þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Voff!

Konungur Svasílands kvænist í tíunda sinn
Síðasti einvaldi konungur Suður-Afríku, Mswati konungur af Svasílandi, hefur valið 18 ára skólastúlku, sem tíundu eiginkonu sína.

Hinn 34 ára konungur valdi Ayanda Nolichwa Ntentesa sem eiginkonu eftir að hann sá hana dansa í hefðbundinni danssýningu í landinu síðastliðinn sunnudag. Þar var saman kominn fjöldi berbrjósta stúlkna, sem reyndu að vekja athygli konungsins. Ntentesa er sögð vera hrein mey en Mswati hefur bannað stúlkum undir 19 ára aldri að stunda kynlíf. Konungurinn var sagður vilja endurvekja fornar hreinlífisreglur til að draga úr útbreiðslu alnæmis í Svasílandi. Talið er að um 32,5% fullorðinna í landinu séu HIV-jákvæðir og um 7.000 deyja úr alnæmi á ári hverju. Um milljón manns býr í Svasílandi.

Mswati kvæntist 18 ára gömlu Nontsetselo Magongo við leynilega athöfn aðeins tæpri viku eftir að hann kvæntist unnustu sinni til langs tíma, Angel Dlamini.Heimild: Mbl


Engin ummæli: