fimmtudagur, október 26, 2006

Er ég feit?

Helginni varið í Kaupmannahöfn: Rosalega gaman. Bjór, bjór og rauðvín. Góður matur. Chai. Föt, föt og föt. Verslaði mér hvíta ullarkápu og hvíta támjóa skó. Hundskemmtilegt.

Á tímabili fannst ég mér vera alveg svakalega feit. Ég leitaði um allt að fötum sem pössuðu á mig en það eina sem ég fann var í of litlum stærðum og þá hugsaði ég með mér að ég væri orðin svo feit að ég passaði ekki í neitt í búðinni. Síðan þegar ég loksins fann eitthvað sem passaði á feita og sveitta rassinn minn þá beið ég í biðröð eftir að geta horft á mig í speglinum inni í búningsklefanum. Þegar ég var komin í fötin fannst mér ég líta alveg hræðilega út, húðin neonhvít og þvöl eftir að hafa verið heitt inni í búðinni. Ljósin inn í búningsklefanum rosa sterk og óaðlaðandi og spegillinn allt of nálægt svo að það var ekki hægt að komast hjá því að sjá asnalega spegilmynd af sjálfum sér.

En þegar ég kom út úr búðinni þá fór ég að hugsa aðeins út fyrir kassan. Kannski að mín stærð sé bara aðalstærðin og það sé ástæðan fyrir því að hún sé uppseld og bara eftir stærðir sem smástelpur passa í. Ég sá auðvitað líka stærðir sem voru of stórar á mig.
Mátunarklefar eru manns versti óvinur þegar kemur að því að láta mann líta vel út, ég veit það ósköp vel. Þegar ég kom heim á hótel, búin að fara í sturtu og komin í nýju fötin þá sá ég að ég var bara þokkalega vel útlítandi.

Boðskapur sögunnar: Ég er ekki feit, ég er normal. Mátunarklefar eru ósniðugir.

Ps. Þegar ég var í Kaupmannahöfn borðaði ég mikið af óhollum mat og drakk bjór. Fékk mér einu sinni smörrebröd með svo miklu mæjónesi að mér var illt í maganum í marga klukkutíma: Ógeðslegt. Samt var ég búin að léttast þegar ég steig á vigtina í dag eftir vikufrí frá gymminu. Hundskemmtilegt.

Jæja, best að fara að koma sér að verki. Missjón kvöldsins er að reyna að klára að föndra boðskort svo að aðeins eigi eftir að setja texta í þau.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe

Kannast alveg vid lysinguna, afhverju geta their ekki haft mannudlega lysingu (og hitastig) og helst spegla sem gera mann grannari. En Jona vid erum ekki feitar, bara oskop venjulegar. That er gaman ad versla i utlondum, keypti mer einmitt 3 skopor i gaer, eina gedveika gellusko. :) Sjaumst i naestu viku.

Knus
Bryndis

Nafnlaus sagði...

ég gerðis svo ósvífin að reyna að kaupa mér buxur á Ítalíu. Var mjög nálægt því að henda mér fyrir bíl eftir þá upplifun.