miðvikudagur, júlí 24, 2002

16 bitar í 12 hylki. Ég er sem sagt að vinna núna. Sit fyrir framan tölvuna í úrskurði. Gaman gaman. Í augnablikinu er ég að vinna með Konstantin sem er að skeraút því að Ágústína er í mat. Á eftir ætla ég að nota aðstöðu mína hérna í vinnunni og fara og ljósrita fleiri lög í söngbókina mína. Ég er neflilega að safna saman lögum í söngbók sem verður notuð í rafting 2002. Jibbý jei. Við erum neflilega að fara að syngja í útilegunni sem ég er að fara í.

þriðjudagur, júlí 23, 2002

Jæja jæja elsku litlu krúsidúllurnar mínar. Nú fer að líða að því.. Útilega aldarinnar: Rafting 2002. Þetta á eftir að vera hörku útilega.. Feitt jamm allan tíman.
Sem sagt erum við nokkur að fara í útilega um næstu helgi (lagt af stað 26. júlí) og er ferðinni heitið í Skagafjörðinn. Við ætlum að fara í rafting með Ævintýraferðum og vonandi verður það skemmtó! Ég hefði nú ekki stungið upp á því að fara í rafting, finnst þetta vera svoldið dýr ferð niður ánna. Kannski verður þetta bara eins og að fara niður stóra rennibraut! Nei nei ég segi svona, þetta verður vonandi skemmtilegt :)
Síðan um kvöldið ætlum við að grilla og hafa það rosa skemmtilegt um kvöldið.
Jæja. Nóg í bili, vonast til að skrifa aftur fljótlega!
Jóna Prjóna

laugardagur, júlí 20, 2002

Halló halló og góðan daginn. Hvað er að gerast í mínum tölvumálum??
Ég er bara endalaust bisí bisí. Vinnan gefur nú ekki mikil tæifæri til að tjá alheiminum hvað er að gerast í mínu lífi. Núna er ég annars bara að tölvunördast heima hjá honum Gunnari mínu.. ATH það er laugardagskvöld!! Ég er alger lúði.. Neibb ég er lúða!
Reyni að skrifa aftur fljótlega..
Prjónan