fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Útilegan mín er búin. Ég er komin heim. En hvernig læt ég það er langt langt síðan ég kom heim. Ein og hálf vika. Allaveganna: Það var rosalega gaman í útilegu. Rafting 2002 var nú bara alveg ágætt, soldið mikið blautt en það þornaði nú... Þegar maður var komin upp úr sundlauginn eftir á og búin að láta öll blautu fötin í poka! Síðan grilluðum við um kvöldið og sökum rigninga fengum við að grilla inni í hlöðu. Það var ofsa næs. Morguninn eftir var ennþá rigning og því neyddumst við til að taka saman tjaldið í þurru. Við Gunnar héldum samt áfram að vera í útilega. Keyrðum upp til Sauðakróks og fram með Tindastól upp að svokallaðri Grettislaug. Gunnar var voða duglegur og fór ofan í laugina :) ég var ekki eins dugleg :( Eftir baðferðina keyrðum við meðfram Skagafirðinum og inn á Hóla í Hjaltadal og gistum þar aðfaranótt mánudags. Síðan var mánudagurinn notaður í labberí og KEYRSLU. Keyrðum til Hofshós og keyptum eyrnapinna. Löbbuðum út á Þórðarhöfða. Síðan fórum við til Borðeyri og þaðan yfir Laxárdalsheiðina til Búðardals. Búðardalur er OFSA kósí og indæll staður og ég væri alveg til í að búa þar. Brattabrekka var æði pæði. Mjög kúl staður þrátt fyrir að vegurinn sé til skammar!!
Við Gunnar fengum okkur pizzu á leiðinni heim o fórum næstum því beint að sofa!
Góða nótt.

Engin ummæli: