fimmtudagur, júní 17, 2004

Mikið að gerast

Það er allt á fullu hjá mér þessa daganna, en ég hef ekki komist í tölvu til að setja gjörðir mínar á blað.
Ég fékk 9 fyrir ritgerðina mína og er nú bara nokkuð ánægð með það. Síðan fékk ég líka 9 í sjónrænni mannfræði og er líka ánægð með það :)
Við Gunnar erum búin að fá íbúðina okkar og eru á fullu að mála og gera fínt. Fengum íbúðina 3 vikum fyrir tímann, rosa spennó. Erum samt ekki búin að flytja inn. Kannski á sunnudag.
Ég er að fara að útskrifast á laugardaginn. Geðveikt. Hlakka til að sjá alla þá sem verða þar. Veisla og partý um kvöldið. Stuð í húsinu. Ég vil óska öllum þeim sem eru að útskrifast til hamingju með áfangan, hlakka til að sjá ykkur á laugardag.

Góða nótt.

laugardagur, júní 05, 2004

Ég er búin að fá einkun fyrir BA. Jibbý jei. Gaman að enda svona vel :)