miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Magavöðvar!!! Hvar eruð þið???
Mig langar í magavöðva, ég veit að þeir eru þarna einhversstaðar en ég sé þá bara ekki. Mig langar líka í ný mál!! Jæja þá vita allir það mig langar til að vera öðruvísi, þ.e. í laginu!! Ég var að vonast til að það væri nóg að fara í leikfimi þrisvar í viku.. En það er greinilega ekki nóg. Ætli sex sinnum í viku sé nóg?? Kannski ekki ef maður borðar mikið af óhollum mat og sælgæti. Talandi um það: Það er megavika á Dominos núna og ég smakkaði einmitt ógeðslega góða pizzu í gærkvöldi, New York. Nammi nammi.

Hvað um það mig langaði bara svo rosalega mikið í pizzu í gær svo að ég skellti mér bara á eina eftir að ég var búin í Survivor! Borðaði heila pizzu EIN.. Nei nei, bara að djóka!

Ég fór í survivor í gærkvöldi og það var ágætt, ekki besti tími í heim en ágætur!! Síðan fór ég að lyfta með litla félaganum mínu, honum TGS. TGS er æfingafélagin minn, ég sting honum í tækinn og hann pínir mig áfram. Hann segir voðalega lítið en er skárri en ekki neitt, því aðenginn nennir að lyfta með mér.. :(

Ble í bili

Engin ummæli: