miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Fyrir ári síðan vorum við Gunnar í Mangalore á Indlandi. Það var ein af skemmtilegri borgum sem við fórum til, ekki vegna þess að þar var mikið af flottu og spennandi dóti til að skoða og gera, það var bara frábært að eiga góðan dag í indverskri borg án þess að upplifa allt þetta ferðamannavesen. Svo var líka einstaklega góður og ÓDÝR matur sem við fengum þarna. Vá hvað mig langar aftur til Indlands. Það verður víst að bíða betir tíma, held að mig langi að fara í nýja heimsálfu næst þegar ég fer á flakk. Ég hef aldrei komið til suður-ameríku og ég hef bara verið einn dag í mið-ameríku svo að hugurinn leitar þangað. Slef, slef. Svo hef ég reyndar bara komið til Afríku norðan sahara svo að sunnanverð Afríka er alveg eftir. Slef, slef. Spurnig hvað verður fyrir valinu næsta sumar??

Annars er bara allt í góðu hjá mér. Undirbúningur í fullum gangi. Sat uppi í sófa í gær þangað til ég var orðin rangeygð, ekki af sjónvarpsglápi helgur af því að þræða perlur upp á vír. Mjög skemmtilegt. Það var reynar kveikt á sjónvarpinu og ég fylgdist með því þegar ég leit upp frá föndrinu. Innlit - Útlit var fyrst á dagskrá hjá mér, alveg glimmrandi ágætur þáttur. Gaman að sjá líka þar sem herbergi/heimili eðlilegs fólks eru tekin fyrir. Næst horfði ég á seinni helming af einum þætti og fyrri helming úr næsta í seríunni 24. Hef eiginlega ekkert horft á þessa þætti og ég verð að segja að þetta eru ekki svona þættir sem maður dettur inn í ef maður horfir bara á einn og einn. En eins og ég segi þá var ég að föndra og það var ágætt fyrir mig að hafa kveikt á imbanum svo að ég myndi nú ekki sofna yfir perlunum.

Í kvöld er það svo dans, vei!! Heyrði samt í útvarpinu áðan að þeir sem væru í dansi væri hálfitar eða hommar. En ef þeir væru hommar þá væri það nú samt í lagi að dansa af því að þeir væru hvort eð er svo skrítnir fyrir. Er ekki alveg sammála þessu, það er alveg hörkustuð hjá okkur í dansinum, held meira að segja að strákunum finnist þetta lúmst gaman.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er gaman að dansa ;o)

Nafnlaus sagði...

Hey þetta er orðið til skammar Jóna mín! BLOGGA!! :) Ég er svo komin með aðra hugmynd fyrir jólagleðina okkar híhí ;)

Nafnlaus sagði...

term, your street address, urban center, state, local zipcode, unlock iphone 3g manually Become accommodating. The workers as a rule have families and even operate part-time. If you would like assist at inopportune situations, pay back bonus products. Allow it to be appealing to enable them to be good enough also to adhere to everyone.
Continued once and for all by way of acquiring knowledge the Basics [b]how to unlock iphone 3g for t-mobile [/b]
[url=http://fastunlockiphone3ghelps.info]more[/url]
effectively through understanding basic fundamentals of http://fastunlockiphone3ghelps.info ,