þriðjudagur, maí 27, 2003

Fór á Matrix á sunnudaginn. Cool mynd, heimspeki, langar senur, orð og sólgleraugu. Það er það sem ég hef að segja um þessa mynd.

föstudagur, maí 16, 2003

Q-borgarar Ekki hamborgarar, heldur Q-borgarar. Það er ekkert ham í Q-borgurunum og þá gengur nafnið ekki, því það eru kjúklingar í Q-borgurum!!!
Núna er ég byrjuð að vinna. Fullt að gera bæði í dag og í gær!! Það er ofsalega gott að vera byrjaður að vinna. Maður þarf ekkert að hugsa um heimavinnu, mætir bara klukkan átta og fer heim klukkan fjögur.

mánudagur, maí 12, 2003

laugardagur, maí 10, 2003

Cogito ergo doledo... Ég hugsa þess vegna þjáist ég. Sá þetta áðan. He he, fyndið :) Á að vera cogito ergo sum; ég hugsa, þess vegna er ég; en þetta er líka fyndið. Ég vil nú reyndar halda því fram að ég sé vegna þess að ég hugsa, hvernig getur maður þjáðst áður en að hugsa???
Pæling

fimmtudagur, maí 08, 2003

Ég ætla að klára Ferðina að miðju heimsins í dag! Rosa fyndin bók. 140 ár síðan hún var skrifuð! Hí hí.
Ég ætla líka að búa til hamborgara í dag. Ég ætla að elda fyrir hann Gunnar minn af því að hann er búinn að vera svo ofsalega duglegur að vinna í ritgerðinni sinni!
Fór í bíltúr í gær með honum Gunnari besta í heimi. Við keyrðum um Arnarnesið. DÍSES, er ekki í lagi með fólk?? Þetta voru allt HUMONGUS hús með nýjum BMW eða einhverjum jeppum fyrir utan! Ohh. Leið eins og ég væri á stað þar sem fræga og ríka fólkið kemur saman til að monnta sig af því hvað það á stór hús og flotta bíla. Ég bjóst hálfvegis við því að hverfislöggan myndi mæta á svæðið og vísa okkur Gunnari í burtu. Við höfum örugglega litið út fyrir að vera glæpónar sem voru að ,,tékka" á hverfinu fyrir næsta innbrot!
Eitt var samt fyndið í þessu ríkisbubbahverfi. Það var snjóboltinn! Eitt húsið var eins og snjóbolti í laginu. Gæti þess vegna hafa verið flutt úr leikmynd fyrir Star Wars, eða eitthvað álíka!

Þegar sjokkið var farið eftir rúnt um milljarða-hverfi fórum við Gunnar í Álfheimaísbúð! Ekki þó í Álfheimum, heldur í Faxafeni (eða Fákafeni, eitthvað...). Nammi namm, Kjörís. Kjörís er bestur í heimi. Svo var hann líka ofsalega ódýr, Ég borgaði einungis 165 krónur fyrir barnaís með lúxusídýfu og lakkrís (fyrir mig) og venjulegan ís með lúxusídýfu (fyrir Gunnar). Nammi mann. Við hámuðum í okkur ísinn, gott gott.

Guðný er farin að leigja með honum Kristjáni sínu. Til hamingju Guðný!
Fór í Body Step um daginn. Leið eins og einhverjum hálfvita því að ég var alveg að gefast upp, þreytt.is!!! Turquis blue band var komin í rautt outfitt! Men talandi um að vera í stíl! Einn daginn er hún í turquis bláum bol og ennisband í stíl, næsta dag mætir hún í rauðum bol með rautt ennisband í stíl! Ég meina það...
En ef fólk vill eyða monningunum sínum í föt til að líta vel út í gymminum, þá ætla ég svo sem ekki að segja neitt!

mánudagur, maí 05, 2003

Perli ældi áðan! Hafið þið einhverntíman séð hund æla??
Jæja, það eru nú ekki rosalega margir sem þekkja mig 100% Ég veit að prófið mitt var erfitt, hvað haldiði að ég kunni eitthvað að búa til svona próf??

Oj það er leiðinlegt að blogga þegar maður hefur ekkert að segja!!