fimmtudagur, ágúst 15, 2002

MMM. Ég var að borða American Style áðan! Voða voða gott. Mig neflilega langaði svo í eitthvað gott að borða svo að ég safnaði saman í lið og við hérna í vinnunni fórum og keyptum okkur að borða! Ég fékk mér kjúllaborgara sem var voðalega gómsætur.. Ég elska kjúkling þeir eru nú hreint bara æði pæði.

þriðjudagur, ágúst 13, 2002

fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Útilegan mín er búin. Ég er komin heim. En hvernig læt ég það er langt langt síðan ég kom heim. Ein og hálf vika. Allaveganna: Það var rosalega gaman í útilegu. Rafting 2002 var nú bara alveg ágætt, soldið mikið blautt en það þornaði nú... Þegar maður var komin upp úr sundlauginn eftir á og búin að láta öll blautu fötin í poka! Síðan grilluðum við um kvöldið og sökum rigninga fengum við að grilla inni í hlöðu. Það var ofsa næs. Morguninn eftir var ennþá rigning og því neyddumst við til að taka saman tjaldið í þurru. Við Gunnar héldum samt áfram að vera í útilega. Keyrðum upp til Sauðakróks og fram með Tindastól upp að svokallaðri Grettislaug. Gunnar var voða duglegur og fór ofan í laugina :) ég var ekki eins dugleg :( Eftir baðferðina keyrðum við meðfram Skagafirðinum og inn á Hóla í Hjaltadal og gistum þar aðfaranótt mánudags. Síðan var mánudagurinn notaður í labberí og KEYRSLU. Keyrðum til Hofshós og keyptum eyrnapinna. Löbbuðum út á Þórðarhöfða. Síðan fórum við til Borðeyri og þaðan yfir Laxárdalsheiðina til Búðardals. Búðardalur er OFSA kósí og indæll staður og ég væri alveg til í að búa þar. Brattabrekka var æði pæði. Mjög kúl staður þrátt fyrir að vegurinn sé til skammar!!
Við Gunnar fengum okkur pizzu á leiðinni heim o fórum næstum því beint að sofa!
Góða nótt.
Góðan dag og gleðileg jól. Jæja jæja. Hvað er þá að frétta af ykkur krúttin mín?? Nú fer að styttast í að ég fari til Danmerkur. Vííí. Ég ætla samt að þykjas vera ekki frá Íslandi svo að ég þurfi ekki að tala Dönsku! Ég kann neflilega ekki neitt í dönsku.