miðvikudagur, nóvember 17, 2004

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Það er geðveikt mikill snjór úti. Þegar ég labbaði úr vinnunni í dag niður í Baðhús, þá var svo mikil snjókoma að buxurnar mínar voru allar blautar og frosnar við lærin á mér. Húfan mín stóð næstum sjálf vegna þess að það var svo mikill snjór á henni.
Það er svo mikil snjókoma að rándýri hitinn sem var settur í stéttina hérna fyrir utan hefur ekki náð að bræða snjóinn sem er kominn!
Þeinkjúverímöts!

London ferðin - Dagur 2

LONDON

Flugið til Standsted gekk vel og við tókum lest inn til London og vorum kominn inn á hótel um klukkan 12. Ekki var hótelið neitt sem hægt var að hrópa húrra fyrir. Lítill indverji tók á móti okkur og lyktin af indverskum mat fyllti vitin. Það var ógeðislykt í herberginu okkar, teppin voru mygluð og það var leki í loftinu. Skáparnir voru ógeðslegir og gluggarnir voru með einföldu gleri og varla opnanlegir. Jæja, jæja. Við Gunnar nenntum svo sem ekkert að hanga þarna og fórum beint í bæinn. Ætluðum að byrja að á því að fara á British Museum. Þegar þangað var komið var einhverskonar brunaæfing og FULLT af fólki fyrir utan safnið að bíða. Við nenntum nú ekki að vera að bíða svo að við ákváðum að fara bara daginn eftir.
London er stórborg og það er auðvelt að missa sjónar af því hvað er hvað og hvert áttirnar liggja. Þess vegna ákváðum við að byrja á því að fara í London Eye. Fórum út á Waterloo stöðinni og löbbuðum í áttina að City Hall. Þar keyptum við miða í hjólið og einnig lítið útsýniskort. Það var leitað að vopnum á okkur áður en við máttum fara inn, þeir eru orðnir svo paranoid þarna í stórborginni. Útsýnið úr hjólinu var alveg frábært, það var nánast heiðskýrt og rosalega fallegt veður. Við sáum allt sem sjá mátti í London. Rosa gaman.
Við löbbuðum meðfram ánni Thames og þar sáum við frægt fólk. Allaveganna svona semi-frægt fólk á Íslandi; leikarana úr Rómeo og Júlíu. Þeir voru að skokka, svona rétt til þess að halda sér í formi... Eftir innlitið á fræga fólkið kíktum á Þinghúsið, Big Ben og Westminister Abbey. Fyrir utan þinghúsið var fullt af vopnuðum lögreglumönnum sem voru að fylgjast með fólkinu. Hinumegin við götuna var búið að stilla upp mótmælaspjöldum þar sem stríðinu í Írak var mótmælt og Blair var sakaður um að vera barnamorðingi. Einn gaur stóð þarna og var að tala áróður í míkrafón til þeirra sem vildu heyra. Mjög skondið, vonandi virkar þetta. Við rétt náðum að skoða Abbeyið, höfðum aðeins 45 mín til þess. Einhver fúll kirkjugaur var að reka á eftir okkur allan tímann og hann var hundleiðinlegur. Leiðinlegt að láta ýta á eftir sér! Við sáum margar fallegar grafir sumar voru stærri en aðrar, og sumar veglegri en aðrar. Mér finnst alltaf jafn merkilegt að hugsa til þess að fólk sé grafið undir kirkjunni og þá sérstaklega finnst mér athygkisvert að skoða rithöfundadeildina. Ekki sér maður svona heim á Íslandi.
Við löbbuðum svo að Buckingham Palace. Á leiðinni löbbuðum við framhjá írska sendiráðinu og þar voru fullt af löggubílum og vopnaðir verðir stóðu þar fyrir utan, tilbúnir að skjóta. Klikkað lið. Buckingham er Buckingham eins og alltaf. Ég vorkenni bara köllunum sem þurfa að standa þarna fyrir utan allan daginn og eins hreifingin sem þeir fá er að labba fram og til baka fyrir utan kassann sinn!! Við sáum samt ekki skipti hjá vörðum, það er svaka sýning þar sem að gaurar með stóra svarta loðhúfu sýna sýningu og svaka læti eru í gangi. Við sjáum það bara næst þegar við förum til London.
Meira labb tók við. Maður á alltaf að labba mikið þegar maður er í útlöndum. Við löbbuðum soldin spöl að næstu tube stöð og þá nenntum við ekki að labba lengur. Við fórum og keyptum okkur miða í leikhús. Við gátum keypt miða á 15 pund á söngleik sem heitir Bat boy. VIð vorum vorum voða ánægð með þessi kaup, fengum 50% afslátt af uppsettu verði. Við tókum lest viður á Piccadilly Circus svo að Gunnar gæti fengið að sjá öll auglýsingaskiltin. Eftir það röltum við niður Regent Street og skoðuðum allar fínu og flottu búðirnar en þær voru lokaðar svo að við sáum þær bara að utan. Jólaljósin voru komin á fullt, risa jólaljósamyndir út um allt. Reyndar held ég að ljósin hafi ekki verið komin alveg, það sem við sáum var aðeins byrjunin á miklu ljósaflóði.Við gerðum sem samgt alveg helling þennan dag þrátt fyrir að við höfum ekki getað farið að skoða British Museum. Rosa góður dagur.

föstudagur, nóvember 12, 2004

London ferðin

London var æði!

Ferðin byrjaði á því að við Gunnar tókum rútuna upp á flugvöll. Það var fínt, maður slappaði bara af í rútunni og hafði það kósí. Ég keypti mér ipod spilara í fríhöfninni og hann er alveg geggjaður og ég fíla hann geðveikt. Síðan keypti ég mér líka linsur sem kostuðu 6000 kall. Mér finnst það dýrt en það er víst ódýrara en að kaupa þær í Reykjavík en ég lét mig hafa það.
Við fórum aðeins of seint í loftið vegna mikillar flugumferðar í London. Við Gunnar vorum orðin pínu stressuð vegna þess að við þurftum að vera á réttum tíma til að ná tengifluginu okkar til Dublin. Við lentum hins vegar á réttum tíma á Stansted flugvelli og það var ekkert mál að ná fluginu til Dublin. Lentum síðan í Dublin á réttum tíma. Maðurinn sem seldi okkur miðann í flugrútuna var típískt írskur, með stórt kartöflunef og alvöru írskan hreim. Rútan í bæinn tók hálf tíma og við Gunnar löbbuðum beint á hótelið okkar. Nó problemó.
Klukkan var orðin tvö þegar við komum á hótelið svo að við flýttum okkur bara niður í bæ til þess að ná að gera sem mest á þeim stutta tíma sem við höfðum. VIð skunduðum niður O’Connel Street og yfir ánna Liffey. Stefnan var tekin á Trinity Collige sem er alveg í miðbænum. Þegar maður gengur inn í skólann þá kemur maður inn í garð þar sem ríkir allt annað andrúmsloft en á götunum fyrir utan. Allt er voða afslappað og það er fullt af venjulegu fólki sem er að læra í bland við túrhestana sem eru að skoða. Stefnan var sem sagt sett á gamla bókasafnið þar sem hægt var að sjá Book of Kells. B. o. K. eru fjögur myndskreytt guðspjöll sem eru 1200 ára gömul. Rosa flott. Það sem var samt eiginlega meira flottara og skemmtilegra var gamla bókasafnið sjálft. Safnið er 80 metra langur salur á 2 hæðum og nauðsinlegt er að hafa stiga til að komast upp að efstu bókunum á hvorri hæð. Ég er ekki alveg viss um hvað það eru margar bækur þarna, en þær eru talsvert margar.
Eftir að við höfðum skoðað Trinity þá fórum við niður að ánni Liffey (sem liggur í gegnum Dublin) og röltum aðeins niður í gegnum bæinn. Við ákváðum að fara frekar að skoða St. Patriks church í staðinn fyrir að fara að skoða Christ church. St. Patrics church var voðalega falleg, fullt af helgimyndum og minningum um stríð og svoleiðis.
Temple Bar er listaspíru hverfið og þar eru líka allir helstu pubbar og veitingastaðir Dublin. Við fórum einmitt inn á bar sem heitir Temple Bar og fengum okkur Guinnes. Ég held að Guinnes sé orðinn nýji uppáhaldsbjórinn hans Gunnars. Mér líkar hann samt ekkert sérstaklega vel :(
Grafton Street er stór verlsunargata og þar var voðalega mikið af fólki þrátt fyrir að klukkan væri orðin meira en 6 og það væri bara miðvikudagur. Gunnar keypti sér Írlandsbol og fékk í kaupæti voða flotta írlandssokka.
Í kvöldmat fékk ég mér irish beef casarole, sem var einhverskonar þykk kjötsúpa. Voða gott. Gunnar fékk sér ofsa góða samloku, nammi namm. Eftir matinn fórum við svo á annan bar sem var rétt hjá hótelinu okkar og þar fékk Gunnar sér annan Guinnes. Þetta var alveg típískur írskur bar og það var rosalega gaman að fara þangað. Við vorum hins vegar svaka þreytt og fórum þess vegna snemma að sofa, þurftum að vakna snemma daginn eftir til að ná flugi aftur til London.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

LONDON BEIBÍ

Alger Nörri

Í gær var ég alger nörri. Ég ætlaði að fara í leikfimi í gær. Langaði í Body Combat kl. 17.20; sami tími og ég fer venjulega í. Þegar ég er komin úr öllum fötunum fattaði ég svo að það var mánudagur og tímarnir sem ég fer alltaf í eru á þriðjudögum. Arg. Hvað gera konur þá?? Ég kíkti á stundatöfluna og sé að Vaxtamótun er kennd 17.25 og ákveð að skella mér bara í þann tíma. OK OK. Bara kellingar um fimmtugt mættar á svæðið, en þar sem ég nennti engan vegin að fara að lyfta þá lét ég mig hafa það.
Svo byrjar tíminn. Oh mæ god. Þvílíkur kellingartími. Ganga á staðnum, upp með hnén, jogga. En það voru hins vega teknar nokkrar killer rassa og læra æfingar og ég viðurkenni alveg að ég er með svolitla strengi...

Ég fór aðeins til mömmu og pabba í gær og getið hvað ég fann niðri í kjallara??? Gömlu leikjatölvuna mína!!! Þessa sem spilaði Nintendo leiki. Ég átti samt ekki Nintendo tölvu heldur bara eitthvað feik. Hún virkar samt alveg. Gunnar hló mikið að mér þegar hann sá hvað ég kom með heim, honum fanst þetta víst einhvað halló. Mér er alveg sama leikjatölvan mín er æði.