fimmtudagur, janúar 30, 2003

Bra bra og bre bre. Til hamingju Íslenska landsliðið með sigurinn í gær. Ég er nú ekki mikill hadboltaáhugamaður-kona en ég veit þó hvernig leikurin fór! Ég sá aðeins á hann þegar var hálfleikur og þá var staðan ekki góð fyrir Íslendinga en síðan þegar ég var komið á hlaupabrettið í Baðhúsinu þá var ljóst að Íslendingar myndu hafa það af og unnu. Mér er samt nokkuð sama árangur okkar í handbolta, við erum að eyða fullt af peningum í að koma öllu liðinu til útlanda og um leið er talað um aukna fátækt á Íslandi bla bla. Hver stjórnar peningaflæði ríkiskassans spyr ég bara??

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Ég fór í Blá Lónið á sunnudaginn var! MMM það var æðislegt. Við Gunnar brunuðum út eftir þegar við vorum búin að fá okkur gómsætt bakaríisbrauð og meðlæti. Við vorum svo heppin að fá 2 fyrir 1 á 980 krónur, annars hefðum við þurft að borga 1960 krónur sem er nú morðfjár.Það er frekar langt síðan ég kom síðast í Lónið og það er núna orðið svakalega flott. Næstum sléttur botn svo að það er lítil hætta á að meiða litlu táslurnar! Vatnið bláa var heitt og gott en á tímabili var það aðeins of heitt! Það var svona helmingurinn útlendingar og helmingurinn Íslendingar sem mér þykir nú bara óvenjulegt. En það er nú bara janúar og lítið af feramönnum hérna núna. Á sumrin eru örugglega miklu fleiri ferðamenn í Bláa Lóninu og það er þá örugglega miklu meira troðið heldur en á síðastliðinn sunnudag!

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Jóna Ofvirk Guðjónsdóttir ætti að vera nafnið mitt! Ég fór í tvöfaldan tíma í gær!!! Fyrst fór ég í Body Combat og síðan fór ég í brennslu/púl hjá Önnu Maríu. Þetta var nú samt ekki voðalega mikill brennslu eða púl tími! Notuðum lóð, síðan var rútína þar sem kennarinn var alltaf að ruglast. Ég held sko að kennarinn hafi ruglast svona 4 sinnum í rútínunni :( Fyrir þá sem fara í eróbikk tíma vita þeir hvað það er leiðinlegt þegar kennarinn getur ekki gert sína eigin rútínu rétt.

Alleveganna. Ég á sem sagt að vera í tíma núna en hann féll niður. Típískt að kennarinn sé að fæða barn núna...Or something...

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Sko ekki það að ég geti gert multi armbeigur allar í einu. Ég er komin upp í 76 armbeigjur (alltaf að gera fleiri en síðast) en þær geri ég á smá tíma, 15 í einu og síðan er hvílt, síðan aftur 15 og svo framvegis.
Núna er ég á leiðinni í Body Combat tíma hjá Ásu meinatækninema og ég hlakka mjög mikið til. Ég er öll inn í þessu líkamsræktardóti þessa daganna! Jibbý, það er svo gott að vera í góðu formi.

En samt ætti ég líka að vera að læra. Ég á að gera verkefni í sifjum fyrir morgundaginn! Ég er samt byrjuð að læra eitthvað, kennararnir eru bara svo lengi að koma námsefninu frá sér, að maður getur ekki byrjað á fullu strax.

þriðjudagur, janúar 21, 2003

Bókhlaðan er málið í dag. Ég mætti á svæðið klukkan 11 og er rosalega dugleg að læra. Ég er búin að lesa fullt í kenningum og er að fara að klára það sem á að lesa í Rannsóknum fyrir morgundaginn. En maður má líka fara smá í tölvuna, maður verður nú að láta heyra í sér á Blogginu svona af og til. Nemendaskrá er ekki búin að skrá mig í Kenningar, þetta pakk er ekki alveg að standa sig! En hvað um það!

Unnur er að koma heim og við erum að fara að djamma saman, það er svo gaman! Svo erum við að fara í afmæli til Adda, það á að vera í grímubúining... Hver veit nema maður verði bara "undercover spy" í venjulegum djammfötum, jibbý. Já eða þá eskimoi vegna þess að það er svo kalt úti þessa dagana! BBrrr

mánudagur, janúar 13, 2003

Núna er Jónan byrjuð aftur í skólanum og tími kominn til að fara að bloga aftur! Ég hef breyst í tölvunörd á síðasta korterinu því mér tókst að laga heimasíðuna mína og skíra hana eitthvað!! Frábært, frábært.
Þreyttur líkami.is Það er málið! Fór í 90 mín. Les Mills masterclass í gær. Þar var kennt Body - Pump - Step - Attac - Jam - Combat - Balance. Gaman gaman. Ég er líka að byggja upp armbeygju þolið mitt, komin upp í 75 á tánum!! Geri aðrir betur eftir að hafa ekki verið að æfa í heilan mánuð!!
Bráðum kemur upp ný myndasíða þar sem verða fullt fullt af myndum sem ég og Gunnar höfum verið að taka á nýju stafrænu myndavélina hans Gunnars. Meira gaman gaman.
Síja