég horfi á þessa seríu og þá hitti ég á síðasta þáttinn. Ég náði ekki einu sinni að sjá allan þáttinn heldur bara endann. Langaði til að sjá CSI: Miami. Honum er frestað til 21:50. Fúlt. Núna er ég búin að horfa á Survivor í 20 mín og mér finnst þetta engan vegin skemmtilegt. Best að halda áfram að læra.
Mánudagur til lærrrrrrrrrrri. Það eina sem er að gerast hjá mér að ég er að læra á fullu, alla daga (ekki samt öll kvöld). Gunnar er bestur í heimi. Hann er sko lang bestur.

föstudagur, desember 12, 2003

Þá er kominn föstudagur, jibbý jei. Helgin að koma og svona. En ég bíst samt ekki við því að þessi helgi verði neitt skemmtileg fyrir mig því að ég verð að læra fyrir próf alla helgina. Gaman gaman eða þannig. Ég væri sko til í að vera að gera eitthvað allt annað en að vera að læra fyrir próf núna. Ohhh

miðvikudagur, desember 10, 2003

Bachelor

'Bachelor' Firestone Breaks Up
des. 9, 1:59 EST

Reality has set in for yet another reality TV couple, as Andrew Firestone and Jen Schefft from "The Bachelor" have broken up. The heir to the Firestone tire and wine fortune proposed to Schefft, a petite Marcia Brady look-alike, in May on the ABC dating show. But the couple released a statement to the syndicated entertainment series "Extra" on Monday, saying they were no longer together. "This is a decision we made together through long and thoughtful discussion," Firestone said. "It is totally amicable and, though we care for each other deeply, we have come to realize that our future goals are different." Schefft added: "Our love for each other was genuine, but we confronted the same challenges as any other couple trying to make a relationship work day-to-day."

Both "Bachelor" bachelors before Firestone, Alex Michel and Aaron Buerge, have broken up with the women they chose. On the most recent season, Bob Guiney gave a ring to Estella Gardinier, then asked her to wear it on her right hand.

But Trista Rehn of "The Bachelorette" has made her made-for-TV romance last; she married firefighter Ryan Sutter on Saturday. The wedding is scheduled to air at 9 p.m. EST Wednesday on ABC.

Ég eignaðist lítinn frænda í gær. Til hamingju Anna Rún og Pétur.

mánudagur, desember 08, 2003

Horfði á Miss World á laugardaginn, eða réttarasagt byrjaði að horfa á Miss World á laugardaginn. Ógeðslega leiðinlegt. Fullt af fólki og geðveikt leiðinlegt. Mæli ekki með því að horfa á þessar gellur.

föstudagur, desember 05, 2003

Nýtt sjónvarp, nýtt sjónvarp. Jibbý jei. Loksins er hægt að kveikja og slökkva á sjónvarpinu án þess að þurfa að taka það úr sambandi. Er að fara að passa 3 gríslinga í kvöld með Gunnari. En fyrst verð ég að læra smá og fá mér að borða. Er að hugsa um að búa mér til eggjaköku, nammi namm. Bráðum koma jólin, bráðum koma jólin.
Bless í bili.

miðvikudagur, desember 03, 2003

3 kvikindi fædd. Vííí. Klámritgerð búin. Vííí. Bakaði 4 sortir í dag og eitt brauð. Vííí. Próflærdómur byrjar á morgun. Ohhh. Ljúffengt pasta áðan, ég er snillingur. Foreldrar mínir gera samt grín að mér og segja að ég sé bráðum að fara að útsrkifast og geti farið að heiman. Held því samt fram að ég sé betri kokkur en margir aðrir hérna á heimilinu. Ég er með jóla-inneign á símanum mínum. Það er fyndið, 750 króna inneign sem bara er hægt að nota til að senda sms til einvhers innan símans. Ég verð að vinna á rannsóknarstofunni um jólin. Það verður gaman, betra en geðveikin í Kringlunni. Verð samt aðeins í geðveikinni um helgar og á Þorlák og svoleiðis. Vonandi fæ ég marga peninga. Ég veit neflilega um svo margt spennó sem mig langar að kaupa, en ég er líka að safna pening til að geta keypt eitt risastórt með honum Gunnari. Nýtt sjónvarp væri alveg frábært. Vííí. Vildi samt að ég væri komin í jólafrí, helst í gær. Nenni ekki að vera í prófum. Það er eitt af því mest boring ever að vera að læra þegar manni langar til að vera að gera eitthvað skemmtilegt fyrir jólin. Jólo Jólason.

þriðjudagur, desember 02, 2003

mánudagur, desember 01, 2003

Best að fara að klippa út og betrum bæta
4989 orð, næstum 1000 orðum of mikið og ég er ekki búin.
Ritgerðin mín er orðin 4555 orð og ég á ennþá eftir að skirfa inngang og lokaorð. Oh men. Ælta að klára þetta í kvöld. Ég get, ég skal, ég vil.
Ritgerðin orðin 3473 orð, 12 og hálf blaðsíða. Ég á ennþá eftir að tala um löggjöfina og skrifa inngang og lokaorð. Hvernig á ég að geta gert það á rúmlega 500 orðum. Jæja best að fara að reyna að stytta eitthvað efnið mitt. Spurning um að sleppa Dwarkin. Ljóta ofgakona.
3215 orð, þetta er allt að koma. GUNNAR ER SÆTASTUR OG BESTASTUR Í HEIMINUM.
2876 orð. Mig langar í nammi. Kannski fæ ég vanilluhringi sem Sigga er að gera á eftir, nammi namm. Mig langar í brauð með pestó.
Femínistar tala um klám. Ekki það skemmtilegasta sem hægt er að gera við tímann sinn en samt allt í lagi. Mjög áhugavert, konur eru hlutgerðar og beittar ofbeldi án þess að nokkuð ofbeldi sjáist. Vííí

sunnudagur, nóvember 30, 2003

2644 orð búin. Bara 1356 orð eftir. Jess maður. Rokk on.
2359 orð. Ég á aldrei eftir að klára ritgerðina. Nenni ekki að vera að læra lengur. Nenni þessu ekki. Gunnar er sætastur í heimi. Mig langar í pizzu.
Jólahlaðborð í Perlunni í gær. ÓGEÐSLEGA GOTT. Borðaði samt soldið mikið en það var kannski bara allt í lagi svona einu sinni. Hreindýrið var rosalega gott, mæli með því. Ég sleppti samt eftirréttinum af því að ég var búin að borða svo mikið, mér fannst þetta vera rosalega góður matur.
Ætlaði í Body Step á föstudaginn. Þegar tíminn átti að byrja þá kom það í ljós að Olga með risa brjóstin átti að vera með tíman. Hún ætlaði að kenna Body Combat. Ég hélt nú ekki að ég ætlaði að nenna því svo að ég fór bara á hlaupabrettið. Frekar lélegur árangur þar en ég gerði þó allaveganna eitthvað.
Við Gunnar fórum aðeins í Smáralind í gær og síðan líka eitthvað að vesenast í búðum í dag. ÓGEÐSLEGA MIKIÐ af fólki. Ég er að tala um að þegar við komum í Ikea klukkan eitt þá var allt bílastæðið í Holtagörðum fullt. Geðveiki.is Þá var bara einn klukkutími síðan hafði opnað. Ég hélt nú reyndar að þeir opnuðu ekki fyrr en eitt en þeir opna víst klukkan 12. Maður verður hálf dasaður eftir svona átök, allt þetta fólk getur tekið á taugarnar.

Jæja, þá er best að fara að byrja aftur í ritgerðarvinnu.

laugardagur, nóvember 29, 2003

2227 orð. Jei, gaman gaman. Held samt að ég sé komin með allt of mikið efni.
2026 orð. Jess, helmingurinn búinn.
1614 orð, úfff. Held að bloggið mitt sé geðveikt skemmtó, NOT. Ég er nú bara að gera þetta fyrir sjálfa mig, svo að ef ykkur líkar þetta ekki þá getið þið bara hætt að skoða heimasíðuna mína :)
1350 orð, þetta er allt á leiðinni. Vonandi næ ég upp í 2000 orð í dag og þá er ég hálfnuð.
Arg, ég nenni ekki að vinna í þessari ritgerð lengur...

föstudagur, nóvember 28, 2003

1200 orð. Jei, held bara að ég sé að fara að klára þetta (eða eitthvað).
880 komin. Oh ég er SVO LENGI að þessu.
Klám ritgerðin orðin 361 orð. Vel af sér vikið... Haldið þið að ég geti skilað núna?? Ég held ekki.
Var að þrífa upp hundaælu áðan. Ógeð.is Mæli ekki með því. Annasr er ég bara á fullu að læra. Malamuth félagi stendur sig vel í leiðindum. Hann er ekkert sérstaklega skemmtilegur penni þegar hann er að tala um einhverjar rannsóknir sem hann hefur gert, F(1,278) = 4,74 p<,03. Ekki skemmtilegt að fá mikið af svona allskonar dóti. Öhh.

Sleepless in Seattle er æðisleg mynd.

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Bráðum koma jólin og þá verður vonandi gaman. Ég veit að það verður gaman af því að hann Gunnar minn ætlar að knúsa mig oft og mörgum sinnum. Síðan mín neitar að breyta sér. Hvað sem ég bið hana fallega eða hóta henni þá gengur ekki neitt. Þarf kannski að tala við Bryndísi skömmunarsérfræðing út af þessu.
Gunni sæti
Muuu
Langar einhvern með mér í gymmið í kvöld?

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Hávaði í Odda

Ógeðslega mikil læti í Odda. Af hverju þarf fólk að tala svona hátt og vera með svona mikil læti? Ég er bara engan vegin að fíla þetta. Fyrir framan mig voru tvær stelpur að lesa upphátt þjóðsögur. Skýrt og skilmerkilega. Fyrir aftan mig sitja fimm stelpur og skríkja. Þær eru að gera markaðsfræði og eru að tala um að hittast í tímanum á morgun og skiptast á bókum. Í kaffistofunni á hæðinni fyrir neðan er ein kona sem rekur upp hláturskelli af og til. Afskaplega hátt. Agnes Agnes, einhver kallar af hæðinni fyrir neðan til að ná sambandi við einhvern á hæðinni minni. Sms flæða yfir salinn, síminn hringir, halló. Var að skipta um dekk í morgun, ekki búið að skafa í Hafnarfirði og þurtfti að keyra á 40.
Komm on people, hættið þessum látum.
Held ég verði að finna mér einhverjar betri lausnir fyrir próflestur heldur en að vera í Odda. Þetta er ekki alveg að gera sig.
Ég nenni engan vegin að vera í skólanum í dag. Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt. Væri alveg til í að vera bara heima hjá mér og föndra. Það væri sko skemmtilegt, sérstaklega í þessu veðri. S'iðan væri gott að fá sér heitt kakó og piparkökur..

SNJÓR SNJÓR SNJÓR

Mega snjór úti í morgun. Þegar ég var búin að skafa af bílnum í morgun lá við að ég þyrfti að skafa aftur, það var svo mikil snjókoma. Vá. Ég þarf að skafa aftur af bílnum klukkan 3 þegar ég er búin í skólanum. Ohhh. Vona bara að það verði engin umferðarslys í dag, það er svo leiðinlegt þegar umferðaslys verða. Hættið að keyra á hvort annað... Þið eigið alveg að geta keyrt í snjó...

mánudagur, nóvember 24, 2003

Jæja, þá er ný vika hafin. Síðasta vikan í skólanum, jibby. En kannski er það ekki svo skemmtilegt vegna þess að þá fara prófin að koma. Úbbs. Mér finnst ekkert sérstaklega skemmtilegt í prófum. Stress.is Ég vil frekar hafa vara verkefni og ritgerðir. Maður lærir miklu meira á því.

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Bíó

Matrix á föstudaginn. Gegjað stuð, mikil spenna, betri en núner tvö.
Nammi namm. Blóðappelsínuskyrið mitt er gott. EN samt er það eitthvað skrýtið, svolítið þykkt en samt þunnt. Fönkí.is Ég er líka búin að borða kókapuffs í dag og kex með túnfisksallati. Nammi. Núna sit ég bara fyrir framan tölvuna og reyna að skrifa eitthvað fyrir Tolkien ritgerðina mína. Eina vandamálið er bara að hugmyndirnar eru ennþá sofandi í kollinum, þó svo að klukkan sé orðin hálf eitt. Ritgerðin er samt orðin 1905 orð svo að ég á bara eftir að skrifa 595 orð og þá er þetta komið. Finnst samt eins og ég sé ekki búin að skrifa neitt af viti, enda er ég bara búin með 1905 orð. Hversu miklu getur maður komið frá sér á 1905 orðum?

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Bíó

Fór að sjá Calander Girls með mömmu í gær. Hún var nú bara ágæt, konumynd. Ég held að ég hafi verið langst yngst í salnum, flestir voru komnir vel yfir fertugt. Falleg mynd um konur sem langar að breyta heiminum, hver segir að góður sófi sé ekki nauðsynlegur í biðstofunni? Þessi mynd á samt alveg heima í video tækinu (DVD spilara), ekki er nauðsynlegt að fara á hana í bíóhúsi. Ég fór bara vegna þess að pbbi gaf okkur mömmu boðsmiða. Fín afþreying.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Body Step

Jibbý. Sóla fær STóRAN plús í kladdan fyrir tíman í dag. Geðveikur tími. Bara nýja prógramið og alveg fullur tími, ekkert stopp á milli laga, geðveikt fjör. Greinilegt að skilaboðaskjóðan virkar. Takk takk.

Hlýtt í morgun.

Ég fékk teppi til að hafa utan um mig í bílnum í morgun. MMM. Það var geðveikt þæjó, mér var sko ekki neitt kalt. Takk Gunnar besti í heimi. Jæja, best að fara að drífa sig í klámið.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Rasimsa ritgerðin mín er orðin 4800 orð. Ég hef aldrei skrifað eins langa ritgerð, vá. Geðveikt dugleg.
Bjó til snilldar kvöldverðarrétt með honum Gunnari mínum áðan. Nautahakk á pönnu með rauðri pastasósu (hvítlaukur) og kjúklingabaunum. Með þessu var kúskús. Snilld. Auðvelt og gott (fannst mér allaveganna, ég er ekki viss um að allir myndu fíla þetta). Ég fékk líka Jólaöl og appelsín frá Egils áðan. Jólin koma... Bara einn mánuður og nokkri dagar, jei.
Ég á bara eftir að fara í skólan í 5 daga og þá er önnin búin, VÁÁÁ. Gott að fá jólafrí samt, slappa af vonandi. Jei.

mánudagur, nóvember 17, 2003

Víiíí, gaman gaman. Fór í BS áðan. Mikið fólk en ekki eins margir og á mánudaginn fyrir viku. Það er nú kannski ekki mjög skrítið vegna þess að Unnur var ekki að kenna heldur hún Svava, turquis blu band. Hún er ágæt. Tók gömul lög, en það var þrátt fyrir allt ágætt. Svava fær stóran plús fyrir að taka gamla manninn. You remind me of a man...

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Arg, kenningaritgerðin nánast búin og ég er komin með allt of mikið af orðum... Urr. Samt betra en að vera með of lítið af orðum.

föstudagur, nóvember 14, 2003

Ritgerðin í rasisma búin. Bara heimildaskrá eftir. Get ekki gert hana vegna þess að ég veit ekki hvar gula bókin mín er og svo er APA líka týnt. Getur einhver gefið mér eintak af APA???
Það sem meira er að ég get ekki fundið út hver Paul Treanor er, arg. Veit það einhver? Ég veit bara að hann er róttækur.
Skemmtilegt

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Flaman

Gaman
Saman
Taman
Kamar
-inn er skítugur.
Hver ætlar að þrífa?
Ekki ég, ég ætla að gera eitthvað annað.
Ef þið eruð góð þá bý ég kannski til mat fyrir ykkur.
Líst ykkur ekki vel á eldgrillaðan kjúlla? Kannski brennur hann,
af því að ég er svo léleg í öllu. Baby steps. Verð að vera dugleg að breyta..
heimasíðunni minni. Hún er ljót.
Lýsi því hér með yfir að ég er ekki sú besta í tölvumálum. Arg
Meee

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Núna er kominn tími til að halda áfram með kenningaritgerðina. Halló, heyrir einhver í mér?

mánudagur, nóvember 10, 2003

Kent eru cool.
Lagði bílnum, sá fólk byrja að flýta sér inn. Fann að eitthvað lá í loftinu. Þegar ég kom inn hélt geðveikin áfram, fólk hreyfði sig furðulega, svona eins og það væri að flýta sér en samt að reyna að láta líta út fyrir að það væri ekki að flýta sér. Fór að ná mér í vatn, biðröð. Rölti síðan inn í sal. Þegar ég nálgaðist staðinn sá ég hrúgu af fólki. 20 - 30 manns voru að bíða fyrir utan salinn, VÁÁÁÁÁ. Hitti Villi, hann sagði að það væri mikið af fólki núna. Hvað er að fólki, það er kominn miður nóvember, þið eiginð öll að vera hætt í leikfiminni, hættið að mæta. Það er allaveganna augljóst að Sporthúsið kom ekki á röngum tíma inn í líkamsræktarflóru landssins. Hommarnir eru farnir að fjölga sér, 2-3 sem ég hafði ekki séð áður. Einn af þeim var grannur, með dökkt hár, hann var MEIKAÐUR, MEÐ RAUÐAR VARIR OG MEÐ RAUÐAN AUGNSKUGGA. Annað hvort er hann eðalhommi eða þá að hann er með einhvern sjaldgjæfan sjúkdóm... Fékk pall (jei, heppin ég) en þurfti að vera næstum aftast. Sökkí, sökkí. En það var kannski bara allt í lagi vegna þess að þetta var MJÖG erfiður tími. Tímarnir hjá Unni eru MIKLU erfiðari en tímarnir hennar Sólu greyið. Þegar 10 mín voru búnar af tímanum hélt ég að ég myndi deyja. Vatn vatn stoppa stoppa hljóp í gegnum hugan. 2 lög í röð án þess að stoppa og ég hugsaði, OK halda þetta lag út og fá mér svo vatn. En nei 3 lagið byrjaði án þess að stoppa neitt. Oh men. Hélt það samt út og drakk eftir 3 lag. Vatn er gott, nammi namm. Ákvað að ég skyldi hada út með pallinn óbreyttan allan tíman, jei ég gat það. Mér var samt brugðið þegar ég leit í spegilin og sá að ég var eins og tómatur í framan, ELDRAUÐ. Dans dans dans. Unnur tók smá danssyrpu með okkur, geðveikt. Mér finnst Unnur vera geðveikur kennari, fíla hana í botn. Hún fær líka stóran + fyrir að gera allt prógramið, bara lög úr nýja prógarminu (nema þegar skemmtilega stopp lagið kemur).
Sem sagt GEÐVEIKUR tími í Body Step hjá Unni. Mæli með því að allir mæti. Allir verða að prófa, sérstaklega Bíbí og Ólöf, Hilda veit hvað ég á við með að þetta séu geðveikir tímar :)
Ron Jeremy, vei. Ég er enn og aftur í kláminu.
Namm, fékk góðan kjúlla í gær. Ritgerðin mín náði 3800 orðum í gærkvöldi þegar ég hætti. Vei, ég er obboslega dugleg. Núna er bara að reyna að leggja lökahöndina á verkið. Plís plís.

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Ritgerðin orðin 3125 orð. Gott mál. Mix ísnál bíður mín inni í frysti en mér er bara svo kalt að ég er ekki viss um að ég geti borðað hana strax. Langar einhvern í sund með mér?? Mee. Er samt eiginlega með ritstíflu, vantar góða tónlist. Hjálp. EInhverjar hugmyndir? Er að hugsa um að bíða eftir eftirmiðdeginum. Í eftirmiðdaginn er heilinn á mér alveg vaknaður og þá byrja hugsanirnar að fljóta yfir á tölvuna. Þá verð ég gagnrínin. Djö... rasistar, þið eruð nú meiri bjánarnir. Ég á lítinn frænda sem heitir Ásgeir Þór. Hann er 2 ára í dag, en ég hef aldrei séð hann.

föstudagur, nóvember 07, 2003

Eins og þú sért að dreifa pósti, eins og þú sért að dreifa pósti. Þetta er eitthvað djók hjá 2 gellum sem ég þekki, Prinsessunni og Naflakuskinu
2800 orð komin í rasisma. Þetta er bara allt að koma, og það lítur út fyrir að ég geti bara farið á tequla fyllery um næstu helgi, jei.
Engin pizza í kvöldmatinn í kvöld, allt of löng bið, oh. Ljóta Dominos.
Flott hárgreiðsla
Er að borða nammi sem Gunnar gaf mér en eitt nammið var með hári á. Og hárið var alveg fast þannig að ég get ekki borðað nammið. Er ekki annars gaman að vera til. Jei. Það er allaveganna geðveikt gaman að gera ritgerð, hvað þá 4 ritgerðir. Eins gott að maður er eitthvað byrjaður, vá. Verð að vera búin með 2 af 4 á næsta föstudag af því að þá er tequila fyllery, vííí. Varúð, Jóna fulla.is Hinar stelpurnar í tequila klúbbnum verða líka fullar og það verður gaman. Takmarkið núna er að vera lengur í bænum en klukkutíma, kaupa ekki neitt á barnum og ekki henda dóti út um allan bæ. (Vonandi).
Fyrirlestur með Sir David Attenborough í gærkvöldi. Við Gunnar vorum komin svona 10 í átta. Viti menn, geðveikt mikið af fólki, örugglega svona milli 3 400 manns á undan okkur í röð. Díses. Jæja, létum okkur hafa það og biðum í smá stund áður en húsið opnaði og röðin fór að hreyfast. Þegar við komum inn þá var salurinn alveg orðinn fullur og við gátum ekki verið þar, en við vorum svo heppin að ná í einn stól sem við skiptumst á að nota. Fyrirlestrinum var varpað á tjald. Gæðin voru ekki góð. Asnalegt að sjá fyrirlestur sem er sýndur á tjaldi í gegnum annað tjald. Lélegt hljóð. Fórum eftir hálftíma.

laugardagur, nóvember 01, 2003

Jei, ég er búin að redda mér klámmynd. Bra Breakers 3. Er samt ekk i búin að horfa á hana ennþá, verður að bíða aðeins því að ég er að gera ritgerð um Síonisma. Rosa stuð. Ég er í eitthvað skrýtnum fögum, er að horfa á klám alla daga, þess á milli hlusta ég á fyrirlestra um Tolkien og heyri kennara segja að varaformaðurinn í Félagi íslenskra þjóðernisinna sé fífl. Skemmtilegt, ha?
Nenni ekki að læra.is
mee

föstudagur, október 31, 2003

Mér er alveg sama þó að það séu stafsetningarvillur á blogginu.
Getur einvher lánað mér klámspólu? Helst ekki neitt sem er ógeðslegt.
Sökkí sökkí dagur. Byrjaði ágætlega, skellti mér í gymmið og ákvað síðan að ná í tölvuna hans Gunnars. Fór síðan á Bókhlöðuna og var að læra það. Þá byrjaði ástandið að versna. Gunnar vildi að ég sendi sér myndir úr tölvunni hans, ok, netið í tölvunni hans virkaði ekki, arg. Þegar það virkaði ekki þá ákvað ég að senda myndirnar til Gunnars heima hjá mér.
Ég ætlaði að fara og leigja mér klámmynd, en þá var Laugarásvideo búið að breytast í einhverja grillbúllu! Auðvitað áttu þeir ekki neitt klám, en bentu mér á hvað hin raunverulega Laugarásvideoleiga er stödd núna. Keyrði þangað, en nei, þeir opna ekki fyrr en klukkan 3. Þar sem klukkan var ekki nema korter yfir 2 þá skellti ég mér í Ikea og Ríkið. Fór aftur í Laugarásvideo, og þá sagðist kallinn ekki vera með svona spólur lengur. Hann benti mér að fara á Grensásvideo. Ok, klukkan er orðin of margt, nenni þessu ekki lengur, fresta kláminu þangað til á morgun.
Þegar ég kom heim (loksins) þá þurfti ég að dröslast upp á 4 hæð með: Skólatösku, leikfimitösku, tölvutösku, venjulega tösku og poka fullan af bókum. Þar að auki hélt ég á bíllyklum og mínum eigin lyklum. Hver hæutur var um 10 kíló að þyng sem gerir þetta að 100 kílóa burði. Af hverju var ég að fara að lyfta í morgun?
En þetta er svo sem ekkert hræðilegt, því að ég fékk glæsilegt grillsett í gær. Svo er ég líka að fara að fá pizzu á eftir.

miðvikudagur, október 29, 2003

Iss piss. Sá Anger Management í gær. Hún var ekki góð. Mæli ALLS EKKI með henni. Oj oj oj. Gymmið í dag, allir að vera duglegir, vííí. Maður verður bara að láta sig hafa það að Sóla sé að kenna tímann, úff. Verð að halda þetta út, verð að halda þetta út... Nei, bara smá grín hún Sóla er ekki það slæm, hún er bara soldið hæg. Á einhver tappatogara? Gunnari langaði í rauðara í gær en við völdum flösku sem var með einstaklega þéttum tappa og tappatogarinn slitnaði í tvennt. U hu. Hlýtur að reddast samt, það gerir það alltaf, er það ekki? Mig langar að eiga heima í útlöndum, þar sem er mikill hiti. Allaveganna einhversstaðar þar sem er meiri hiti en á Íslandi, þoli ekki frost. Nenni ekki að skafa bíla :( Jakk.
Ömm

mánudagur, október 27, 2003

Til hamingju Signý Ólöf með nafnið.
Til hamingju Hilda með gráðuna.
KILL BILL Fór að sjá hana á föstudaginn. Snilldarmynd, en samt svolítið skrýtin. Ég vil ekki vera að vekja upp vonir þeirra sem ekki hafa séð myndina, því að ég er nokkuð viss um að það eru margir sem ekki fíla hana neitt.

fimmtudagur, október 23, 2003

You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, október 21, 2003

Geðveikt gaman um helgina SUMARBÚSTAÐUR. Mættir voru: Gunnar og ég, Hilda og Villi, Bryndís og Haukur. Á laugardaginn mættu svo Kamilla og Ólöf. Snilldar matur, mikið vín, heitur pottur. Sem sagt geðveikt stuð.

þriðjudagur, október 14, 2003

Ég veit að það er gaman að spyrja vini sína um símanúmer sem maður ætlar að hringja í úr sínum eigin síma. Vinkonan lætur mann fá símanúmerið og þá bara hringi ég.
Hverjum langar ekki í númeraplötu?
Öl er gleði, allaveganna þegar það er ókeypis. Hverjum finnst gaman að vera fullur?? Ég, ég ég.
Þeir sem verða stundum fullir vita að stundum gerir maður hluti sem maður á kannski ekki að gera!! EN samt gerast þeir bara óviljandi.
Ömuleg próftafla.
Japönsk saga og trúarbrögð: 8.des 9-12
Mannfræðikenningar 2: 17.des 9-12
Um Rasisma: 17. des 13.30 - 16.30

laugardagur, október 11, 2003

Ég keyrði yfir nýju mislægu gatnamótin áðan. Jei gaman gaman.
Ógeðslega gaman í vísindaferð. Mikið af bjór, óh mæ god. Ég tók þátt í bjórkeppni. En hei, það tók strákur þátt svo að þess vegna vann ég ekki. Samt var ógeðslega gaman. Gunni besti í heimi gaf mér Nonnabita. Nammi namm, ég elska Nonnabita.

föstudagur, október 10, 2003

Fékk merkileg bein í gær. Eitt var sennilegast efst af lærlegg, því að ég sá kúluna sem gerir dýrirnu kleift að ganga. Snertiflötur.is Síðan sá ég líka hluta af hrygg (held ég), mænan var lin. Fyndið.is

fimmtudagur, október 09, 2003

Ég er að fara að djamma á morgun, vísindaferð í Norðurljós. Vonandi verðu mikið frítt áfengi, af því að mér finnst áfengi svo gott. Drekk kkerd. Vinna á morgun (er að reyna að græða peninga). Síðan etv djamm aftur á morgun. Og ekki má gleyma gleðinni helgina þar á eftir!!
Óvissuferð á laugardag. ÁTVR hélt óvissuferð fyrir starfsmenn sína. Mæting upp á Stuðlaháls hálf sjö, bjórinn teigaður (hvað er eiginlega málið, ég er alltaf að drekka bjór???). R'utuferð upp að Esju. Fékk mér sixpakk í töskuna, alltaf að græða. F'orum síðan upp á Kjalarnes og fengum að borða. Þar voru jólasveinar og aðrir vitleysingar. Steini úr Emm Há sá um spilerí og dj-ingar (ekki mjög skemmtó).
Fara í bæinn, takmarkað skemmtistaðarölt sem endaði fljótlega í leigubíl. Iss piss. Ekki nærr því eins gott djamm og föstudagsdjammi, en ágætt samt.
Djamm á síðasta föstudag. Byrjaði á að fara í Body Step með Hildu. Síðan dressaði maður sig upp, síðbuxur og sokkabuxur, vegna þess að leiðin lá niður í skeifu (fyrir framan Háskólann). Þar voru þýskunemar að halda oktoberfest. Voða kalt úti en voða heitt inni. Bjór og þýsk skot teiguð. Við Hilda hittum Bryndísi og hún var full, MJÖG FULL. Hlupum í bæinn og fórum á Pravda. Plebbastaður með skemmtilegum klósettsamræðum. Hlaupið á Nellys en þar var bara tilboð á bjór. Hlaupið á Felix og ódýrt áfengi teigað. Gaukur á Stöng var fáliðaður og Gunnar kom og sótti okkur. Við Hilda fengum okkur lúr á leiðinni úr Mosó, zzz.

sunnudagur, október 05, 2003

Alltaf blessuð blíðan, ha?? Hvað finnst ykkur?
Hjálp. Ég er búin að vera 40 mín að lesa 4 blaðsíður. Og ég sem er á 3. ári í Háskóla. Max Weber er ekki besti vinur minn í augnablikinu. Understanding may be of two kinds: the first is the direct observational understanding of the subjective meaning of a given act as such, including verbal utterance. [...] Understanding may, however be of another sort, namely explanatory understanding.

fimmtudagur, október 02, 2003

Hann Gunnar minn er bestur í heimi og hann er líka ofsalega mikið krútt og sætabrauð og sælgæti. Nammi namm.
Held að buxurnar mínar séu að detta niður um mig.

miðvikudagur, október 01, 2003

Langar einhverjum til að fara að djamma á föstudaginn. Félag þýskunema efnir til Októberfest. Ódýr bjór. Eru ekki allir í stuði??
Hádegisfundur í Árnagarði á morgun fimmtudag frá 12.05 - 13.00. Forsendur breytuvals í krabbameinsrannsóknum: Hin kynbundna nálgun í skjóli hlutleysis.
Fjallað um krabbamein í leghálsi og blöðruhálskrabbamein. Spennó spennó. Hvet alla til að koma.
Gunnar er bestur í heimi.

þriðjudagur, september 30, 2003

Þegar ég var í Sprthúsinu í gær þá var kona að tala í síman við strákinn sinn. Strákurinn var heima hjá sér og langaði til að búa sér til kakó og hringdi þess vegna í mömmu sína til að spyrja hana hvernig ætti að búa til heitt kakó. Mamman var nú soldið pirruð á þessu, því að strákurinn vildi fá að vita hvernig hans uppskrift að kakóinu var (mamman: Hvernig á ég að vita hvernig þín uppskrift er?).
Það fyndnasta við þetta var að pabbi stráksins var heima og af einhverjum ástæðum fannst stráknum betra að hringja í mömmu sína heldur en að spyrja pabba sinn!! Sýnir bara hversu ósjálfstæðir sumir karlmenn eru!!
Til hamingju með að skila ritgerðinni í dag Hilda. Vei. Partý partý (Kannski smá sof líka :))
Það er OBBOSLEGA kalt úti.

mánudagur, september 29, 2003

Troðoð.is í Body Step áðan. Mætti ferkar snemma og joggaði inn um leið og salurinn opnaði. Fékk pall og fékk nokkuð ágætan stað. Ég er nú alveg að fá ógeð á þessu fólki sem er alltaf að mæta í Body Step!!!
Turqis Blue band (hún heitir víst Steinunn) var að kenna ásamt henni Unni Ofurkennara. Hommalegi strákurinn hafði greinilega verið í tímanum á undan því að þegar ég kom inn þá var hann búin að stilla sér upp beint fyrir framan kenarana og setja sitthvorn pallinn við hliðina á sér fyrir hina hommavini sína. (Þið haldið kannski að ég sé með einhverja hommafóbíu en mér þykir bara athygglissjúkt fólk svo agalega leiðinlegt. Aðalgaurinn var með der og leit út eins og Justin Timberlake. Þeir eru svo athygglissjúkir að þeir ættu að fara í Idol eða eitthvað álíka. Jakk). Stelpan sem er alltaf með gulan orkudrykk fékk ekki pall, samt var hún búin að taka sér stöðu næstum alveg fremst. Fyndið að sjá fólk í pallatíma með engan pall. Gott hjá þeim.
Það var heitara en allt sem getur talist vera heitt og sveittara en allt sem er sveitt, þetta var rosalegt. En það var líka gott að fá ávexti í lok tímans. Nammi namm. Fékk mér mangó, rosalega langt síðan ég hef fengið mér mangó.
Nýja prógrammið er skemmtilegt, allir mæta á miðvikudaginn, rosa stuð. Helst að mæta svo um fjögurleitið til að vera viss um að fá pall, he he.
Masterclass í Sporthúsinu í kvöld klukkan 18.25. (Body Step). Allir að mæta, svaka fjör og geðveikt stuð. En eins og þeir sem hafa mætt í Body Step tíma hjá Unni þá er alltaf geðveikt stuð í tímum. Annars á ég víst að vera að finna mér ritgerðarverkefni í kenningum en ég bara nenni því engan veginn. Vill einhver hjálpa mér. Ætla samt að reyna að gera eitthvað áður en ég fer að horfa á eitthvað ofbledisefni á eftir eða eitthvað anna álíka skemmtó.

föstudagur, september 26, 2003

Til hamingju allir með það að það sé kominn föstudagur og þar með helgi. Jibby jei og frábært.

fimmtudagur, september 25, 2003

Var að lesa blogg hjá stelpu um daginn sem ég veit ekkert hver er. Textinn var eitthvað á þessa leið "vá maður bara kominn þriðjudagur og ég hef ekkert bloggað geðveikt lengi". Hversu oft hef ég skrifað þetta, ég hef ekki bloggað geðveikt lengi??? Held að þetta sé örugglega það algengasta sem íslenskir bloggarar setja frá sér. Ég meina það, af hverju erum við alltaf að afsaka okkur yfir því að blogga ekki? Ég bara spyr. Bloggið er svona staður þar sem maður skrifar niður eitthvað sem enginn hefur áhuga á að heyra (held ég), eða bara eitthvað bull. Eins og Hulda María sagði þá lenda hlutirnir sem raunverulega skipta máli yfirleitt ekki hérna á blogginu, bloggið er bara blaður, hlutur til að fá viðbrögð og skella inn smá tvíræðni og slúðri.
Hættið að afsaka ykkur yfir að blogga ekki :)
Dównlódaði FULLT af lögum í dag, og þá meina ég fullt. Var með tölvuna hans Gunnars í skólanum og þar gat ég tekið lög af netinu, ókeypis og ógeðslega hratt. Rosa gaman. Ég er svo mikill tölvunörn, en ég viðurkenni það alvega að mér finnst gaman að góðri tónlist og ekki spillir ef hún er ókeypis.
Timmy er veikur. Sniff sniff. Skoðunnargaurinn kleip í hann og bremsurörið molnaði. Sniff sniff, greyið Timmy. Gunnar var ekki viss um hvort það kostaði mikið eða lítið að gera við hann (fer eftir því hvort það er stutt eða langt rör sem brotnaði). Leiðinlegt.

þriðjudagur, september 23, 2003

Einhver hélt að ég væri 14 ára. Þegar ég sagðist ekki vera 14 þá hélt manneskjan að ég væri ekki orðin svo gömul (nú ertu ekki enn orðin 14). Arg. Oh men. Er hægt að yngjast?? Eða hvað??
Það er snjókoma úti!! Bara svona fyrir þá sem langar að byrja að syngja jólalög þá er kominn tími á það núna. Jóli Snjóson

mánudagur, september 22, 2003

Einu sinni var lítil laufblað sem hét Laufi. Laufi átti fjöldamörg systkini, meðal annars hana Layfeyju, Lauffa og Lauffý. Mamma hans Laufa var einstæð móðir, hún var birkitré sem stóð ásamst hinum einstæðu birkitrjáamæðrunum í röð birkitrjáa upp við stóra byggingnu. Mömmu hans Laufa þótti samt voðalega vænt um börnin sín, og sérstaklega þótti henni nú vænt um Laufa, vegna þess að hann var fyrsta laufblaða barnið hennar.
Á hverjum degi frá því um vorið hafði Laufi nóg fyrir stafni, hann sveflaði sér í rokinu stanslaust. Daginn út og inn. Hann var líka upptekinn við að búa til súrefni fyrir stóra fólkið í heiminum. Síðan fannst honum líka gaman að láta horfa á sig, hann hélt því neflilega fram að mamma hans væri fallegasta birkitréð í lengjunni af því að það stoppuðu svo margir af stóra fólkinu til að horfa á hann. Laufa fannst lífið vera skemmtilegt og hann naut þess að vera til.
En síðan kom sá dagur þegar mamma hans Laufa var döpur og talaði við börnin sín. Hún sagði þeim að þau hefðu verið dugleg laufblöð sem hefðu sinnt skyldum sínum um sumarið voðalega vel en bráðum kæmi haustið og myndi taka þau. Þegar Laufi heyrði þetta varð hann fyrst svakalega hræddur því hann vildi ekki vera tekinn frá mömmu sinni. Síðan varð hann reiður: Af hverju skyldi einhver vera svona frakkur að taka hann frá mömmu sinni. Að lokum varð hann dapur, hann yrði að skilja við mömmu sína og byrja að lifa eigin sjálfstæðu lífi.
Þegar haustið kom að taka Laufa þá var það sterk vindkviða sem hrifsaði Laufa frá mömmu sinni. Þessi vindkviða var ein af fjöldamörgum vindkviðum sem voru í herliði haustsins. Í herliði haustsins voru fleiri ógnvættir; Stormur, Hrissingur og Allt Blautt voru helstu herforingjarnir og stjóruðu þeir mönnum sínum miskunarlaust.
Þegar vindkviðan hafði feikt Laufa af greininni sinni þá byrjaði Laufa að líða verr og verr. Lífið gufaði upp, honum var þeytt út um allar götur. Laufi var orðinn mjög þreyttur og honum fannst hann vera orðinn gamall, svo að hann dó.
Ljóti kuldinn úti, hver slökkti á hitaranum?? Það er óggisliga kalt úti, mig langar í nýja úlpu. Góða úlpu með rennilás sem virkar, ekki eitthvað drasl úr Zöru með ónýtan rennilás :( Urgi purgi.
SNilld að fara í leikfimi klukkan hálf sjö á sunnudagskvöldi. Lítið af fólki og þess vegna nóg pláss til að svitna og púla í friði. Það er ógeðslega vond fýla af gaurnum sem situr við hliðina á mér. Hann hefur kannski pissað á sig. Verð að forða mér.
Til hamingju með nafnið Magnús Ingvar.
Fór sko í skírn á laugardaginn hjá litla frænda hans Gunnars sem er algert krútt. Þar fengum við allskyns kræsingar, nammi namm. Takk fyrir mig. Vonandi getur litli strákurinn notað skóna :)

föstudagur, september 19, 2003

Aðalfundur hjá Homo í gær. Það ótrúlega gerðist að ég keypti mér bjór. Meira að segja tvö bjóra. Hvað er eiginlega að gerast með þennan heim, ég veit það eiginlega ekki!! En það var allaveganna gaman hjá mér í gær. Skemmtilegt að hitta mannfræðinema. Vorum á Dillon. Subbustaður en samt ágætt, því að það voru bara við mannfærðinemarnir á efri hæðinni. Enduðum á að tala um teiknimyndir frá því að við vorum lítil, svka stuð, old memories rokka alltaf.
Guðbjört fór til Parísar í morgun svo að hún þurfti víst að fara heim að pakka (skil ekki af hverju), Hulda María hafði ekki áhuga á að koma með mér á bjórkvöld japönskunema (fannst það víst eitthvað leim) og ekki var hægt að treysta á Gunnu að koma að djamma. Æji, ég skil þetta fólk svo sem alveg ágætlega, allir eiga sínar stundir þar sem er bara gott að vera heima :) Bjórkvöld japönskunema var ágætt, rosa gaman nema ég þekkti engan. Ég keypti mér einn bjór til viðbótar svo að þetta ætti eiginlega að flokkast undir heimsmet. Jóna bara búin með 3 bjóra. Vááá maður. Árni var dj svo að ég rabbaði aðeins við hann en hann var upptekinn. Martha mætti ekki fyrr en seint svo að ... Ég hitti samt Helga og komst að því að hann er í japönsku. Hann er bara í tungumálanámskeiðum svo að hann er ekki með mér í tíma. Helgi er fyndinn. Guðríður þýskunemi, sem er líka í mannfærðikenningum 2 var líka þarna. Gaman að spjalla aðeins við hana. Ok ok. Ég þekkti kannski alveg fólk þarna en það voru bara kunningjar mínir. Oh ég er svo erfið !!! Gaman gaman að láta Gunnar sækja mig og koma við á Select, ostapylsa og Curly Wurly. Nammi namm.

miðvikudagur, september 17, 2003

Það er semsagt opinbert að ég kann þetta ekki. Aulinn ég.
Jamm og já. Jibby jei. Skemmtó skemmtó. Funny funny. Arg kann ekki neitt. Vonadni virkar þetta núna. neibb, ekki í þetta sinn, vonandi núna
Ok ok, ég er í viðskiptafræði, ég hef bara verið að grína allan þennan tíma með að ég væri í mannfræði!!!

Sjáðu hvaða týpa þú ert

þriðjudagur, september 16, 2003

Ég er að fara í sumarbústað eftir nokkra daga (næstum 4 vikur). Það verður GEÐVEIKT stuð. Geggjun peggjun. Ég hlakka geðveikt mikið til, heitur pottur og læti. Vííí
Nenni ekki að skrifa meira.
Bless
Það er nú meira hvað þessi umferð er ekki skemmtileg. Mér finnst ekkert sérstaklega skemmtilegt að keyra. Urgi purg. Mér finnst sniðugt að framhaldsskólanemar fái frítt í stætó, þá væri minni umferð á morgnana. Það var sagt frá því í útvarpinu að einhver hafi lagt fram þessa tillögu og ég styð hana fullkomnlega. Keyri keyrison.is

mánudagur, september 15, 2003

Það þurfti að skafa af bílnum í dag. Gunnar besti í heimi skafaði af bílnum á meðan ég sat inni í bílnun. Mér var samt ekki heitt, því að það var frost úti í morgun. Það er svona að eiga heima í sveitinni upp á fjöllum!! Kuldi.is og það er bara september!!
Once up on a time in Mexico. Fór að sjá þessa mynd í gær. Framhald af El Mariachi og Desperado. Sömu byssulætin og í Desperado nema hvað að þau eru svolítið ýkt. Síðan var byltingu ýtt inn í myndina. Allt í lagi en náði sér samt ekki á strik sem einhver mynd sem átti að sýna fram á réttlæti og þjóðarstolt.
Ekki nærri því eins góð eins og hinar tvær, en ágætist mynd samt.

Partý

Afmæli á laugardaginn. Hörkufjör og stuð. Valdi og Toni (vinir Gunnars) voru að halda upp á 25 ára afmælið sitt og héldu því svaka partý. Mikið drukkið, spjallað og sungið. Jamm það var sungið. Toni var með söngbækur fyrir alla og síðan var bara hópsöngur. Gaui kórstrákur var forsöngvari ásamt Frikka en Valdi var líka góður í ein, tvæ, dræ, pólitæ!! Hí hí. Það var líka talað um barneignir! Tvær af stelpunum eiga börn, svo að þetta er vinsælt umræðuefni... Samt gaman að heyra allskyns sögur af þeim. Sem sagt hörku fjör í partýi. Klukkan hálf 3 var svo stefnan tekin í bæinn, en mér fannst það vera svona full seint svo að ég ákvað að við Gunnar skyldum fara heim þá. Ég ákvað líka að við skyldum LABBA heim. Gáfaða ég... Ganga tók næstum því klukkutíma; úr Skipasundi í Álftamýrina. Þegar heim var komið var Jóna komin með stærstu blöðrur sem um getur (þær lifa enn góðu lífi). Það er svona að ætla að labba heim úr partýi í háhæluðum skóm.

fimmtudagur, september 11, 2003

Fór í Body step í gær. Body step er skemmtilegt. Sóla var veik svo að áður en tíminn byrjaði var ég að velta því fyrir mér hver myndi kenna. Vonandi ekki einhver leiðinlegur!! En viti menn, hún Vala var að kenna. Vala sem var að kenna kickbox fyrir rúmu ári síðan. Jibby. Fékk hörku pallatíma með styrkjandi æfingum. Rosa gaman. Ég er að hugsa um að mæta í tíma hjá Völu í kvöld og athuga hvort hún kemur ekki með einhvern hörku tíma. Stuð stuð. Allir mæta, MRL klukkan 18,25 í Baðhúsinu. Gaman í gymminu :)

miðvikudagur, september 10, 2003

Kom í skólan korter í 9 í morgun, og í gær. Oh men hvað er mikið af bílum hérna. Overflowing. Díses.
Annars er barafínt að vera byrjuð í skólanum. Verð bara að koma mér í lærigírinn og lesstuðið. Ég er eiginlega farin að hlakka til að byrja í Tolkien. Jibbý jibbý. Held að þetta verði skemmtileg önn, en samt drulluerfið.
Horfði á Natural Born Killers á mánudaginn. Ókliptu útgáfuna sem Oliver Stone vildi setja í bíó. Mikið ofbeldi.is segi nú ekki annað.

miðvikudagur, september 03, 2003

Komin heim frá Ítalíu. Það var gaman.
Þriðjudagur: Lentum í Bologna klukkan 3 og fórum beint upp í rútu og á hótel á Rimini. Chill.
Miðvikudagur: San Marino, mikill hiti og frábært útsýni, mikið af túristum.
Fimmtudagur: Feneyjar, FALLEGT, síki, mikið af túristum, MIKILL hiti og haglél.
Föstudagur: Flórens. Mikið af fallegum byggingum, mikið rok, snogginnkaup og hlaup í lest.
Laugardagur: Strönd 29. Chill. Grískur matsölustaður. Írskur pöbb.
Sunnudagur: Ravenna. Mósaík, byjað að kólna. Pasta.
Mánudagur: Aquafan. Sundlaugarennibrautir, marblettur á olnboga, rigning, út að borða á háværa staðnum, gott nautakjöt og gott pasta með risarækjum.´
Þriðjudagur: Pakkka saman og chilla á ströndinni. Kókosís. Heimkoma með fullt af skinku í töskunni.

mánudagur, ágúst 25, 2003

Hægt verður að fylgjast með myndum frá Ítalíu á mblogg. Skoðið Corleone.

föstudagur, ágúst 22, 2003

Borðaði hrossakjöt í gærkvöldi. Nammi namm. Þetta var sko ekkert folaldadót, bara hrossakjöt. Og það var bara afbragðs gott. Mjög dökkt kjöt og kryddlögurinn var hinn ágætasti. Takk fyrir mig og verði þér að góðu.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Ítalía

Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía,Ítalía, Ítalía.
Ég er sem sagt að fara til Ítalíu á þriðjudaginn næsta. Ógeðslega gaman og ég er ógeðslega spent. Flórens, Feneyjar, San Marínó, vatnsrennibrautagarður, SÓL, HITI, góður matur, taka myndir,lestir, slappa af, verða brún og SÓL SÓL SÓL SÓL SÓL SÓL SÓL . Þetta er m.a. það sem ég ætla að gera á Ítalíu.
Til hamingju Magnús Ingvar með það að vera kominn í heiminn. Þú ert ofsalega mjúkur og það er góð barnalykt af þér. Mússí múss. Til hamingju Helga og Þorgeir með litla drenginn ykkar.

föstudagur, ágúst 15, 2003

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Spæling: Er gaman að keyra hratt?
Hugleiðingar: Já, sennilegast þykir mörgum skemmtilegt að keyra hratt. Og margir keyra hratt. Til dæmis strákarnir sem keyrðu á 180 niður Ártúnsbrekkuna!! Oh men!! En svo er líka til öðruvísi fólk sem keyrir á löglegum hraða. Sumsstaðar má keyra á 180 km hraða og sumsstaðar má keyra á ótakmörkuðum hraða. Mig langar mikið að leigja mér Góðan Benz eða rauðan Ferrari eða Jaguar X-type og bruna um átóbanana á ógnarhraða. Vííí, here I come.

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Bráðum koma vinir mínir heim frá útlöndum. Þá verður gaman. Bryndís og Haukur eru búin að vera í burtu í 3 mánuði og Hilda og Villi eru búin að vera í 2 mánuði. Heppin þau. Síðan er líka bráðum skólinn að fara að byrja aftur. Það verður líka gaman, ég er neflilega að fara á síðasta árið mitt og síðan ætla ég að útskrifast í júní á næsta ári. Jibbý, til hamingju ég (þ.e. ef mér tekst að klára ritgerðina sem ég er ekki byrjuð á).
Það var þoka í morgun en núna er komin sól. Það er eins gott því að ég klæddi mig í pils í gær með það í huganum að það yrði gott veður í dag. Sól sól skín á mig, þoka þoka burt með þig...

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

föstudagur, ágúst 08, 2003

Fyrir þá sem sáu það að ég hélt að það yrði got veður, þá hafði ég rétt fyrir mér. Fullt af kettlingum fæddust. Hí hí hí

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Það er spáð ömurlegu veðri alla helgina og líka eftir helgi. Ömó. Það er kannski alveg eins gott að vera bara heima og græða peninga! Vííí Peningar!!!
Annars grillaði ég í gær. Við Gunnar vorum með míní-einka-grillveislu í gær og grilluðum hammara og síðan fékk ég mér líka eina VEL grillaða kjúllapylsu. Nammi namm.

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Það lítur út fyrir að það verði heljarinnar got veður í dag. Hverjum langar að koma í grillveislu? Mig mig mig.

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

föstudagur, ágúst 01, 2003

Versló Smersló

Fór að sjá The Inlaws í gær. Hí hí. Góð skemmtun þar á ferð, allaveganna ef maður fær frítt á hana! Amerískt brúðkaup þar sem feður verðandi brúðhjónanna eru í aðalhlutverki. Byrjar soldið klysjulega, en er alveg fyndin á köflum. Samt er þetta alveg típísk vídeomynd en ef ykkur langar í bíó og vitið ekki hvað ykkur langar að sjá þá er The Inlaws alveg ágætis afþreying.

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Verlsunarmannahelgin nálgast óðfluga... Og viti menn, spáð er ekki svo góðu veðri. Kannski ágætis veðri en engu til að hrópa húrra fyrir. Vonum bara að þeir sem ætla út úr bænum fá gott veður, því að það er miklu skemmtilegra að vera í útilegu þegar er gott veður.
Mér finnst ekki að Árni Stelari eigi að fá helgarfrí úr fangelsi til að fara að skemmta sér!

föstudagur, júlí 25, 2003

Svona eru dómar ANNARS STAÐAR en á Íslandi!!!

Spænskur dómstóll dæmdi í dag tvo menn úr ETA, aðskilnaðarsamtökum Baska, í 790 ára og sex mánaða fangelsi hvorn, fyrir að sprengja sprengju sem varð 21 að bana í stórmarkaði í Barcelona árið 1987. Tekið af mbl.is

Hvað fá Íslenskir morðingjar??? Ég bara spyr?

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Leiðinlegt veður.is En það er kannski bara ágætt að hafa slæmt veður í smá tíma vegna þess að þá hef ég afsökun til að vera inni og lesa nýju bókina mína! Lesi Lesison.

föstudagur, júlí 18, 2003

Ef þið hafið áhuga á flottu fólki, kíkið hér og hér.
Hvers vegna kreista sumir tannkremstúpurnar að framan en ekki aftan frá eins og eðlilegt er?

Því miður er það nú svo að fólk viðhefur ýmiss konar óeðli. Ritstjórn Vísindavefsins hefur til dæmis spurnir af fólki sem fer öfugu megin fram úr rúminu, klæðir sig í hægri sokkinn á undan þeim vinstri, hengir klósettrúllurnar upp þannig að endinn á pappírnum snúi inn og þrjóskast við að skrifa nafnið Anna aftur á bak. Svona hegðun ætti auðvitað alls ekki að viðgangast og er hræðilegt til þess að hugsa að fólk sé jafnvel að hafa svona lagað fyrir börnum og öðrum viðkvæmum og áhrifagjörnum sálum.

Ástæður þess að fólk kreistir tannkremstúpur að framan geta verið nokkrar. Hugsanlega er viðkomandi uppsigað við aðra á heimili sínu og gerir þetta til að angra þá. Annar möguleiki er að viðkomandi sé að lýsa frati á hefðir og venjur í samfélaginu. Á vísindamáli er það kallað andfélagsleg hegðun. Andfélagslega hegðun ber alltaf að reyna að hindra enda afar mikilvægt að allir geri hlutina eins.

Meðal annarra mögulegra ástæðna má svo nefna sálræna galla úr fyrra lífi, sýkingu í litlutá (við henni skal leita læknishjálpar) og almennt óeðli. Auk þess hefur verið bent á þann möguleika að viðkomandi geti verið á mála hjá tannkremsframleiðendum þar sem ljóst er að tannkremið nýtist síður sé túpan að jafnaði kreist að framan, einkum þó ef aðferðinni er fylgt út í hörgul með því að skilja eftir tannkremið aftast í túpunni.

Þeim sem búa með óeðlilegum einstaklingum eins og lýst er hér á undan hefur stundum verið ráðlagt að hafa eigin tannkremstúpu sem þeir geta kreist eftir sínu höfði (já) til að forðast árekstra á heimilinu. Þetta ráð má kannski notast við í neyð en það hlýtur þó að flokkast undir uppgjöf. Ritstjórn Vísindavefsins skorar á lesendur að beita sér fyrir því að sú stórskaðlega hegðun að kreista tannkremstúpur að framan verði gerð refsiverð með hæfilegum og vel völdum viðurlögum.

Svo gæti náttúrlega líka komið til greina að gera þá kröfu til tannkremsframleiðenda, sem eru raunar ekki margir, að þeir framleiði eingöngu túpur sem er ekki hægt að kreista að framan. Til dæmis mætti hugsa sér nú á dögum að maður sem reyndi slíkt fengi rafstuð, ekki ósvipað því ef hann reyndi að kreista af öllu afli vænan hrökkál.

Að lokum viljum við nefna að okkur er ekki kunnugt um hvort rannsóknir hafi verið gerðar á þessu frá sjónarmiði tannlækninga. Slíkar rannsóknir eru reyndar vandasamar til dæmis vegna þess að óeðlishópurinn kann að vera miklu klaufskari við tannburstun en hinn. Ef rannsóknir sýndu marktækan mun á tannheilsu gæti það því verið orsökin.


Tekið af Vísindavef Háskóla Íslands
Útilega, útilega. Gaman, gaman. Við Gunnar ætlum að renna upp á Snæfellsnes í kvöld og það verður sól og ofboðslega gott veður um helgina. Mikið af góðum mat og margir ávextir. Var allt í einu að ávaxtafrík þegar ég fór í búðina í gær og keypti fullt. Nammi namm.

Ég á nýju Harry Potter bókina! Vííí! Ég fékk hana í fullorðinsútgáfu, veit ekki alveg af hverju fullorðinsútgáfa er til???
Ég er hetja. Mér finnst það allaveganna. Ég fór og gaf blóð í gær. Núna er ég með gat í olnboganum... Kíkið hér ef þið viljið gerast blóðgjafar og hjálpa öðrum.

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Men, það er megalítið að gera í vinnunni hjá mér. Hvað er eiginlega málið? Jú, málið er að núna eru læknarnir í fríi og vilja því ekki senda okkur sýni. Sniff sniff. Það verður víst bara að hafa það, ekkert hægt að gera í málinu!!
Ég fór samt í Dungalsafn áðan með 2 öðrum úr vinnunni og einum sendibílstjóra! Við eru ótrúlega klár því að við henntum ekki neinum kassa um koll. Jibbý duglegu við.

Blogg

Fór í erfiðan tíma í Body Step í gærkvöldi. Það er gaman í Body Step, gaman flaman saman.
Annars hlakka ég til að fara í útilegu um næstu helgi. Sneffels her ví komm...

mánudagur, júlí 14, 2003

Kónguló

Kónguló, kónguló, vísaðu mér í berjamó. (Og hættu að gera vefi í gluggan minn). Kóngulóin vinur minn er hætt að eiga heima í herbergisglugganum hans Gunnars, núna á hún heima á kóngulóarhimnum! Hún var rekinn úr glugganum vegna vanskila á leigugreiðslum, he he. Nei djók. Hún var rekin úr glugganum vegna þess að hún var orðin obboslega stór. Og þar að auki hafði hún boðið vinkonusinni að flytja inn á glugganum, sem sagt inni í herbergið! Oj bara. Þær stöllur fengu sem sagt að fara! Bless bless. Við vilju bara eiga heima í þessu herbergi og þeir einu sem fá að deila því eru Rubbi Risaeðla (dáinn), Jóna Mús og Gunnar Græni og síðan er Nabbi Narfason stundum heima! Við viljum ekki að hlussukóngulær eigi heim í herberginu okkar!
Ég er með sár í munninum eftir að hafa hámað í mig ferskan ananas í hádeginu, nammi namm. Slurp.is. Fór til Kamillu á laugardaginn, takk fyrir heimboðið Kamilla! Voða voða næs. Drukkum Rawson's Retreat sem var bara mjög gott vín. Nammi namm. Ég eldaði líka snilldar borgara, sem silljón kryddum á og svo smakkaði ég líka Kúrbít og Mangó. Það var sem sagt borða og drukkið um helgina!

föstudagur, júlí 11, 2003

Til hamingju allir þeir sem eru að fara í útilegu í kvöld. Það er komið himneskt veður úti. Kannski svolítið rok og ekkert allt of mikill hiti, en það er SÓL. Gaman gaman. Boring, ég þarf að fara að vinna á eftir. Ha en ég er í vinnunni núna! Já en þegar ég er búin hér á Rannsóknarstofunni þarf ég að fara að vinna í Ríkinu. Ríki smíki, áfengi káfengi. Af hverju er ekki bara hægt að loka búðum þegar er gott veður?? Ég bara spyr. Ég vona samt að góða veðrið haldist þangað til á morgun því að þá er ég að fara út úr bænum. Já já, ég er að fara út úr bænum enn eina helgina! En það er bara gaman. :) :)

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Ljóta BT. Þeir auglýstu að það væri frír bíómiði með ef að maður keypti Charlie's Angels 1. Þegar í búðina var komið þá voru auðvitað allir miðarnir búnir. Ljóta BT starfsfólk að geyma ekki miða handa mér. Arg. Fór bara í Bónus og eyddi hellingspening þar. Ohh. Dýri matur.
Hve mikið færðu fyrir 100 hitaeiningar?

1 dós skyr.is m/vanillu
16 hnetur
1 meðalstórt epli
3 stórar gulrætur
13 stöngla sellerí
14 bolla af jöklasalati (iceberg)
3 bolla af þurrpoppuðu poppkorni
2 bolla af poppkorni, poppuðu í olíu
10 kartöfluflögur
30 saltstangir
57 radísur
1 heilhveitirúnstykki
1 meðalstóran banana
1 3/4 bolli melóna
2 súkkulaðikexkökur
1/2 amerískur kleinuhringur
25 M&M (venjulegt)
1 meðalstóra appelsínu
2 1/2 meðalstórar ferskjur
64 rúsínur
1/2 sneið af sandköku
1/3 af Snickerssúkkulaði
6 tsk. af hvítum sykri
250 g ferskt spergilkál
1/2 kjúklingabringa án húðar
1 1/2 soðið egg
1 stóra bakaða kartöflu
4 meðalstóra tómata
7 meðalstórar franskar kartöflur
1 bolla bjór
1 bolla appelsínusafa
2 bolla tómatsafa
1/2 bolla léttvín

Hrollur??!!

Vinna vinna
Síðan mín er orðin skær græn. Held að það ætti að breyta nafninu mínu í Jóna Græna... :)
Fór í Body Combat í gær. Það var gaman nema hvað að ég gat ekki kýlt alveg nógu mikið vegna harðsperra. Ái það er ekkert sérstaklega gott að vera með harðsperrur. Fékk mér síðan pizzu á Papinos, nammi namm, nema hvað að það var laukur á pizzunni, oj bara. En pizzan var samt alveg rosalega góð. vííí

mánudagur, júlí 07, 2003

Helgin

Helgin var frábær. Mér fannst það allaveganna! Gunnar og ég fórum í útilegu í Þjórsárdal. Í upphafi var planið að fara í hádeginu á laugardal og gista í Árnesi og fara með Tígrum og frúm. Á föstudeginum byrjaði planið að breytast. Okkur Gunnari langaði að leggja af stað á föstudeginum af því að það var rosalega gott veður. Eftir rosalegt búðaráp á föstudeginum lögðum við af stað í austurátt. Síðar komumst við að því að ferðaplani Tígranna hafði verið breytt og þeir voru að fara á Færeyska daga í Ólafsvík. Gaman gaman.
Allaveganna, þá ákváðum við Gunnar að gista í Þjórsárdal. Tjaldið var ekki komið upp fyrr en um miðnætti (veit ekki alveg af hverju) og við Gunnar eyddum afganginum af deginum í að drekka bjór, mmm.
Laugardagurinn fór í að skoða ýmsa merka staði: Þjóðveldisbæinn, Hjálp, Búrefellsvirkjun og Hrauneyjafosvirkjun. Við vorum næstum komin upp á Hálendið á honum Timmy litla. Duglegur Timmy. Við fórum líka í sund þennan daginn, leiðin þangað einkenndist af þvottabrettum!! ooooo!! Klukkan sjö birjaði að rigna... Við grilluðumum samt! Fengum rigningaleginn lambaframpart, nammi namm.
Á hádegi á sunnudag var ennþá rigning! En við létum það ekki á okkur hafa, skoðuðum Stöng og fórum síðan heim.
Sem sagt mögnuð helgi. Gaman gaman. Mér finnst gaman í útilegu.

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Leikfimi

Hæ, ég fór til í Body step áðan og það var gaman. Það virtust vera 2 ár síðan ég fór síðast, svo að ég var nokkuð viss um að ég myndi vera eins og hálfviti í tímanum, nýtt prógram og svona!! En viti menn, ég var ekki eins og hálfviti, body step er líka alltaf eins, eða svona næstum því. Þó nokkur andlit voru kunnugleg, þar á meðal athygglissjúki hommahópurinn en túrkis blú band var ekki!
Eftir tíman fékk ég mér smá skemmtigöngu á hlaupabrettinu og kíkti svo í teygjusalinn. Þar var íþróttaálfurinn hann Maggi Skafa og vinur hans að gera silljón trilljón armbeyjur!!
Eftir gymmið óð ég gras, sem var svo blautt að buxurnar mínar urðu rennandi blautar og ég varð að vinda þær. Tvisvar!!

mánudagur, júní 30, 2003

Gunnar og ég fórum í útilegu um helgina. Það var rigning. MIKIL RINGNING!!! Þegar við mættum á laugardagseftirmiðdaginn, þá var búið að tjalda tjaldunu okkar (gott gott) svo að við gátum hent dótinu strax inn í tjald. Auðvitað var rigning þegar við komum, en sá sem stjórnar himnaþvottinum hefur ábyggilega ákveðið að taka sér frí þegar við Gunnar vorum að elda og borða. Það hélst þurrt á meðan við borðuðum steikurnar okkar. Ohh hvað ég elska íslenskt lambakjöt, nammi namm. Bjórinn og rauðvínið var teigað, mikið sungið og trallað. Takk fyrir skemmtiatriðin, þau voru fyndin.
Sunnudagsmorguninn byrjaði eins og við mátti búast, með rigningu... En þar sem við Gunnar erum orðin annsi sjóuð í að pakka saman í rigningu var tjaldið sett í poka og við brunuðum af stað. En þar sem við Gunnar erum hetjur þá fórum við ekki strax heim, heldur löbbuðum upp að Glym. Voða gaman og mikið stuð. Flugurnar eru ekki vinir okkar, þær eru pirrandi. MIKIÐ pirrandi.
Mesta umferð sem ég hef séð lengi var á leiðinni í bæinn. Það tók okkur 25 mín að keyra frá Mógilsá að nýjasta hringtorginu í Mosó!! Leið sem venjulega tekur innan við 5 mín að keyra. Oj oj oj. Hvað um það, við skelltum okkur í Grafarvogslaug, sem er ágætislaug, eiginlega bara mjög fín.
Þegar var búið að koma öllu dótinu fyrir á öruggum stað fyrir nóttina þá grilluðum við Gunnar hamborgara. Snilldarmál að borða grillaða hamborgara rétt fyrir miðnætti.

föstudagur, júní 27, 2003

Stafir

Jibbý, núna er ég búin að laga stafina. Ég viðurkenni að ég er ekki mikill tölvunörd... Allt er ekki frábært hjá mér!! Ég er að reyna allt sem ég get.
Nýr (eða gamall) bloggari mætt á svæðið. Litli skriðdrekinn lætur ljós sitt skýna, loksins, eftir langt hlé!!
Við Gunnar gengum í kringum Hafravatn. Við erum nú laveg mestu hetjur í heimi. Nei bara smá grín, en þetta var ofsalega gaman. Tók okkur um 2 klukkutíma með góðri pásu. Þa var nú ekki lengi. Ef einhverjum þarna úti skyldi samt detta í hug að fara þetta þá mæli ég með því að taka með sér lítið handklæði eða slo-on til að þurka á sér táslurnar. Það þarf neflilega að vaða yfir lítinn læk. Ef maður fer ekki yfir á rétta vaðinu nær vaðið manni upp að mitti. Við Gunnar völdum auðveldu leiðina og óðum yfir á táslunum. Hinumegin á bakkanum voru hudaeigendur að þjálfa hundana sína: NNNeeeeeeiiiiiii. Þeir voru stórir, grannvaxnir og snögghærðir, þ.e. hundarnir. Þeir ónáðuðu okkur samt ekkert, sem er nú eins gott því að annars hefði mér verið að mæta. Eníveis... Tvö lögguhjól komu svo brunandi í áttina að okkur, hmmm, hverjum er verið að leita að hugsuðum við!! En síðan kom skýringin, brunandi vörubill með sumarhús á pallinum. Gaman gaman. Við Gunnar borðuðum dæýrindis Barilla, nammi namm.

Ég mæli hiklaust með göngutúrum á kvöldin. Þeir gefa hjartanu svo mikið.
Jóna

fimmtudagur, júní 26, 2003

Hvað er eiginlega að Blogger. Þoli ekki þetta útlenska lið!!
:
Hvad er eiginlega ad Blogger. Tholi ekki thetta utlenska lid!!
Randyr og snillingur i glugganum minum??
Eg tok eftir thvi um daginn ad thad hafdi kongulo tekid sér bolfestu utan a glugganum minum. Hun gerdi sér vef i einu horninu. Eg leifdi henni ad vera og vonadi ad hun kaemi ekki inn. Malid er ad thessi kongulo er alger snillingur, hun bjo til thennan flotta vef og kom sér sidan fyrir i einu horninu a vefnum og setti eina loppina a vefinn og beid eftir ad bradin flaektist i vef sinum. muhahaha.
Thaer eru ognarsnidugar, thessar kongulaer og thad er gaman ad fylgast med theim.

miðvikudagur, júní 04, 2003

Hæ hæ.
Það var mega Tequila fyllery á laugardaginn síðasta. Voða gaman, eða það segir Hilda mér allaveganna...
Það er búið að vera mega mikið að gera hjá mér í vinnunni undanfarið, svo að ég hef ekki haft mikinn tíma til að skrifa á þessa bloggsíðu mína.Ég hef ekki tíma til að gera mikið af því í vinnunni, og svo nenni ég því heldur varla þegar ég kem heim úr vinnunni! Ég hef ekki einu sinni gefið mér tíma til að fara í leikfimi eða lesa Harry Potter. Þetta er að verða mega slæmt ástand. Verð að fara að bæta um betur.
Byrjaði samt að bæta um betur þegar ég fór í Body Combat í gær. Hún Ása meinatæknistelpa var að kenna (Hún er sko líka að vinna með mér hérna á rannsóknarstofunni). Þetta var nú bara hinn ágætasti tími, en okkur Hildu langaði svo mikið til að taka eitt aukalag, svo að ég bað Ásu um að taka aukalag. Hún sagði að við værum orkuboltar. Ótrúlegt miðað við að ég var ekki búin að heimsækja líkamsræktarstöðina í tvær vikur!!

þriðjudagur, maí 27, 2003

Fór á Matrix á sunnudaginn. Cool mynd, heimspeki, langar senur, orð og sólgleraugu. Það er það sem ég hef að segja um þessa mynd.

föstudagur, maí 16, 2003

Q-borgarar Ekki hamborgarar, heldur Q-borgarar. Það er ekkert ham í Q-borgurunum og þá gengur nafnið ekki, því það eru kjúklingar í Q-borgurum!!!
Núna er ég byrjuð að vinna. Fullt að gera bæði í dag og í gær!! Það er ofsalega gott að vera byrjaður að vinna. Maður þarf ekkert að hugsa um heimavinnu, mætir bara klukkan átta og fer heim klukkan fjögur.

mánudagur, maí 12, 2003

laugardagur, maí 10, 2003

Cogito ergo doledo... Ég hugsa þess vegna þjáist ég. Sá þetta áðan. He he, fyndið :) Á að vera cogito ergo sum; ég hugsa, þess vegna er ég; en þetta er líka fyndið. Ég vil nú reyndar halda því fram að ég sé vegna þess að ég hugsa, hvernig getur maður þjáðst áður en að hugsa???
Pæling

fimmtudagur, maí 08, 2003

Ég ætla að klára Ferðina að miðju heimsins í dag! Rosa fyndin bók. 140 ár síðan hún var skrifuð! Hí hí.
Ég ætla líka að búa til hamborgara í dag. Ég ætla að elda fyrir hann Gunnar minn af því að hann er búinn að vera svo ofsalega duglegur að vinna í ritgerðinni sinni!
Fór í bíltúr í gær með honum Gunnari besta í heimi. Við keyrðum um Arnarnesið. DÍSES, er ekki í lagi með fólk?? Þetta voru allt HUMONGUS hús með nýjum BMW eða einhverjum jeppum fyrir utan! Ohh. Leið eins og ég væri á stað þar sem fræga og ríka fólkið kemur saman til að monnta sig af því hvað það á stór hús og flotta bíla. Ég bjóst hálfvegis við því að hverfislöggan myndi mæta á svæðið og vísa okkur Gunnari í burtu. Við höfum örugglega litið út fyrir að vera glæpónar sem voru að ,,tékka" á hverfinu fyrir næsta innbrot!
Eitt var samt fyndið í þessu ríkisbubbahverfi. Það var snjóboltinn! Eitt húsið var eins og snjóbolti í laginu. Gæti þess vegna hafa verið flutt úr leikmynd fyrir Star Wars, eða eitthvað álíka!

Þegar sjokkið var farið eftir rúnt um milljarða-hverfi fórum við Gunnar í Álfheimaísbúð! Ekki þó í Álfheimum, heldur í Faxafeni (eða Fákafeni, eitthvað...). Nammi namm, Kjörís. Kjörís er bestur í heimi. Svo var hann líka ofsalega ódýr, Ég borgaði einungis 165 krónur fyrir barnaís með lúxusídýfu og lakkrís (fyrir mig) og venjulegan ís með lúxusídýfu (fyrir Gunnar). Nammi mann. Við hámuðum í okkur ísinn, gott gott.

Guðný er farin að leigja með honum Kristjáni sínu. Til hamingju Guðný!
Fór í Body Step um daginn. Leið eins og einhverjum hálfvita því að ég var alveg að gefast upp, þreytt.is!!! Turquis blue band var komin í rautt outfitt! Men talandi um að vera í stíl! Einn daginn er hún í turquis bláum bol og ennisband í stíl, næsta dag mætir hún í rauðum bol með rautt ennisband í stíl! Ég meina það...
En ef fólk vill eyða monningunum sínum í föt til að líta vel út í gymminum, þá ætla ég svo sem ekki að segja neitt!

mánudagur, maí 05, 2003

Perli ældi áðan! Hafið þið einhverntíman séð hund æla??
Jæja, það eru nú ekki rosalega margir sem þekkja mig 100% Ég veit að prófið mitt var erfitt, hvað haldiði að ég kunni eitthvað að búa til svona próf??

Oj það er leiðinlegt að blogga þegar maður hefur ekkert að segja!!

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Snjór, snjór, snjór. Hvað er eiginlega málið?
Ég hata próf, var í prófi áðan og það gekk svo sem bara vel. Hefði ekki getað fengið betra próf, en það er bara eitthvað með að fara í 100% próf á 3 klukkutímum. Komm on. Ég þoli þetta ekki. Ég held að maður myndi læra miklu meira af því að gera ritgerðir og verkefni, jafnvel heimapróf. Leiðinlegi skóli!!

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Jæja. Þá er próf á morgun. Jibbý jei. Loksins fer þetta að byrja. Ég er neflilega ekki búin að fara í neitt próf svo að ég er bara að rembast við að læra... Sumarið er komið, eða allaveganna virðist það vera komið ef maður horfir út um gluggan og er inni að læra! Samt er búið að spá kuldakasti í vikunni, ég vona að það komi ekki! Kuldi er leiðinlegur. Þegar ég verð stór þá ætla ég að eiga heima á stað þar sem er alltaf hlýtt. Það er neflilega svo gott að vera í hita... mmm... Þá þarf maður ekki að vera í dúúlpu þegar maður hleypur út í búð, eins og gerist oft á Íslandi.

laugardagur, apríl 26, 2003

Af hverju er alltaf rosalega gott veður þegar maður verður að vera inni að læra?? Ég bara spyr!

föstudagur, apríl 25, 2003

Kíkið á þetta!
Stuðtími í Baðhúsinu áðan! Tim Keightley er írskur gaur sem sá um tíman og hann er sko með stuðboltataktíkina á hreinu! Fyrst fór hann í diskó-skyrtu og setti síðan á sig risa afró-hárkollu og byrjaði síðan að hoppa um sviðið!! Það er svo gaman þegar kennararnir eru skemmtilegir, þá er neflilega svo gaman að púla, og maður reynir líka meira á sig! Voða skemmtó!
Ég keypti mér sængurver áðan, og líka nokkra myndaramma.

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Úffi Púffi, ég var í leikfimi áðan. Fór í Body Combat og 3x20. 3x20 var ekki mjög skemmtilegt, einhver afleysingakennari. Ég var líka orðin svo þreytt að ég hélt stunum að ég myndi bara detta niður af orkuleysi. Ég hef greinilega ekki náð mér í nógu mikinn forða yfir páska, verð að vinna í þessu!! Ég virðist heldur ekki hafa borðað nógu mikið af kökum í gær í áfmælinu hjá Hildu. Hilda átti neflilega afmæli í gær og hún bauð okkur heim til sín. Það voru góðar kökur í boði, MJÖG GÓÐAR KÖKUR. Takk fyrir mig.
Við Gunnar keyptum okkur DVD spilara í gær, var á tilboði 8995. Frábært. Síðan þegar við komum heim byrjuðum við að tengja spilarann við sjónvarpið og kíktum á nokkrar venjulegar myndir. Síðan fórum við að athuga með skrifaðar myndir. Fyrst super VCD, það kom mynd á skjáinn en ekkert hljóð (það var samt allt í lagi af því að spilarinn átti ekki að geta spilað super VCD). Síðam settum við venjulega VCD diska í spilarann, sumir virkuðu, en síðasti diskurinn sem við settum í festist í spilaranum og við náðum honum ekki út!! WHAT?? Við vorum að kaupa spilarann og hann er strax bilaður!! Ömó!!! Ljósapera og skápur!!! Við brunuðum því niður eftir í morgun og það fyrsta sem gaurinn gerði var að stinga spilaranum í samband og taka diskinn út! Týpískt, hann hefur örugglega haldið að við Gunnar værum orðin eitthvað fötluð í hausnum... Eníveis þá fengum við nýjan spilara sem við erum að fara að prófa í kvöld. Tjilla sig samt á skapinu í fyrsta spilaranum, ef hann vill ekki ákveðna tegund af diskum, þá gleypir hann þá og neitar að opna munninn, en þegar við förum með hann til læknis þá er hann hlýðinn eins og lamb. Hann vissi örugglega að ef hann væri með stæla þá myndi læknirinn skrúfa hann í sundur...
Hvað um það, vonandi virkar nýji spilarinn, annars fær einhver að kenna á því!

mánudagur, apríl 21, 2003

Iraq
Iraq -
Þrátt fyrir að vera þróuð og öflug þjóð þá eru Írakar alveg geðveikir. En hei, svona er ég!! Mu ha ha. Ekki abbast upp á mig nema þið eigið peninga eða eruð tilbúin í STRÍÐ.


Jákvætt:

Menningarlegir.

Trúaðir.

Alheimsvald.


Neikvætt:

Fórnarlamb alþjóðlegrar gagnrýni.

Staðsett á stað stöðugra átaka. (Hverjum er það nú að kenna??)

Heróðir.

Bandaríkjamenn ráðast á landið að ástæðulausu.Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, apríl 20, 2003

Gleðilega páska öll sömul.
Ég fékk eitt páskaegg í dag. Það er númer 1 og amma mín gaf mér það. Amma mín er best í heimi. Ég er að vísu ekki búin að borða það en það er örugglega ofsalega gott. Ég er orðin svo rosalega gömul að ég er hætt að fá páskaegg. Það er ekki gaman að vera gamall.

laugardagur, apríl 19, 2003

Vinna í dag. Ekkert mikið að gera. Það eru að koma páskar! Jibby. Vonandi fæ ég páskaegg.

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Ég horfði á Hlemm í gær (þ.e. heimildarmyndina). Vá segi ég nú bara! Þatta var hrikalegt, allir rónarnir og allt þetta aumingja fólk. En þau orð sem úr muni mínum félli: "Maður hættir bara að drekka áður en maður verður alkahólisti" áttu kannski við þarna! Það ér nú enginn neiddur til að verða alkahólisti... Mér fannst Kári Stefánsson samt bestur. Hann var öryrki, en hafði það bara ofsalega gott (var á bótum frá Svíþjóð!!). Þetta var allsvakalegt og átakalegt að sjá þetta fólk sem myndin fjallaði um. Stundum hafði maður á tilfinningunnni að maður væri að horfa á Spaugstofuna eða einhvern svona grínþátt. Í alvörunni.
Hvernig er hægt að vera svona þreytt?? Ég bara spyr! Jú, ef maður er að lesa í skólabókum sem eru ekki mest skemmtilegastar í heimi!! ZZZzzz
Það var ofsalega mikið að gera í vinnunni í gær. Af hverju?? Geta Íslendingar ekki verslað áfengi í tíma? Af hverju þurfa allir að fara á fyllery þegar eru páskar eða jól? Ok ok! Skil kannski að fólk vilji nýta sér að vera í fríi þegar það fer á fyllery en flest fólk er nú líka í fríi um helgar! Æi ég veit ekki, Íslendigar þurfa alltaf að breytast í geðsjúklinga þegar að áfengi kemur!

þriðjudagur, apríl 15, 2003

Ég var að borða pasta, það var gott. Á eftir ætla ég svo að fara í Body Combat með Ólöfu. Það verður vonandi gaman. Sæunn á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Sæa. Ég fór að djamma á laugardaginn. Ýrr bauð mér og Huldu og Kristínu heim til sín og við drukkum áfengi. Ég var búin að fara í R'ikið og kaupa fyrir okkur og ég gat keypt fullt. Ég smakkaði Lemonello og það var gott, allagveganna ágætt, svolítið sætt.

Lemonello
Gin
Hreinn sítrónusafi
Smá Appelsíusafi

Öllu þessu hrist saman með klökum og glasið síðan fyllt með Sprite: Nammi nammi

Síðan fórum við á Hverfis og hittum Kamillu og Ólöfu. Þar var dansað (og dreukkið meira, 3 tequila... þarf að segja meir?)
Það var rigning þegar ég fór heim, en Hulda María var svo indæl að gefa mér far heim: Takk takk. Ég fékk mér samloku með kjúllaskinku, osti og pizzakriddi þegar ég kom heim. MMM.
Samlokan tryggði þó ekki að ég væri ekki þunn á sunnudaginn. Ó nei. Hausverkur dauðans og magaverkur. Oj bara. Ég dreif mig samt í sund með Ólöfu en hins vegar meikaði ég ekki að fara í bíó um kvöldið vegna almenns slappleika! Vá hvað ég hlít að hafa verið ónýt og migluð eitthvað.

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Gunnar er bestur í heimi
Hæ.
Ekki mikið blogg í gangi? Það er af því að ég er svo bissý að vera að skrifa ritgerðir. Er sko í 2 núna en er nokkurvegin búin svo að ég þarf ekki mikið að óttast, nema kannski bara að þessar ritgerðir séu algert bull!! En þær eru það ekki! Vona ég!

mánudagur, mars 24, 2003

Helgin var nú bara hreint út sagt frábær!
Á föstudaginn borðuðum við Gunnar góðan mat (grænmeti og kjúlla í kína-sósu) og síðan horfðum við á video. Við horfðum á Star Wars 2: Attak of the Clones. Síðan horfði ég á eina mynd í viðbót en Gunnar var svo þreyttur að hann fór að sofa. Það er svo gott að skríða upp í heitt rúmið. Takk Gunnar fyrir að vera hitapokinn minn.
Á laugardaginn var ég svo að læra helling, og svo bjó ég til eggjakökupizzu. Það var gott, mmm. Um kvöldið var tequilað teigað, nema að ég horfði á! Maður tekur eftir því hvað hræðilegur svipur er á fólki þegar það er að taka tequila! Það er að eins hægt að sjá það þegar maður er edrú að fylgjast með :) Sem sagt, Hilda, Kamilla og Ólöf stútuðu heilli flösku einar. Ég kalla það nú nokkuð góðan árangur! Bíbí var hákf veik þannig að hún lét sér nægja 1,5 staup og lét síðan Hauk sækja sig þegar við hinar fórum í bæinn. Hvervis virkaði nú bara næstum því alveg. Fyrst voru hörku RogB lög en síðan komu öðruvísi skemmtileg lög með nokkrum leiðinlegum lögum inn á milli! Við dönsuðum mikið og síðan varð ég félagspúki og bað um að fara á Vegamót. Þar sem klukkan var orðin 2 og allir Íslendingar voru að djamma var sjö k röð á vegamót svo að við prumpuðum á þá og fórum á Kofan hans Tomma. Þar var gaur með vesen og hann var á flókainniskóm. Ég fór í 10-11 og keypti rándýran augnfarðahreinsi. Iss piss hvað 10-11 er dýrt!
Sunnudagurinn var snilldarlegur líka. Fór í Smáralind og keypti 2 boli. Júlía er svolið undarleg stelpa! Ég fékk steik, kartöflur, sallat, sósu og kók í kvöldmat. Rauðvínsleginn lambaframpartur er snilldarlegt kjöt. Ég dýrka me me, allaveganna þegar þær eru á disknum mínum! Ég borðaði meira. Kökuklúbbur hjá Bryndísi. Ég kom með míní túnfisk samlokur og skinku aspasrúllur, mmm. Kamilla kom með brúnkur og Bíbí bauð upp á ís. Svanborg og Ólöf komu með gos til að renna niður öllum herlegheitunum. Sweet Home Alabama er krúttleg mynd en ég verd samt að viðurkenna að hún hefði átt að enda pínulítið öðruvísi :( EN hún var samt sæt!
Bless

laugardagur, mars 22, 2003

Ég sá 3 árekstra í gær! Hvað er að fólki, kann það ekki að keyra þótt að það sé vont veður úti? Ég bara spyr!
Ég lennti nú samt ekkert í neinum vandræðum af því að ég passaði mig svo mikið!

fimmtudagur, mars 20, 2003

Enn rignir. Hvað á það eiginlega að þýða að vera svona vont veður úti? Veðrið sökkar alveg feitt.
Hei, týpískt íslenskt, tal um veður. En það er nú einu sinni TALfrelsi á Íslandi, þó svo að ég kaupi mitt frelsi af Símanum. He he.
Mu mu og mí mí.
Það er byrjað stríð í Írak. Heimska ríkisstjórn Íslands er samþykk þessu. Ég verð nú bara að þetta fólk er eins og aumar kanamellur sem hafa runnið á bananahýði og tapað sér í kollinum. Er stríðið virkilega nauðsynlegt? Ég held ekki. Kom on people! Hættið þessu Bulli.
Dumble karamellur eru góðar.

þriðjudagur, mars 18, 2003

Nammi namm, ég var að borða rúnstykki með túnfisksalati. Mér finnst túnfiskur vera góður. Það er ekki öllum sem finnst túnfiskur vera góður, en hann er svo hollur!
Er djamm um helgina??? Ójá, ég held það nú! Það er verið að tefna að tequiladjammi ala stelpurnar og síðan verður dansað og djammað eins og okkur einum er lagið! Þeð er neflilega gaman að fara út að dansa. Mig langar á Vegamót, það er langt síðan ég hef farið þangað! Ég sakna Vegamóta.
Gunnar kom heim í gær. Það var OFSALEGA gaman. Hann er svo sætur og svo mikið krútt. Núna á ég táfýlur sem eru prjónaðar í færeyskum stíl (held ég) og svo á ég líka trebba og vettlinga. Þetta er allt voðalega flott. Mér finnt Gunnar vera bestur í heimi.

föstudagur, mars 14, 2003

Á daginn er ég lítill gulur og grænn fiskur sem svammlar um í vatninu og hef það kósý. Á kvöldin og næturnar er ég jarðarber sem flýg inn í drauma fólks og lætur því líða vel.
Ég fékk orkunudd í nótt. Það var munkur sem gaf mér orkunuddið, voða gott, fann fyrir því alveg niður í tær. Hann þurfti að fara því að einhver kom inn. Síðan vaknaði ég, á ská í rúmminu mínu með hausinn næstum út úr...
Ég er á leiðinni í Body Step. Vonandi dey ég ekki!
Ég vildi bara segja: ● چقدر بدم مياد كه يه نفر تظاهر به خوشبختي بكنه، اونقدر كه حتي خودش هم باورش بشه خوشبخته.
شاديم خوشبختي همون تظاهر كردن به خوشبخت بودن؟!
من چي مي گم؟ Og ég vona að ég sé ekki að móðga neinn...

miðvikudagur, mars 12, 2003

Gaman saman en ekki sundur. Ég er nú búin að vera annsi dugleg á skemmtanalífinu undanfarið! Báðir dagarnir um síðustu helgi!! Ég er líka nýbúin í lokaprófi í einum áfanganum mínum svo að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af hinum meir. Mig langar á Tequila fyllery, veit ekki með Hildu en hún stakk upp á því síðast svo að hver veit hvað gellan er að hugsa...???

föstudagur, mars 07, 2003

Jæja. Núna eru bara 25 mínotur í próf. Mér finnst próf vera asnaleg. Ég missti pínu svefn í nótt og svo er ég með í maganum. Ekkert voðalega mikið af því að mér finnst ég kunna þetta svo vel. En próf eru asnaleg. Þetta er 100% próf sem ég er að fara í núna. Á 3 klukkutímum þarf ég að gubba út úr mér allri þeirri þekkingu sem ég veit um Durkheim, Malinowski, Radcliffe-Brown og félaga. Ohhh. Ég segi það nú bara...

föstudagur, febrúar 28, 2003

Læri Lærison! Ég er að læra fyrir próf núna og verð víst að læra fyri það alla vikunna! Jibbý heppna ég. Annars er líka árshátíð á föstudaginn eftir viku og það verður örugglega ofsalegt fjör! Jibbý jibbý jei. Gaman gaman.

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Það var vinnu partý í gær heima hjá Árna. Þar var allt fljótandi í áfengi. Hvað er þetta eiginlega með mig og ókeypis áfengi. Jú það er orðið svo dýrt að kaupa sér áfengi að maður verður bara að redda sér því ókeypis! Ha ha.
Tortillaflögur með rjómaosti og salsasósu með bráðnuðum osti ofan á eru snilld. Það eru líka allir að smakka þetta núna. NÝJAST ÆÐIÐ. Blandar rjómaost og salsasósu saman setur tortillaflögur yfir og síðan rifinn ost! Nammi namm.

laugardagur, febrúar 22, 2003

Það var vísindaferð í gær. Ég drakk nokkra bjóra. Ég fór líka á Astró, en ég fór ekki í pallatíma í morgun! Ég var ekki alveg í stuði!

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Gerdeig fyrir þá sem eiga erfitt með að muna!

400 g hveiti, heilhveiti eða spelt
1 bréf þurrger
salt af hnífsoddi

3 msk matarolía
2,5 dl vatn 37°c heitt

Blandið þurrefnum saman, síðan blautefnum, hnoðið og látið hefast í 60 mín
Reynið að borða ekki mikið af deiginu áður en það er bakað, því það er lifandi, nammi namm
Ég er búin að vera svaka dugleg núna undanfarið! Ég er búin að læra ofsalega mikið í skólanum, er alltaf á Bókó að læra! Svo er ég búin að fara 23 svar sinnum í leikfimi á árinu! Gunnar er bestur í heimi.
En það sem felst í því að vera duglegur að læra og gera aðra skemmtilega hluti er að vera ekki mikið í tölvunni! Hún er tímaþjófur! Ég er búin að vera hérna á Bókó í korter og ég er ekki búin að opna bók! Lélegt. Þess vegna verður þetta stutt í dag vegna þess að ég verð nú að geta lært eitthvað í dag!

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Nú er kominn febrúar og nálgast próf! Jibbý eða þannig. Við Gunnar vorum að kaupa okkur rúm í gær, gott mál. Við fáum það sent heim í dag og þess vegna ætla ég að flýta mér heim úr skólanum á eftir til að taka á móti nýja rúminu. Ég held að ég eigi eftir að sofa vel í nótt! ZZZzzz
Það er brálað að gera hjá mér í skólanum, alltaf! Ég er eftir á í öllu en ég spái því að í næstu viku verði ég komin svona sirka á rétt ról. Þetta gengur nú ekki! Er það nokkuð? Neibb maður verður að fara að taka sig á!
Hvernig er það svo með gymmið? Það er nú ekki alveg að gera sig í þessari vikunni! Það er svo mikið að gera og svo eru ekki skemmtilegustu tímarnir sem hennta mér! Iss piss. En mér finnst ég samt hafa verið soldið dugleg svona upp á síðkastið! Ég fór allaveganna í gallabuxum í skólan á mánudaginn. Fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því þá hef ég ekki gengið í alvöru gallabuxum í svona 3 ár. Eða kannski svona 2 ár, eða allaveganna mjög lengi!
Það er gaman að vera mjór!

fimmtudagur, janúar 30, 2003

Bra bra og bre bre. Til hamingju Íslenska landsliðið með sigurinn í gær. Ég er nú ekki mikill hadboltaáhugamaður-kona en ég veit þó hvernig leikurin fór! Ég sá aðeins á hann þegar var hálfleikur og þá var staðan ekki góð fyrir Íslendinga en síðan þegar ég var komið á hlaupabrettið í Baðhúsinu þá var ljóst að Íslendingar myndu hafa það af og unnu. Mér er samt nokkuð sama árangur okkar í handbolta, við erum að eyða fullt af peningum í að koma öllu liðinu til útlanda og um leið er talað um aukna fátækt á Íslandi bla bla. Hver stjórnar peningaflæði ríkiskassans spyr ég bara??

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Ég fór í Blá Lónið á sunnudaginn var! MMM það var æðislegt. Við Gunnar brunuðum út eftir þegar við vorum búin að fá okkur gómsætt bakaríisbrauð og meðlæti. Við vorum svo heppin að fá 2 fyrir 1 á 980 krónur, annars hefðum við þurft að borga 1960 krónur sem er nú morðfjár.Það er frekar langt síðan ég kom síðast í Lónið og það er núna orðið svakalega flott. Næstum sléttur botn svo að það er lítil hætta á að meiða litlu táslurnar! Vatnið bláa var heitt og gott en á tímabili var það aðeins of heitt! Það var svona helmingurinn útlendingar og helmingurinn Íslendingar sem mér þykir nú bara óvenjulegt. En það er nú bara janúar og lítið af feramönnum hérna núna. Á sumrin eru örugglega miklu fleiri ferðamenn í Bláa Lóninu og það er þá örugglega miklu meira troðið heldur en á síðastliðinn sunnudag!

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Jóna Ofvirk Guðjónsdóttir ætti að vera nafnið mitt! Ég fór í tvöfaldan tíma í gær!!! Fyrst fór ég í Body Combat og síðan fór ég í brennslu/púl hjá Önnu Maríu. Þetta var nú samt ekki voðalega mikill brennslu eða púl tími! Notuðum lóð, síðan var rútína þar sem kennarinn var alltaf að ruglast. Ég held sko að kennarinn hafi ruglast svona 4 sinnum í rútínunni :( Fyrir þá sem fara í eróbikk tíma vita þeir hvað það er leiðinlegt þegar kennarinn getur ekki gert sína eigin rútínu rétt.

Alleveganna. Ég á sem sagt að vera í tíma núna en hann féll niður. Típískt að kennarinn sé að fæða barn núna...Or something...

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Sko ekki það að ég geti gert multi armbeigur allar í einu. Ég er komin upp í 76 armbeigjur (alltaf að gera fleiri en síðast) en þær geri ég á smá tíma, 15 í einu og síðan er hvílt, síðan aftur 15 og svo framvegis.
Núna er ég á leiðinni í Body Combat tíma hjá Ásu meinatækninema og ég hlakka mjög mikið til. Ég er öll inn í þessu líkamsræktardóti þessa daganna! Jibbý, það er svo gott að vera í góðu formi.

En samt ætti ég líka að vera að læra. Ég á að gera verkefni í sifjum fyrir morgundaginn! Ég er samt byrjuð að læra eitthvað, kennararnir eru bara svo lengi að koma námsefninu frá sér, að maður getur ekki byrjað á fullu strax.

þriðjudagur, janúar 21, 2003

Bókhlaðan er málið í dag. Ég mætti á svæðið klukkan 11 og er rosalega dugleg að læra. Ég er búin að lesa fullt í kenningum og er að fara að klára það sem á að lesa í Rannsóknum fyrir morgundaginn. En maður má líka fara smá í tölvuna, maður verður nú að láta heyra í sér á Blogginu svona af og til. Nemendaskrá er ekki búin að skrá mig í Kenningar, þetta pakk er ekki alveg að standa sig! En hvað um það!

Unnur er að koma heim og við erum að fara að djamma saman, það er svo gaman! Svo erum við að fara í afmæli til Adda, það á að vera í grímubúining... Hver veit nema maður verði bara "undercover spy" í venjulegum djammfötum, jibbý. Já eða þá eskimoi vegna þess að það er svo kalt úti þessa dagana! BBrrr

mánudagur, janúar 13, 2003

Núna er Jónan byrjuð aftur í skólanum og tími kominn til að fara að bloga aftur! Ég hef breyst í tölvunörd á síðasta korterinu því mér tókst að laga heimasíðuna mína og skíra hana eitthvað!! Frábært, frábært.
Þreyttur líkami.is Það er málið! Fór í 90 mín. Les Mills masterclass í gær. Þar var kennt Body - Pump - Step - Attac - Jam - Combat - Balance. Gaman gaman. Ég er líka að byggja upp armbeygju þolið mitt, komin upp í 75 á tánum!! Geri aðrir betur eftir að hafa ekki verið að æfa í heilan mánuð!!
Bráðum kemur upp ný myndasíða þar sem verða fullt fullt af myndum sem ég og Gunnar höfum verið að taka á nýju stafrænu myndavélina hans Gunnars. Meira gaman gaman.
Síja