þriðjudagur, desember 26, 2006

Ég get ekki annað sagt en að það sé kominn smá spenningur í kroppinn. Vííí.

föstudagur, desember 22, 2006

Jólafríið byrjað

Jæja þá er maður bara kominn í 11 daga jólafrí, sjibbý kóla. Tók mér frí í vinnunni í dag og svo er ég líka í fríi á miðvikudag, finntudag og föstudag sem þýðir að ég hef nælt mér í 11 daga samfleytt jólafrí.
Fór ekki á fætur fyrr en um 9:30 sem mér finnst vera líxus miðað við að ég fer venjulega á fætur 6:30. Gott að sofa maður. Fékk mér sérstakt ká í morgunmat og fór svo að skrifa jólakort. Akkúrat núna eru lakkrískökurnar að bakast, eða þorna eins og stendur í Nönnu. Þetta var eiginlega svolítið fyndið þegar ég var að setja kökurnar á plötuna. Ég var búin að einbeita mér að því að sletta kökunum eins þétt og hægt var á plötuna svo að ég gæti komið öllum kökunum inn í ofnin í einu. Þegar ég er búin að troða á eina plötu og er að fara að byrja á næstu þá fatta ég að ég gleymdi að setja lakkrísinn í marengsinn. Úbbs. Jæja, ég skúbbaði leðjunni bara aftur yfir í skálina og hellti lakkrísnum útí. Gott að gera lakkrískökur en gleyma lakkrísnum. Ha ha ha.
Þegar þessar kökur verða tilbúnar þá verða ég búin að gera 4 tegundir af smákökum og ég held að það geti nú bara talist alveg ágætt.

Í dag er svo planið að fara aðeins í heimsókn til ömmu, fara í leikfimi (3. skipti í desember!!!), fara með einhverjar gjafir og kannski næ ég að plata Gunnar til að fara með mér í Ikea. Mu ha ha.

Annars var ég einmitt að rifja það upp hvað ég var að gera fyrir einu ári síðan. Við Gunnar voru í Vang Vieng í kommúnistríkinu Laos. Chill chill. Á þorláksmessu tókum við svo rútu til höfuðborgarinnar og þá hófst leit að vegabréfunum okkar, en á tímabili hélt ég að við værum búin að tapa þeim. Gott jólastress það. Núna er það bara jólastress yfir smákökubakstri og jólagjöfum en í fyrra var aðalstressið að finna vegabréfin. Ég vil nú eiginlega vera frekar stressuð yfir smákökum og jólagjöfum en að vera búin að tapa vegabréfi.

Allaveganna hlakka ég ágætilega mikið til jólanna í þetta skiptir. Þessi tími er líka einstaklega viðburðaríkur hjá okkur Gunnari, mikið að gerast. Jei!

fimmtudagur, desember 21, 2006

Dimmasti dagur ársins.

Er það dagurinn í dag eða dagurinn á morgun sem er dimmasti dagur ársins. Er ekki alveg viss en ég vona allaveganna að það sé í dag. Það er búið að vera alveg svakalega dimmt yfir og ég sá bara næstum enga dagsbirtu í dag. Á morgun fer svo að birta. Jei. Gaman gaman.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Afrekaði það í dag að vera í fjóra kluktíma í hárgreiðslu, ég meina 4 KLUKKUTÍMA!!! Núna er ég komin með nýjan háralit og hugmynd að gejjaðri greiðslu. Rosa skemmtilegt allt saman. Er búin að fara tvisvar í leikfimi í desember. Úbbs. Lýtur ekki út fyrir að ég nái að fara 20 sinnum í mánuðinum. Verð bara að borða minna, það virkar vel líka.

Jæja, best að fara að sofa. Góða nótt.

mánudagur, desember 04, 2006

Takk fyrir mig kæru vinkonur.
Þið eruð langbestar í öllum heiminum.
Hundskemmtilegt.

föstudagur, desember 01, 2006

1.desember

Til hamingju Ísland, gleðilegan fullveldisdag.

Jæja þá er bara kominn desember og árið er að fara að verða búið. Núna er upp runnin sá tími þar sem ljólaljósin skína sem bjartast og skammdegið er sem mest.

Það sem mig langar að gera í desember er:

  • Baka 5 -6 sortir af smákökum+
  • Búa til jólagjafir
  • Senda út jólakort
  • Skreyta heimilið
  • Kaupa jólatré
  • Fara amk 20 sinnum í gymmið

Nú nú, bara stuttur listi. Sjáum samt hvað ég næ að komast yfir. Ég skila skýrslu í byrjun janúar :)