mánudagur, nóvember 11, 2002

Gimli

Gimli Gloin's son

Ef ég væri persóna í The Lord of the Rings,væri ég dvergurinn Gimli, tilbúinn í að láta orkahausana fljúga af, he he.

Sá sem leikur mig í myndinni heitir John Rhys-Davies.

Hver ætli þú sért?
Zovakware Lord of the Rings Test with Perseus Web Survey Software

sunnudagur, nóvember 10, 2002

Kannski ætla ég að fara og kaupa ný föt núna á eftir. Hver veit nema það gæti verið í Söru!! Vííí. En ég ætla nú að kíkja í aðrar búðir líka.
Ok, ég nenni nú ekkert að vera að tala um innkaup sem sennilegast verða ekki!! En... Hvað um thad.´
Non't say a word. Ég horfði á hana í gærkvöldi, fín mynd..

Vá hvað ég nenni ekki að blogga núna, bæ bæ.

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Magavöðvar!!! Hvar eruð þið???
Mig langar í magavöðva, ég veit að þeir eru þarna einhversstaðar en ég sé þá bara ekki. Mig langar líka í ný mál!! Jæja þá vita allir það mig langar til að vera öðruvísi, þ.e. í laginu!! Ég var að vonast til að það væri nóg að fara í leikfimi þrisvar í viku.. En það er greinilega ekki nóg. Ætli sex sinnum í viku sé nóg?? Kannski ekki ef maður borðar mikið af óhollum mat og sælgæti. Talandi um það: Það er megavika á Dominos núna og ég smakkaði einmitt ógeðslega góða pizzu í gærkvöldi, New York. Nammi nammi.

Hvað um það mig langaði bara svo rosalega mikið í pizzu í gær svo að ég skellti mér bara á eina eftir að ég var búin í Survivor! Borðaði heila pizzu EIN.. Nei nei, bara að djóka!

Ég fór í survivor í gærkvöldi og það var ágætt, ekki besti tími í heim en ágætur!! Síðan fór ég að lyfta með litla félaganum mínu, honum TGS. TGS er æfingafélagin minn, ég sting honum í tækinn og hann pínir mig áfram. Hann segir voðalega lítið en er skárri en ekki neitt, því aðenginn nennir að lyfta með mér.. :(

Ble í bili

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Kona sefur við hliðina á dauðum eiginmanni sínum.
Kona í Louisiana í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir geyma lík eiginmanns síns og sofa við hlið hans. Talið er að maðurinn hafi dáið fyrir um mánuði síðan. Lögreglan í Louisiana komst á snoðir um málið þegar hún fékk kvartanir út af hundi þeirra hjóna. Myra Foreman tók á móti lögreglumönnunum og bauð þeim kaffi. Því næst hóf hún að tala um líf sitt og eiginmann og benti mönnunum á hvar maður sinn sat. Þeim til skelfingar var
hann steindauður og farinn að lykta heldur illa. Myra dvelur nú á geðveikrahæli.

Dauðinn er óumflýjanlegjur, jafnvel þó honum sé afneitað í lengstu lög...

Voff!

Konungur Svasílands kvænist í tíunda sinn
Síðasti einvaldi konungur Suður-Afríku, Mswati konungur af Svasílandi, hefur valið 18 ára skólastúlku, sem tíundu eiginkonu sína.

Hinn 34 ára konungur valdi Ayanda Nolichwa Ntentesa sem eiginkonu eftir að hann sá hana dansa í hefðbundinni danssýningu í landinu síðastliðinn sunnudag. Þar var saman kominn fjöldi berbrjósta stúlkna, sem reyndu að vekja athygli konungsins. Ntentesa er sögð vera hrein mey en Mswati hefur bannað stúlkum undir 19 ára aldri að stunda kynlíf. Konungurinn var sagður vilja endurvekja fornar hreinlífisreglur til að draga úr útbreiðslu alnæmis í Svasílandi. Talið er að um 32,5% fullorðinna í landinu séu HIV-jákvæðir og um 7.000 deyja úr alnæmi á ári hverju. Um milljón manns býr í Svasílandi.

Mswati kvæntist 18 ára gömlu Nontsetselo Magongo við leynilega athöfn aðeins tæpri viku eftir að hann kvæntist unnustu sinni til langs tíma, Angel Dlamini.



Heimild: Mbl