þriðjudagur, desember 26, 2006

Ég get ekki annað sagt en að það sé kominn smá spenningur í kroppinn. Vííí.

föstudagur, desember 22, 2006

Jólafríið byrjað

Jæja þá er maður bara kominn í 11 daga jólafrí, sjibbý kóla. Tók mér frí í vinnunni í dag og svo er ég líka í fríi á miðvikudag, finntudag og föstudag sem þýðir að ég hef nælt mér í 11 daga samfleytt jólafrí.
Fór ekki á fætur fyrr en um 9:30 sem mér finnst vera líxus miðað við að ég fer venjulega á fætur 6:30. Gott að sofa maður. Fékk mér sérstakt ká í morgunmat og fór svo að skrifa jólakort. Akkúrat núna eru lakkrískökurnar að bakast, eða þorna eins og stendur í Nönnu. Þetta var eiginlega svolítið fyndið þegar ég var að setja kökurnar á plötuna. Ég var búin að einbeita mér að því að sletta kökunum eins þétt og hægt var á plötuna svo að ég gæti komið öllum kökunum inn í ofnin í einu. Þegar ég er búin að troða á eina plötu og er að fara að byrja á næstu þá fatta ég að ég gleymdi að setja lakkrísinn í marengsinn. Úbbs. Jæja, ég skúbbaði leðjunni bara aftur yfir í skálina og hellti lakkrísnum útí. Gott að gera lakkrískökur en gleyma lakkrísnum. Ha ha ha.
Þegar þessar kökur verða tilbúnar þá verða ég búin að gera 4 tegundir af smákökum og ég held að það geti nú bara talist alveg ágætt.

Í dag er svo planið að fara aðeins í heimsókn til ömmu, fara í leikfimi (3. skipti í desember!!!), fara með einhverjar gjafir og kannski næ ég að plata Gunnar til að fara með mér í Ikea. Mu ha ha.

Annars var ég einmitt að rifja það upp hvað ég var að gera fyrir einu ári síðan. Við Gunnar voru í Vang Vieng í kommúnistríkinu Laos. Chill chill. Á þorláksmessu tókum við svo rútu til höfuðborgarinnar og þá hófst leit að vegabréfunum okkar, en á tímabili hélt ég að við værum búin að tapa þeim. Gott jólastress það. Núna er það bara jólastress yfir smákökubakstri og jólagjöfum en í fyrra var aðalstressið að finna vegabréfin. Ég vil nú eiginlega vera frekar stressuð yfir smákökum og jólagjöfum en að vera búin að tapa vegabréfi.

Allaveganna hlakka ég ágætilega mikið til jólanna í þetta skiptir. Þessi tími er líka einstaklega viðburðaríkur hjá okkur Gunnari, mikið að gerast. Jei!

fimmtudagur, desember 21, 2006

Dimmasti dagur ársins.

Er það dagurinn í dag eða dagurinn á morgun sem er dimmasti dagur ársins. Er ekki alveg viss en ég vona allaveganna að það sé í dag. Það er búið að vera alveg svakalega dimmt yfir og ég sá bara næstum enga dagsbirtu í dag. Á morgun fer svo að birta. Jei. Gaman gaman.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Afrekaði það í dag að vera í fjóra kluktíma í hárgreiðslu, ég meina 4 KLUKKUTÍMA!!! Núna er ég komin með nýjan háralit og hugmynd að gejjaðri greiðslu. Rosa skemmtilegt allt saman. Er búin að fara tvisvar í leikfimi í desember. Úbbs. Lýtur ekki út fyrir að ég nái að fara 20 sinnum í mánuðinum. Verð bara að borða minna, það virkar vel líka.

Jæja, best að fara að sofa. Góða nótt.

mánudagur, desember 04, 2006

Takk fyrir mig kæru vinkonur.
Þið eruð langbestar í öllum heiminum.
Hundskemmtilegt.

föstudagur, desember 01, 2006

1.desember

Til hamingju Ísland, gleðilegan fullveldisdag.

Jæja þá er bara kominn desember og árið er að fara að verða búið. Núna er upp runnin sá tími þar sem ljólaljósin skína sem bjartast og skammdegið er sem mest.

Það sem mig langar að gera í desember er:

  • Baka 5 -6 sortir af smákökum+
  • Búa til jólagjafir
  • Senda út jólakort
  • Skreyta heimilið
  • Kaupa jólatré
  • Fara amk 20 sinnum í gymmið

Nú nú, bara stuttur listi. Sjáum samt hvað ég næ að komast yfir. Ég skila skýrslu í byrjun janúar :)

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Hversu svekkjandi er að fara fyrr úr vinnunni og labba í ógeðisveðri niður í Baðhús til þess eins að komast að því að kennarinn sem kennir Balance verður ekki með tíman í dag, heldur er sennilegast leiðinlegasti kennari Baðhússins með tímann? Það er alveg ótrúlega fúlt, sérstaklega vegna þess að mig hlakkaði virkilega til að fara í þennan tíma og balancera mig. Var rúmlega helminginn af tímanum en hætti þegar byrjað var á jafnvægisæfingum. Iss piss, ég nenni nú ekki að vera í einhverjum brjáluðum jafnvægisæfingum hjá brjáluðum kennara svo að ég fór bara aðeins að æfa vöðvana mína og teygja bara sjálf á.

Massi!!!

mánudagur, nóvember 27, 2006

Það er í tísku

Ég held að það sé í tísku að hella bjór í hárið á mér. Ég meina, ég fór að djamma um helgina og tvisvar sinnum var helt bjór yfir hárið á mér og einu sinni var ég bjórblaut á bringunni. Svo að ég minnist nú á það líka þá hefur lengi verið í tísku að stíga á mig á djamminu og oftast þegar ég vakna daginn eftir þá er ég með marbletti á löppunum. Þegar við vorum að fara út af Sólon þá steig einn dyravörðurinn á mig. Ég sagði bara þakkaði honum kurteisislega fyrir að hafa stigið á mig og hann sagði bara fyrirgefðu.
Tvisvar lennti ég í því að hárið á mér festis einhversstaðar. Einu sinni vorum við í biðröð og hárið á mér festist í einhverjum með þeim afleiðingum að þegar loksins kom að því að við stöllurnar áttum að fá að fara inn þá komst ég ekki neitt vegna þess að ég var föst í einhverjum. Hildigunnur reddaði mér samt og við komumst loksins inn á skemmtistaðinn.
Það var líka sett met í skemmtistaðaflakki um helgina. Fórum á fimm skemmtistaði og meira að segja tvisvar á einn. Hressó til að byrja með, fín stemmning og góð tónlist, rassaklíparar í miklu aksjóni. Sólon, massa mikið af reyk og smástelpum (og strákum). Tókst að brjóta hringinn minn :( Hverfisbarinn, Skemmtó tónlist og ágætis bjór. Bar 11, mega furðulegt fólk og alveg pakkað. Það var sko varla hægt að hreyfa sig þarna inni, svo pakkaður var þessi pínulitli staður. Vegamót, lengsta biðröðin og styðsta viðveran. Mér fannst nú ágætlega skemmtilegt þarna en stelpurnar voru ekki alveg að fíla sig svo að við fórum bara út eftir stutta stund og fórum aftur á Hressó. Rosa gaman að prófa bara fullt af skemmtistöðum. Vííí

Já já. Alltaf gaman að fara á djammið í borg óttans.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Vá maður það er bara kominn nóvember og hann er meira að segja að verða búinn. Bara örfáir dagar til jóla og síðan bara nokkrir dagar til viðbótar í stóra daginn. Jibbý jei. Ég er nú farin að vera ágætlega spennt ef ég á að viðurkenna það.

Búin að lesa Eldest og ég hlakka mikið til að lesa bók 3. Vei

Heyrðu, ég er bara ekki í miklu stuði akkúrat núna, læt kannski heyra meira frá mér seinna í dag :)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Fyrir ári síðan vorum við Gunnar í Mangalore á Indlandi. Það var ein af skemmtilegri borgum sem við fórum til, ekki vegna þess að þar var mikið af flottu og spennandi dóti til að skoða og gera, það var bara frábært að eiga góðan dag í indverskri borg án þess að upplifa allt þetta ferðamannavesen. Svo var líka einstaklega góður og ÓDÝR matur sem við fengum þarna. Vá hvað mig langar aftur til Indlands. Það verður víst að bíða betir tíma, held að mig langi að fara í nýja heimsálfu næst þegar ég fer á flakk. Ég hef aldrei komið til suður-ameríku og ég hef bara verið einn dag í mið-ameríku svo að hugurinn leitar þangað. Slef, slef. Svo hef ég reyndar bara komið til Afríku norðan sahara svo að sunnanverð Afríka er alveg eftir. Slef, slef. Spurnig hvað verður fyrir valinu næsta sumar??

Annars er bara allt í góðu hjá mér. Undirbúningur í fullum gangi. Sat uppi í sófa í gær þangað til ég var orðin rangeygð, ekki af sjónvarpsglápi helgur af því að þræða perlur upp á vír. Mjög skemmtilegt. Það var reynar kveikt á sjónvarpinu og ég fylgdist með því þegar ég leit upp frá föndrinu. Innlit - Útlit var fyrst á dagskrá hjá mér, alveg glimmrandi ágætur þáttur. Gaman að sjá líka þar sem herbergi/heimili eðlilegs fólks eru tekin fyrir. Næst horfði ég á seinni helming af einum þætti og fyrri helming úr næsta í seríunni 24. Hef eiginlega ekkert horft á þessa þætti og ég verð að segja að þetta eru ekki svona þættir sem maður dettur inn í ef maður horfir bara á einn og einn. En eins og ég segi þá var ég að föndra og það var ágætt fyrir mig að hafa kveikt á imbanum svo að ég myndi nú ekki sofna yfir perlunum.

Í kvöld er það svo dans, vei!! Heyrði samt í útvarpinu áðan að þeir sem væru í dansi væri hálfitar eða hommar. En ef þeir væru hommar þá væri það nú samt í lagi að dansa af því að þeir væru hvort eð er svo skrítnir fyrir. Er ekki alveg sammála þessu, það er alveg hörkustuð hjá okkur í dansinum, held meira að segja að strákunum finnist þetta lúmst gaman.

fimmtudagur, október 26, 2006

Er ég feit?

Helginni varið í Kaupmannahöfn: Rosalega gaman. Bjór, bjór og rauðvín. Góður matur. Chai. Föt, föt og föt. Verslaði mér hvíta ullarkápu og hvíta támjóa skó. Hundskemmtilegt.

Á tímabili fannst ég mér vera alveg svakalega feit. Ég leitaði um allt að fötum sem pössuðu á mig en það eina sem ég fann var í of litlum stærðum og þá hugsaði ég með mér að ég væri orðin svo feit að ég passaði ekki í neitt í búðinni. Síðan þegar ég loksins fann eitthvað sem passaði á feita og sveitta rassinn minn þá beið ég í biðröð eftir að geta horft á mig í speglinum inni í búningsklefanum. Þegar ég var komin í fötin fannst mér ég líta alveg hræðilega út, húðin neonhvít og þvöl eftir að hafa verið heitt inni í búðinni. Ljósin inn í búningsklefanum rosa sterk og óaðlaðandi og spegillinn allt of nálægt svo að það var ekki hægt að komast hjá því að sjá asnalega spegilmynd af sjálfum sér.

En þegar ég kom út úr búðinni þá fór ég að hugsa aðeins út fyrir kassan. Kannski að mín stærð sé bara aðalstærðin og það sé ástæðan fyrir því að hún sé uppseld og bara eftir stærðir sem smástelpur passa í. Ég sá auðvitað líka stærðir sem voru of stórar á mig.
Mátunarklefar eru manns versti óvinur þegar kemur að því að láta mann líta vel út, ég veit það ósköp vel. Þegar ég kom heim á hótel, búin að fara í sturtu og komin í nýju fötin þá sá ég að ég var bara þokkalega vel útlítandi.

Boðskapur sögunnar: Ég er ekki feit, ég er normal. Mátunarklefar eru ósniðugir.

Ps. Þegar ég var í Kaupmannahöfn borðaði ég mikið af óhollum mat og drakk bjór. Fékk mér einu sinni smörrebröd með svo miklu mæjónesi að mér var illt í maganum í marga klukkutíma: Ógeðslegt. Samt var ég búin að léttast þegar ég steig á vigtina í dag eftir vikufrí frá gymminu. Hundskemmtilegt.

Jæja, best að fara að koma sér að verki. Missjón kvöldsins er að reyna að klára að föndra boðskort svo að aðeins eigi eftir að setja texta í þau.

fimmtudagur, október 19, 2006

miðvikudagur, október 18, 2006

Draumfarir

Í morgun vaknaði ég við það að ég var að fara að gifta mig. Mamma var að flétta á mér hárið en það tókst eitthvað illa og allt í einu tók ég eftir að klukkan var orðin hálf sex, hálftími í brúðkaup og ég ekki tilbúin. Ég var ómáluð og allar sokkabuxurnar mínar voru með lykkjufalli á!

Vá maður. Held að það sé eitthvað stress í gangi.

Annars er bara allt gott að frétta. Rosa gaman í bústað og svo eru bara nokkrir dagar í útlandaferð. Jei.


Hilsen Pilsen

þriðjudagur, október 10, 2006

Upptalning

Nenni ekki að skrifa einhvern frambærilegan texta svo
ég þetta verður bara listi hjá mér í þetta sinnið.


  • Bara 81 dagur í stóra daginn og ég á eftir að redda milljón trilljón hlutum
  • 10 dagar í utanlandsferð
  • 3 dagar í át, bjór og pottaferð
  • Í dag var 8 dagurinn í röð sem ég fer í líkamsrækt. Ég fer á morgun og hinn og svo er frí í 3 daga vegna áts og pottaferða
  • Rauður Kristall + er alveg ágætur en mér finnst samt þessi græni vera betri
  • Það er ömurlegt að vera ekki á bíl þegar er rigning og rok úti
  • Það eru 208 dagar síðan við Gunnar komum heim frá útlöndum: Grenj. Mig langar að ver úti í heitu landi núna
  • Í dag er þrífidagur og ég er ekkert búin að gera nema taka allt úr hillunum sem á að þurka úr: Lata ég
Þetta varð meira að segja ekkert mjög langur listi. Jæja, svona er það þegar líf manns einkennist af 4 orðum: Gunnar, vinna, líkamsrækt og vinna. Frábært ha? Mig langar í skóla!!!!!

laugardagur, október 07, 2006

Ef að konur stjórnuðu heiminum

Hér koma nokkur dæmi um hvernig hlutirnir væru ef að konur væru við stjórnvöldin:




Gaman gaman ;)

þriðjudagur, september 26, 2006

Endurminningar á þriðjudagskvöldi.



Flott gistiaðstaða í Malasíu!!! Not!!!

Mjög dýrt herbergi en samt það ódýrasta sem við gátum boðið okkur. Sáum einhver önnur herbergi sem voru kannsi örlítið ódýrari en þá í sama stað mun ógeðslegri (ef það er hægt?). Vá hvað ég sakna þess að vera brún og sveitt eftir mega hita dagsins. Nýt þess samt á hverri nóttu að þurfa ekki að sofa í ógeðslegu rúmi eins og því sem er á myndinni hérna að ofan!

þriðjudagur, september 19, 2006

Blómin mín

Ég hef nú aldrei verið mikil blómakona en það getur nú verið ágætt að hafa nokkur blóm í kringum sig. Ef ég kaupi mér blóm út í blómabúð þá á ég ekkert endilega von á því að þau lifi neitt svakalega lengi. Ef þetta eru plöntur sem eiga að blómstra þá fer það yfirleitt þannig að ég kaupi blómin í fullum blóma en svo ekki söguna meir. Blómin bara neita að springa út. Frá því að ég var lítil hefur mér líka fundist gaman að setja niður hin ýmsustu fræ og ég gerði það einmitt nú í vor. Setti niður eplafræ, tómatafræ, melónufræ og svo setti ég líka niður eitt hvítlauksrif. Það hafa komið upp plöntur í öllu nema eplunum (sem mér finnst reyndar mjög skrítið). Hvítlaukurinn spíraði beint upp í loftið en þegar mér datt í hug að klippa af honum til að setja í túnfisksallatið þá fór hann í verkfall og hætti að vaxa. Tómatatrén eru orðin metershá og svakalega stæðileg. Melónutréð er klifurjurt sem vefur sig utan um stofugardínuna. Síðan gerðist það merkilega: Melónutréð byrjaði að blómstra. Ég er að tala um það byrjaði að BLÓMSTRA!!! Húrra fyrir mér, ég er alger meistari. Þegar ég var eitthvað að skoða skriðplöntuna mína áðan sá ég tvö lítil og krúttleg gul blóm. Alveg rosa skemmtilegt.

Boðskapur sögunnar: Maður er greinilega að eldast, mér er farið að þykja gaman af plöntum og ég get greinilega haldið þeim á lífi!!

miðvikudagur, september 06, 2006



Var eitthvað að skoða inn á Amazon og sá að þessi bók er á sérstöku tilboðsverði þar núna. Jamm. Því ekki bara að skella sér út í sjó og kaupa þessa bók...

Já eða bara ekki.

mánudagur, september 04, 2006

Þá er það hafið

Haustið er greinilega komið og allt brjálæðið sem því fylgir hellist yfir mann. Umferðin er orðin svo geðveik að maður þarf að leggja 15 mínútum fyrr af stað í vinnuna til að ná þangað á sama tíma og maður gerði í sumar. Póstkassinn er alltaf fullur af auglýsingabæklingum sem reyna að selja manni hin ýmsustu tilboð, sum betri en önnur.

Svo er það leikfimin. Það er verið að starta nýrri stundaskrá í líkamræktarstöðinni minni þessa vikuna og eins og alltaf er á þessum tíma árs þá fær fólk geðveikiskast í gymminu. Ég meina húsið var gjörsamlega troðfullt þegar ég mætti áðan, alveg magnað. Það var dágóður hópur kvenna sem stóð fyrir utan salinn og beið þess að tíminn á undan væri búinn svo að þær gætu ruðst inn til að ná sér í palla og setja hann á besta staðinn í slanum.


Það gerist líka á haustin að unglingarnir fara að birtast. Líkamsræktarstöðin var full af ungum krökkum sem ég leifi mér að fullyrða að eru ekki eldri en 16 ára og gætu þess vegna verið yngri. Gelgjan er alveg að fara með þessa krakka sem greinilega eru þarna vegna þess að þau eru neydd til þess af skólanum sem þau ganga í. "Oh mæ god, það leiðinlegasta við að fara í leikfimi er að teygja, ég kann það ekkert og hermi bara eftir öðrum". "Hei komum í keppni hver getur gert flestar armbeygjur" (annar pústar sig upp í að gera 15 hinn nær bara upp í 9 og hefur gert allar alveg svakalega vitlaust).

Jæja, best að setja haustpylsur í grillið og fara síðan upp á flugvöll að sækja Gunnar.

sunnudagur, september 03, 2006

Fiðringurinn

Nei það er ekki farið að örla fyrir gráa fiðringnum hjá mér. Þvert á móti. Það er farið að örla fyrir ferðafiðringnum all svakalega. Var að lesa gamlar færslur frá því í ferðinni okkar og svo var ég líka að skoða myndir. Mikið rosalega var bara gaman hjá okkur úti, endalaust mikið af glimrandi skemmtilegum minningum til að rifja upp. Það er bara alveg svakalega gaman að ferðast um heiminn. Því erfiðara sem hlutirnir eru því skemmtilegri verða minningarnar frá þeim.
Var neflilega að hlaða nokkrum myndum inn á síðuna hérna að neðan. Endilega smellið bara á myndirnar ef þið viljið fá að skoða þær aðeins stærri.

Snilldartilvitnum í sjálfa mig: Shut up you war crime bitch.

laugardagur, september 02, 2006

Bjórinn minn

Var svo æst í að fá mér kaldan bjór að ég gleymdi honum í frystinum. Úbbosí. Þegar ég loksins mundi eftir honum hljóp ég inn í eldhús að bjarga honum. Mér til mikils léttis sá ég að hann var ekki frosinn. Eða það hélt ég allaveganna. Ég opnaði flöskuna og eftir smá stund sá ég að það var kominn tappi í hana, frosttappi! Arg. Jæja, fær maður þá sér ekki bara frosinn bjór með röri? Jú ég held það bara: Skál í botn.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Egyptalnd


Umferðin í Cairo: Flottir bílar!
Fallega fólkið í Giza
Þrepapýramídinn í Sakkara
Vatnspípa
Chillað á lestarstöð
Fönkí shit búð. Keyptum samt ekki neitt í henni. Keyptum gos í búðinni við hliðina.

WTF?? Þetta blasti við okkur eftir 20 mín morgunmat þremur hæðum neðar.
Isis Hofið: Loksins. Ég er búin að bíða eftir þessari stund síðan ég fékk mér fyrsta tattúið.

Ég og huge puge Obilisk súla. Gaman að vera túrhestur.

Vatnsmælir í Aswan. Gott ráð til að geta grætt sem mest á þegnunum fyrir þúsundum ára síðan. Mú ha ha.


DyravörðurSæta fólkið í Abu Simbel. AKA. Okrað á túristum.is.

Hressleikinn í fyrirrúmiChillings á Felucca

Meira chillings á Felluca.

Ramses II: Hver annar?
Auðvitað heimtaði ég að fá að fara að sjá gröf Tut Ankh Amon.
Forvitnir skólakrakkar
Deir al-Bahri: Hof Hatshepsut.


Kósí

Sjáið þið litla manninn á appelsínugula asnanum.
Hann var að reyna að selja þyrstum túrhestum vatn og kók.



Shaverma: SlurpAlltaf gaman að hjóla um götur Cairo með brauð á höfðinu.

Hopp og skopp í eyðimörkinni.Chillað í þjóðarmoskvunni í Cairo.
Með sokkana upp á miðja kálfa og kambódíuklútinn um hausinn.

Skýrir sig sjálft.Cairo from the air.

Skýjum ofar.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Goa

Rétt áðan var ég að koma úr matsalnum og eins og venjulega var ég eitthvað að hugsa um fjarlæga staði. Þá datt mér allt í einu í hug dagarnir okkar í Palolem. Það var neflilega svo æðislegt að vakna á morgnana og fara í morgungöngu á ströndinni. Þá var hitinn ennþá bærilegur, lítið af fólki á ströndinni, aðallega skokkarar og annað morgunglatt fólk. Emelíana Torrini var í eyrunum og ljúfir tónar Fishermans Wife fylgdu mér í strandgöngunni. Það var alveg yndilsegt að láta sandinn troðast upp á milli tánna og skola sig síðan í volgum sjónum. Morgunmaturinn samanstóð af Mango Lassi og ristuðu brauði. Og lagið sem var alltaf verið að spila. Eitthvað hindúamorgunlag sem var alltaf spilað í upphafi dags. Við komumst hins vegar aldrei að því hvaða lag þetta var, enginn virtist vita um hvað við vorum að tala.
Síðan í eftirmiðdaginn fékk maður sér súkkulaðipönnuköku. Endalaust mikið nammi namm. Bráðið súkkulaðið flæddi yfir heita pönnukökuna og þetta rann allt mjög ljúflega niður.


Ég vildi að ég væri í útlöndum núna, vakna snemma á morgnanna og þurfa að bíða eftir morgunmatnum endalaust lengi. Ég sakna þess að gera ekki neitt nema það sem manni langar til.

Heyrðu, mig langar að fara að ferðast aftur. Núna strax!

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Svipmynd

Var að skoða myndirnar okkar frá Indlandi og varð bara að setja þessa mynd inn. Hún er tekin annaðhvort í Kerala eða Tamil Nadu. Við vorum sko í rútu á milli þessa tveggja fylkja og í einhverju stoppinu smellti ég af myndavélinni. Gaman gaman.

mánudagur, ágúst 14, 2006

Helgin

Svona til að daraga frábæra helgi niður í nokkra punkta:

Föstudagur: . Fór í búð og keypti kál. Búðarmaðurinn var svo indæll að leggja sósu krukkuna á vigtina þegar hann var að vikta kálið svo að ég borgaði fyrir 1 kíló af káli í staðinn fyrir 500g. Duglegur! Ég heimtaði auðvitað að fá endurgreitt það sem mér bar, ekkert mál. Þetta var örugglega ekki viljandi gert en samt var þetta bara ótrúlega fyndið. Fór og hitti Magnús Ingvar og fjölskyldu og við Magnús áttum tryllta leikstund saman: Rosa fjör. Við Gunnar horfðum á Corpse Bride og drukkum Koonunga Hill. Nammi namm.

Laugardagur: Bónus (ekkert skemmtilegt, bara peningaeyðsla). Kláraði svo að lesa Lovely Bones sem er alger snilld. Mæli einstaklega mikið með henni til aflestrar. Pönnukökur í kvöldmat og svo Vegamót með Kristínu og Huldu Maríu.

Afslappelsi á sunnudeginum fyrir utan barnaafmæli hjá Magnúsi Ingvari. Jei.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Plötur


Mig langar í þessar 2 plötur:

Gnarls Barkley: St. Elsewere













Nelly Furtado: Loose

Versló

Jæja, þá er ferðahelgin ógurlega framundan og aðalspurningin þessa daganna er: Hvað á svo að gera um helgina. Svarið hjá mér er ekkert. Eða sko auðvitað er ekki hægt að gera ekki neitt en ég ætla ekkert í útilegu eða neitt svoleiðis. Í mesta lagi verður skroppið í smá gönguferð í Dalina fyrir ofan Hvergerði. Voða gaman allt saman. Svo er planið að sofa út alla daganna. Sjibbý kóla.

Mér finnst nú bara alveg ágætt að vera heima í Reykjavík um þessa helgi, lítið stress og allt eitthvað voðalega þægilegt.

Kannski að maður baki bara köku.

Takk fyrir og góða helgi.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Hans Petersen

Fyrir mörgum árum síðan tók ég þá ákvörðun að versla ekki við Hans Petersen. Ástæðan var einföld, þeir eru allt of dýrir miðað við þjónustuna sem maður fær hjá þeim. Einu sinni fór ég með meira en 30 filmur til þeirra og eini afslátturinn sem ég gat fengið var svona klippikort með einstaka stækkun og 10% afsláttur af einstaka filmum. Ömurlegt. Í þessu tilviki fór ég bara til annars ódýrari aðila sem bauð mér 30% afslátt af öllu!!!

Núna er svo komið að ég fór með myndir í framköllun í Bónus og hingað til hafa myndirnar frá þeim verið alveg glimmrandi fínar. Nema núna. Þær voru bara alls ekki fínar. Og þá kemmst ég að því að Hans Petersen eru farnir að framkalla fyrir Bónus. Arg. Þar var ástæðan komin fyrir því að myndirnar voru svona lélegar. Síðan hef ég verið að hringja út um allt að reyna að fá myndirnar mínar bættar en ekkert gengur. Enginn vill taka ábyrgð á þessu og allir láta mig hringja einhvert annað. Arg.

Sem sagt: Hans Petersen sökkar feitt!

laugardagur, júlí 29, 2006

Ég er alveg ótrúlega þreytt núna. Ekki það að ég sé neitt syfjuð, ég er bara einhvernveginn þreytt. Best að skella gleðinni í andlitið og koma sér út í göngutúr.

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Tónleikar








Þá er maður bara að fara að skella sér á tónleika í kvöld. Nasa er staðurinn, Belle & Sebastian og Emiliana Torrini verða að spila. Þess vegna má segja að maður eigi von á eðalkvöldi. Annars er nú alltaf gaman að fara á tónleika, það er eitthvað svo mikil stemmning í því.

Jei

miðvikudagur, júlí 26, 2006

laugardagur, júlí 22, 2006

Sumarfríið okkar

Vorum í sumarfríi í síðustu viku. Þetta átti að verða Vestfjarðaferð en breyttist svo í Austfjarðarferð vegna ekki svo góðrar veðurspár en í lokinn varð þetta hringferð. Löggðum af stað á sunnudaginn síðasta og fengum þrusuveður þegar við byrjuðum að nálgast austrið. Keyptum ullarsokka í Víkurprjóni, skoðuðum krikjuna og löbbuðum í fjörunni. Reyndrangs voru frábærir að vanda, gaman að sjá þá bæði í glimmrandi sól og grenjandi rigningu.
Gistum fyrstu nóttina í Skaftafelli í æðislegu veðri og fórum svo á mánudagsmorguninn í smá gönguferð þar sem við löbbuðum langleiðina upp að Kristínartindum. Ætluðum fyrst bara að fara í smá göngu upp að Sjónarnípu en ákváðum að lengja aðeins þessa gönguferð. Þegar niður var komið pökkuðum við tjaldinu og brunuðum lengar austur. Skelltum okkur í sund í Höfn. Rosa notalegt að komast í pottinn. Eftir Sundferðina var ferðinni haldið áfram og tími til kominn að PJ Harvei sýndi torfæruhæfileika sína. Brunuðum inn í Grænuhlíð en leiðin þangað liggur meðfram Jökulsá í Lóni. Svaka torfærur og við ákváðum að snúa við þegar torfærurnar voru orðnar að gömlum árfarvegi!! Á bakaleiðinni sáum við mann sem var að setja upp skilti sem sýndi hvert átti að fara til að fara inn á tjaldstæðið! Ákváðum að kíkja á málið og eftir meiri torfærur fundum við svo loksins þennan litla grasblett sem var kallað tjaldstæði. Fellihýsapakkið búið að yfirtaka besta staðinn svo að við gistum á ferkönntuðum grasblett sem greinilega hafði verið tyrftur fyrir einhverju síðan. Æðislega fallegt svæði. Ljós fjöll og dalir allt í kringum okkur. Jökulsáin rétt handan við hæðina. Alveg svakalega fallegt. Það spillti heldur ekki fyrir að við fengum þetta líka ágætisveður um kvöldið og gátum setið úti og borðað kvöldmat.
Næsta dag keyrðum við svo fyrir Austfirðina. Skoðuðum Djúpavog, Breiðdalsvík og Stöðvarfjörð og gistum svo á Fáskrúðsfirði. Vegna þess að það var ekki svo mjög gott veður þá náðum við ekki að skoða þessa ágætisbæi neitt mjög vel en við skoðuðum steinasafn Petru á Stöðvarfirði og það var mjög flott. Fórum í nýju göngin frá Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar, mjög flott göng og flott að koma út úr þeim og sjá yfir bæinn og álverið. Mikið af þungaflutningum og brjáluðum bílstjórum. Einn bensínbíll með aftanívagn tók fram úr okkur inn í göngunum: Brjálaðingur. Kíktum svo til Eskifjarðar og Neskaupsstaðar.
Vá vá. Geðveik þoka á leiðinni þangað svo að leiðin inn til Neskaupsstaðar var alveg hrikaleg fyrir okkur. Maður byrjar á því að taka vinstribeyju í Eskifirði og svo keyrir maður bara stanslaust upp þangað til maður er kominn í 600+ metra hæð. Þá taka við einbreið göng! Þegar út úr göngunum var komið tók á móti okkur þessi svakalega þoka. Maður keyrði bara inn í hvítt. ALveg svakalegt, ég skil eiginlega bara ekki hvernig fólk kemst þetta á veturnar. Ég veit að ég er svaka mikið borgarbarn en mér fannst þetta samt bara ægilega óhugnanlegt eitthvað.
Enduðum síðan daginn á því að fara í sund á Egilsstöðum og bruna inn í Atlavík í mannmergðina þar. Þvílíkur troðningur á tjaldstæðinu þarna, ég hef bara ekki séð annað eins. Aðallega voru þetta nú samt stórir tjaldvagnar, fellihýsi, húsbílar og stórir jeppar sem tóku allt plássið. Litla tjaldið okkar týndist eiginlega þarna innan um stóru húsin...
Mikil rigning á Egilsstöðum svo að okkur eiginlega ringdi bara niður þarna. Hundleiðinlegt. Ætluðum að kíkja upp að Kárahnjúkum en við ákváðum að sleppa því vegna þoku. Gaman að keyra 60 km upp að stíflugarðinum til að sjá ekki nema 50 m frá sér. Þannig að við fórum bara í végarð og sáum video um staðinn.
Síðan var bara haldið heim á leið og við ákváðum að fara bara norðurleiðina heim, það er hvort eð er alveg jafn langt. Þegar við vorum komið á Mývatn var komið þetta fínasta veður og þegar við komum inn í Eyjafjörðin tók á móti okkur glampandi sól og blíða. Við stoppuðum þó ekki lengi við á Akureyri heldur héldum keyrslunni áfram og enduðum í Dæli, litlu tjaldstæði í Húnavatnssýlsu. Sá þetta bara í Vegahandbókinni og við ákváðum bara að skella okkur á þetta. Svolítið mikið rok en það var svo sem í lagi þar sem blauta tjaldið okkar þornaði bara fyrr í staðinn.
Á föstudaginn keyrðum við fyrir Vatnsnesið, skoðuðum Borgarvirki, sáum Hvítserk og virtum fyrir okkur seli sem flatmöguðu í fjörunni. Ótrúlega skemmilegt. Sund í Borgarnesi og síðan brunað beint í Heiðrúni þar sem síðasti fríabjórinn var keyptur.
Sem sagt alveg glimrandi fín vika fyrir utan að okkur hafi eiginlega ringt niður á Egilsstöðum. Rosa gott veður í Skaftafelli, gaman að hafa prófað 2 ný tjaldstæði sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til.
Töff, töff, töff!!

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Plís gefið mér smá gott veður. Hef verið að nota vettlinga í allt sumar. Komm on!

mánudagur, júlí 10, 2006

Helgin í hnetu

Helgin í hnetu, ha ha. Gaman að geta komið með brandara sem að fá sjálfan mann til að brosa út í annað. Ætlaði að skrifa helgin í hnotskurn en hnetur eru bara miklu skemmtilegri. Ha ha.

Allaveganna... Það leit út fyrir að það væri bara komið sumar hérna á Íslandinu góða á föstudaginn þannig að við Gunnar drifum okkur út að hjóla þegar við komum heim úr vinnunni. Stóri 20 km. hringurinn tekinn með stæl og að sjálfsögðu var mótvindur næstum alla leiðina. Súm einar 6 kanínur í Elliðaárdalnum þegar við vorum að koma heim. Þær voru nú ekkert litlar þessar elskur, eiginlega voru þær bara risastórar Keyptum okkur ísgrím með appelsínu og ananas bragði, nammi namm. Eftir mat og sturtuferðir brunuðum við niður í Háskólabíó og sáum myndina The Brakeup. Hún var nú bara ágæt. Alltaf gaman að sjá myndir sem létta manni lífið og láta mann hlæja.

Afrekaði að hjóla í vinnuna og til baka á laugardaginn þannig að ég er bara búin að hjóla næstum 45 km um helgina :D Gaman gaman. Var að vísu svolítið sveitt þegar ég kom heim en það var allt í lagi eftir að ég kom úr sturtunni. Ætluðum að horfa á leikinn heima en þegar 5 mín voru búnar sáum við fram á að Sýn ætlaði ekki að opna fyrir þennan leik svo að við brunuðum bara til foreldra Gunnars og sáum leikinn þar.

Fór líka að vinna í gær en ég nennti ekki að hjóla svo að ég tók bara bílinn... Leti.is En þrátt fyrir bílaleti mína þarna fyrr um daginn þá tókum við okkur til og löbbuðum í Áræjarsafn og keyptum slikkerý og bolsíur.

Skemmtilegur leikur þrátt fyrir að sumir hafi hagað sér eins og hálfvitar. Það hlítur að vera vont að vera skallaður í bringuna, ái.

Sem sagt mjög skemmtó helgi og Gunnar er bestur :D

laugardagur, júlí 01, 2006

Töskurnar mínar...

Töskurnar mínar eru alltaf að koma á óvart. Ég á neflilga fullt af töskum sem ég geymi í sérstökum töskuhillum sem Gunnar útbjó fyrir mig. Ég á allskonar töskur til að nota við hin ýmsustu tækifæri; út á djamminu, í vinnuna, í sund, í búðir osfrv. Ég var að laga til í töskuhillunum mínum áðan og skoðai ofan í eina tösku sem ég hef ekki notað í langan tíma og haldið ekki að ég hafi bara fundið varalit sem er búinn að vera týndur í langan tíma. Ég var svo afskaplega glöð að finna þennan varalit því að þetta er einn af mínum uppáhalds varalitum og núna get ég farið að nota hann aftur. Það er gaman að skoða í gamlar töskur og finna dót sem maður hélt að væri týnt. Gaman gaman.

Annars fór ég nú í smá búðarleiðangur áðan. Keypti mér loksnins strigaskó fyrir sumarið. Loksins fann ég strigaskó sem voru á bjóðalegu verði og það besta var að lappirnar á mér líta út fyrir að vera mjög litlar í þeim, jei. Síðan var ég eitthvað að dæmast, ætlaði að fara í 3 föndurbúðir en mér til mikillar ólukku þá voru þær allar lokaðar. Fólk er greinilega ekki í miklum föndurhugleiðingum júní og júlí. Argi pargi. Fór svo í útsölumarkað 66gráður norður og keypti mér bílavetlinga, ó je. Hnausþykka flísvettlinga sem eiga eftir að koma sér þvílíkt vel í vetur.

Jæja, best að fara að ganga frá varalitnum og klára að raða töskunum á sinn stað.

fimmtudagur, júní 22, 2006

Þetta er hann Daníel Kári litli frændi minn. Eins og þið sjáið er hann algert krútt :)
Og þetta er hún Lára litla systir hans Kára. Hún er auðvitað afskaplega mikið krútt alveg eins og bróðir sinn.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Hvað er í gangi?

Í sjö fréttum sjónvarpsins nú í kvöld sá ég frétt þar sem fjallað var um það óaldarástand sem hefur ríkt í borg einni í nokkra mánuði. Sagt var frá því að útgöngubann hefði verið sett á kvöldin fyrir ungt fólk, vopnaðir hermenn ganga um götur borgarinnar til að vernda íbúa henna. Um síðustu helgi voru 6 manns skotnir til bana.
Myndirnar litu út fyrir að vera frá stríðshrjárri borg í Afríku og glæpalýsingarnar gætu alveg eins verið frá bananalíðveldum í suður - Ameríku. Það reyndist nú samt ekki vera rétt. Borgin sem um ræðir er New Orleans í Louisiana fylki í Bandaríkjunum. What?
Heimsvaldastefna Bandaríkjamanna ætti nú aðeins að beina sjónum sínum annað en til Íran og Kóreu. Þeir þurfa að líta í eigin barm og læra að hjálpa sjálfum sér. Ég meina það sko bara!
Allaveganna er það ljóst að við þurfum ekki að fara lengra en til Améríku til að upplifa stríðsástand, glæpi og annað ógeð. Ekki hef ég heyrt neinar svona fréttir um þau lönd sem ég ferðaðist um á síðustu mánuðum og allir sem voru svo hræddir um okkur á meðan við vorum þar.

topp 10

Hvert hefur þú komið á þessum listum?

Fjölmennustu löndin

Fjölmennustu borgirnar

Vissir þú að á hverri mínútu fæðast 29 börn á Indlandi?

Vissir þú að á Indlandi eru 146 milljónir múslima?? Hver hafði haldi að á Indlandi byggju fleiri múlsimar en í Saudi-Arabíu, Írak og Íran samanlagt!!

Gaman að fá að vita allskonar óþarfa upplýsingar er það ekki :)

þriðjudagur, júní 06, 2006

Sumó

Jæja, þá er maður bara kominn heim úr sumarbústað. Mjög skemmtileg helgi þar sem farið var í heitan pott, sí bíltúr og veiðiferð. PJ Harvey fór í torfærur þegar við keyrðum inn í Hítardal, gerðumst meira að segja svo kræf að láta bílinn fara yfir óbrúaða á á leiðinni þangað inn eftir.
Svo má ekki gleyma álverinu sem gengdi stóru hlutverki í eldamennsku ferðarinnar og langar okkur að þakka framsóknarmönnum fyrir það framlag. Litlu lömbin sem við sáum voru alveg algerar dúllur og svo sáum við líka falleg folöld.
Mikið chillað í pottinum og verlaunahafi bongkepni þessarar ferðar er Villi, sem afrekaði að drekka allan bjórinn og froðuna með.
Valli, Hildur og Fannar litli komu í heimsókn á sunnudaginn og fengu smá kaffi með okkur þar sem Gunnar bakari bakaði nokkrar vöflur. Takk fyrir það.

Söknuðum Hildu, Ólafar og Sigga alveg svakalega mikið

föstudagur, júní 02, 2006

Súpermódel

Þetta er ástæða þess að mér finnst Helena Christensen vera eitt flottasta módel sem til er :)


miðvikudagur, maí 31, 2006

Sumó

Haldiði ekki bara að maður sé á leiðinni í sumarbústað um næstu helgi. Veðurspáin segir rigning, rigning og meiri rigning þannig að við ætlum bara að skella okkur í bústað í staðinn. Heitur pottur, bjór og kóserí :) Alveg æðislegt held ég nú bara :)

þriðjudagur, maí 30, 2006

Hvað á maður að gera þegar tímarnir hætta?

Nú kom upp sú staða í Body Combat í gær að tímarnir séu sennilegast að fara að hætta í sumar: Fúlt. Combat eru einu tímarnir sem ég nenni að mæta í í Sporthúsinu, mér finnst ekki gaman í svona hjólatímum og svo vil ég helst bara lyfta sjálf en ekki með aðstoð Body Pump og þar af leiðandi eru möguleikar mínir afar takamarkaðir. Hvað gera bændur þá þegar combatið dettur út??
Ég hef verið að spá í að vera bara að lyfta í sumar... Hljómar ekki mjög freistandi, það er ekki mikið sem ýtir manni áfram í að fara einn síns liðs í tækin og hamast eins og creisí person. Mér tekst neflilega mjög oft að sannfæra mig um að ég þurfi ekki að gera neitt mikið betur þegar ég er að lyfta, ég kann eiginlega ekki að ýta mér út í að gera meira og betur.
Verð að láta mér detta eitthvað í hug. Var að spá í að setja smá gulrót fyrir framan mig. Já eða kannski namipakka. Ef ég set mér eitthvað gott takmark fyrir sumarið og næ að halda mig við það þá fæ ég verðlaun :) Það er neflilega alltaf gaman að fá verðlaun.
Eða þá að maður fari kannski bara út að hjóla..

Sem sagt, hundskemmtilegt :)

mánudagur, maí 29, 2006

Sex and the City

Áður en ég fór til útlanda ákvað ég að ég skyldi nú gera góð kaup og versla mér allar seríurnar í Sex and the City, sem ég gerði. Fékk allar séríurnar í pakka fyrir litlar 1300 krónur. Snilld. Ég er búin að vera að glápa á þátt og þátt frá því að ég kom heim og ég var að byrja á 4. seríu. Ég verð bara að segja að þessir þættir eru nú bara algert æði. Það er alveg ofsalega ljúft að setjast niður og glápa á einn eða tvo þætti og hugsa um það hvernig það væri að fá sér gervi geirvörtur og eíga hundruði skópara.
Sem sagt: Æði að horfa á SATC :)

föstudagur, maí 26, 2006

Útlönd

Mig langar að fara til útlanda. NÚNA STRAX. Kenya, New York, öll suður og mið Ameríka, restin af Afríku, Kína, Filipseyjar, Korea, Japan eru meðal þeirra landa sem mig langar alveg ofsalega mikið að fara til. Er ekki einhver sem er til í að gefa mér fullt af peningum til að gefa mér og viðkomandi má svo líka mæta í vinnuna mína fyrir mig svo að ég fái nú einhver laun :)

100 armbeygjur

Þá er það komið. 100 armbeygju múrinn er brotinn. Mér er búið að takast það í tvo daga í röð að geta gert 100 armbeygjur. Til hamingju ég :) Þegar ég kom heim frá útlöndum byrjaði ég strax í gymminu og ég setti mér það markmið að geta gert 100 armbeygjur á tánum fyrir 1. júní. Og svei mér þá ég held bara að mér hafi tekist nokkuð vel upp, gat gert 5x20 armbeygjur. Að vísu tók ég pásu á milli setta og allar beygjurnar voru nú ekkert svo svakalega spes en mér er alveg sama: ÉG GAT GERT 100.

Ég er best.

föstudagur, maí 05, 2006

James Sewell Ballet

Var að koma heim eftir að hafa farið á alveg frábæra balletsýningu.

Hopp hopp, við mamma sitjum það nálægt að við heyrum í skóm dansaranna þegar þeir endisendast um sviðið.
Massaboltar; það er það sem ég kalla fólk með bakvöðva sem sjást. Þvílíkar kúnstir hjá dönsurunum.
Drama, skemmtun og svo svona klassískt og fallegt inn á milli og með.

Sem sagt: Hundskemmtileg byrjun á frábærri helgi