þriðjudagur, janúar 28, 2003

Ég fór í Blá Lónið á sunnudaginn var! MMM það var æðislegt. Við Gunnar brunuðum út eftir þegar við vorum búin að fá okkur gómsætt bakaríisbrauð og meðlæti. Við vorum svo heppin að fá 2 fyrir 1 á 980 krónur, annars hefðum við þurft að borga 1960 krónur sem er nú morðfjár.Það er frekar langt síðan ég kom síðast í Lónið og það er núna orðið svakalega flott. Næstum sléttur botn svo að það er lítil hætta á að meiða litlu táslurnar! Vatnið bláa var heitt og gott en á tímabili var það aðeins of heitt! Það var svona helmingurinn útlendingar og helmingurinn Íslendingar sem mér þykir nú bara óvenjulegt. En það er nú bara janúar og lítið af feramönnum hérna núna. Á sumrin eru örugglega miklu fleiri ferðamenn í Bláa Lóninu og það er þá örugglega miklu meira troðið heldur en á síðastliðinn sunnudag!

Engin ummæli: