þriðjudagur, júlí 23, 2002

Jæja jæja elsku litlu krúsidúllurnar mínar. Nú fer að líða að því.. Útilega aldarinnar: Rafting 2002. Þetta á eftir að vera hörku útilega.. Feitt jamm allan tíman.
Sem sagt erum við nokkur að fara í útilega um næstu helgi (lagt af stað 26. júlí) og er ferðinni heitið í Skagafjörðinn. Við ætlum að fara í rafting með Ævintýraferðum og vonandi verður það skemmtó! Ég hefði nú ekki stungið upp á því að fara í rafting, finnst þetta vera svoldið dýr ferð niður ánna. Kannski verður þetta bara eins og að fara niður stóra rennibraut! Nei nei ég segi svona, þetta verður vonandi skemmtilegt :)
Síðan um kvöldið ætlum við að grilla og hafa það rosa skemmtilegt um kvöldið.
Jæja. Nóg í bili, vonast til að skrifa aftur fljótlega!
Jóna Prjóna

Engin ummæli: