miðvikudagur, mars 31, 2004

Ritgerð ritgerð ritgerð

Nokkurn veginn búin að gera inngang að ritgerðinni minni. Geðveikt gaman. Núna er allt vel fókusað og ég er nokkurn veginn tilbúin að halda áfram að skrifa. Ég þarf bara að lesa pínu um embodiment. Gaman gaman. Síðan væri náttlega snilld ða lesa smá í fyrirbærafræði. Vei.
Það er naumast að það snjóar. Þegar ég kom heim úr gymminu í gær þá var rigning. Eða kannski svona ísköld, eiginlega slyddurigning. Þegar leið á kvöldið byrjaði svo að snjóa og það snjóar enn. Fullt af snjó. D'ises

þriðjudagur, mars 30, 2004

Hver er til í að skrifa ritgerð fyrir mig?
Ritgerðin mín er ennþá bara 20 blaðsíður. Var að fá komment á það sem að ég er búin að skrifa og kennaranum leist ágætlega á það. Jei. En samt er eitthvað sem að ég þarf að bæta :( Eða meira svona, búa til einhvern fókus sem ég vil halda í ritgerðinni. Arg. Veit ekki hvað ég á að gera í því máli. Þarf að skrifa einhverskonar inngang að ritgerðinni svo að ég geti haldið einhverjum fókus.
Er farin að hafa pínu áhyggjur af ritgerðinni. Veit að ég hef 4 vikur til að klára en mér finnst það einhvernveginn ekki vera nógur tími. Kem mér ekki að því að fara að skrifa aftur. Mér finnst eins og að ég eigi eftir að lesa svo mikið. ARRRRGGG. Vúbbí vúbbí

sunnudagur, mars 28, 2004

Gaman að breyta til
Ritgerðin mín er ennþá jafnlöng og hún var þegar ég var síðast að skrifa í henni, fyrir mörgum dögum síðan!! Mér gengur ekkert, hef verið svo mikið að stússast svo að ég hef eiginlega ekkert geta lært :( Ég er samt búin að vera í heimildavinnu dauðans og það hefur ekki verið mjög skemmtó :( Þoli ekki Þjóðarbókhlöðuna :( Þeir eru lélegir, eiga ekki neitt af viti.
Annars er ég nú eiginlega að bíða eftir að fá komment á ritgerðina mína frá kennaranum, en það virðist hafa dregist aðeins :( Annars keypti ég mér nýjan kodda í gær :) Held að hann sé ágætur. Síðan fékk ég líka geðveikt góða beiglu, nammi namm. Síðan var ég líka að passa Daníel Kára í gær, það var fínt, þrátt fyrir að ég hafi verið öll útæld þegar ég fór heim...

fimmtudagur, mars 25, 2004

Sá áðan auglýsingu um bíómynd. OK. Það þykir gott að þýða útlenda myndatitla yfir á íslendku. Kötturinn í Hattinum er nú í sýningu. Af einhverjum ástæðum hélt ég að Cat in the Hat væri þýtt sem Kötturinn með Höttinum. Mér finnst það hljóma betur. Hvað finnst ykkur?

þriðjudagur, mars 23, 2004

Núna er ritgerðin mín 6000 orð. Og ég meina 6000 orð, hvorki orði minna eða meira. Vei. Ég hef samt ekki verið dugleg að vinna í ritgerðinni síðustu daganna, var að vinna á föstudag og laugardag og síðan var ég ekki að læra mikið á sunnudaginn. Jú væist lærði ég eitthvað á sunnudaginn. Ég gerði spurningar og þemu fyrir viðtalið sem ég ætla að taka fyrir sjónræna mannfærði. Ég er líka búin að fá komment á það til baka og ég er í góðum málum, held að ég ætli að rúlla þessari önn alveg upp. 8,5 í einu námskeiði, jess. Síðan er ég komin með 8,9 í 25% í sjónrænni. Síðan er ég náttlega með BA ritgerð sem ég ætla að fá hátt fyrir. Verð að fá hátt. Verð Verð Verð. EÐA allaveganna langar mig obboslega mikið til að fá hátt fyrir ritgerðina, því að þetta er stærsta verkefnið mitt í Háskólanum og það væri nú alveg mjög skemmtilegt að fá gott. Vonandi gefur Arnar mér góða einkun. Annars er ég nú búin að leggja á mig töluverða vinnu, en sjáum til. Ég reyni allaveganna að gera mitt besta. CSI er skemmtilegur þáttur og líka alls konar glæpaþættir.

mánudagur, mars 22, 2004

Núna er önnur vinnuvika hafin, það er önnur skrifvika. Held að þetta verði skemmtileg vika. Ég held það nú bara. Vííí.
Annars fórum Gunnar og ég að sjá Whale Rider á laugardaginn og það var nú alveg hreint út sagt frábær mynd. Mæli með því að allir sjái hana. Sérstaklega þeir sem hafa áhuga á Nýja Sjálandi, eða hafa farið þangað (þú, Bryndís ættir að hafa gaman að þessari mynd). Gaman að sjá eitthvað annað en þetta típískt ameríska.

föstudagur, mars 19, 2004

Plebbi

Orðið plebbi er notað um ómenningarlegan eða lágkúrulegan mann. Það er stytting á nafnorðinu plebeji í sömu merkingu sem barst hingað úr dönsku plebejer og er eldra í málinu eða frá því snemma á 20. öld. Eins er til lýsingarorðið plebejískur 'lágkúrulegur' fengið frá dönsku plebejisk. Plebbi er vel þekkt í málinu frá því upp úr miðri 20. öld og sömuleiðis lýsingarorðið plebbalegur.

Upprunann er að sækja til latínu. Orðið plebs merkti 'fólk, lýður' og var notað um lægri stéttir Rómarríkis en orðið patricius sem er dregið af orðinu pater 'faðir' var haft um hástéttarfólk. Lýsingarorðið plebeius var þá notað yfir þá sem tilheyrðu almúganum.

Tekið af Vísindavefnum

fimmtudagur, mars 18, 2004

Bráðum verð ég ástaraldinstelpa. Gaman gaman. Takk Gunnar.
Istanbul not Constantinopel...
Ritgerðin mín er orðin 5746 orð. 20 blaðsíður. Húrra fyrir mér. Samt gengur mér nú bara annsi illa í dag! Rétt búin að skrifa 200 orð um hann Durkehim, kenningaleg umræða er ekki sérstaklega skemmtó, allaveganna ekki keningar Durkheim. En jæja, verður maður ekki að halda áfram að reyna að pikka eitthvað inn? Hvern nennir að skrifa eitthvað spennandi um collective representations og tengja það við dauðann? Sko... CR þýðir að það sé samheldni í samfélaginu og að fólk geri það sem er best fyrir samfélagið. Er dauðinn góður fyrir samfélagið, hvernig tekst samfélagið á við dauða einstaklings? Hvað með listamenn eins og Andres Serrano? Vinnur hann undir einstaklingshyggjunni eða er hann ákveðið aðhald að samfélaginu. Með því að setja fram ákveðnar hugmyndir um dauðann er hann að ógna sameiginlegri vitund samfélgsins um hvernig á að umgangast dauðann, en hann er líka að þjappa fólki saman og búa þanning til ennþá meiri þéttni í samfélaginu.

Ok, hvernig væri nú að skrifæði mitt næði yfir í ritgerðina,
bless í bili.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Piss Christ. Svona finnur maður þegar maður er að leita að heimildum fyrir BA ritgerð! Jamm eða þetta, þetta. Skemmtilegt ekki satt??
Annars er ég á rjúkandi bruni með ritgerðina, 15 blaðsíður komnar, næstum hálfnuð. Er að fara að brillera, Durkheim og Rosaldo og kannski Focault fá ef til vill að birtast í ritgerðinni minni. Það fólk á það sameiginlegt að vera allt látið. Skondin tilviljun ha???

mánudagur, mars 08, 2004

fimmtudagur, mars 04, 2004

Skori á alla að mæta í þolfimi í kvöld. Allaveganna að einhver mæti. Síðast þá vorum við bara 3 og þá féll tíminn niður. Ógeðslega fúlt, ég segi nú ekki annað. Ég vil fá þolfimi, takk fyrir. Æj ég veit, ég er örugglega óþolandi að vera alltaf að nöldra út af þessum tímum en mér finnst þeir vera skemmtó og ég vildi að það myndi einhver mæta.
Ritgerðin mín er orðin 2200 orð. Ég er nú bara ágætlega sátt við það. Núna á ég sem sagt 7800 - 12800 orð eftir. Frábært mál. Núna er ég búin að skrifa um kenningar Philippe Ariés og Geoffrey Gorer. Þeir segja að í nútímanum hafi dauðinn orðið að taboo, hann hafi verið gerður að forboðnu umræðuefni í samfélaginu.
Gaman, gaman að gera ritgerð. Ho ho.

miðvikudagur, mars 03, 2004

Díses. Var á Bókhlöðunni áðan og ætlaði að fara að fá mér vatn. Þegar ég var að nálgast klósettið sá ég stelpu fara inn á klósettið en ég ákvað að bíða. Þegar stelpan var búin að vera svolitla stund á klósettinu þá heyrði ég að hún var að kúka!!! Og það var nú ekki eins og ég lægi á hurðinni, það heyrðist bara svona hátt í henni. Mig langaði nú ekkkert sérstaklega að bíða eftir að gellan væri búin að bomba í klósettið svo að ég fór bara. Ég vildi sko ekki fá kúkalykt af vatninu mínu!!

þriðjudagur, mars 02, 2004

Ég er búin að skrifa 1700 orð í dag. Vááá. Held að ég láti það nægja mér í dag. Ágætis árangur samt. Búin að skrifa meira í dag heldur en ég gerði á 2 dögum. Geðveikt dugleg. Ég held að kreppan sé alveg farin. Ég held nú bara að þetta reddist alveg, svona þegar maður nennir að koma sér að verki. Vvvvííí
Byrjaði aftur á ritgerðinni minni og núna er ég komin með 1300 orð. Þannig að núna er ég búin að pikka inn samtals 2900 orð í blessaðri ritgerðinni. Ég tel það nú bara vera nokkuð góðan árangur. Vei fyrir mér.
Það er hægt að fá miða á Korn tónleikana á 10 000 á kassi.is. Held að það sé ekki allt í lagi með fólk. Einn sem var að selja miða á tónleikana sagðist vera með miða á tónleikana sem færu til þess sem myndi bjóða hæst. Díses kræst.

Tónlist

Hæ.
Mér þætti vænt um ef að einhver vildi vera svo vænn að gefa mér ábendingar um eðaltónlist sem er þess virði að leita að. Ég er að leita að eðal tónlist, sem er vönduð, með tónlistarfólki sem hafa eitthvað vit á því sem þeir eru að gera. Svona plötum sem er möst að eiga vegna þess að þær eru snilld.
Ég er í kreppu núna. Veit ekki hvernig ég á að skipuleggja ritgerðina mína. Kannski nota ég ekki allt þetta sem ég er bún að skrifa, sniff sniff. Er einhver sem bíðst til að skrifa eina ritgerð fyrir mig? 50 blaðsíður takk fyrir. ohhh. Monkey monkey, úgga púgga. VVVVVííííííí

mánudagur, mars 01, 2004

1400 orð. Úff. Held að ég láti þetta ver nóg í bili. Planið er að prenta þetta út og lesa textann yfir á gagnrýninn hátt. Núna held ég að ég ætli að laga til smá.
Ég er komin með nýjan leiðbeinenda fyrir ritgerðina mína. Vííí
Og núna er geðveik rigning úti og ég nenni ekki að vera að læra!

Þéttskipuð helgi

Föstudagur: Fórum á tónleika með Eivør Pálsdóttir. Það var ofsalega skemmtilegt, hún syngur svo geggjað vel hún Eivør. Rosa stuð. Hefði nú mátt vera aðeins minna af ógeðslegu reykingarpakki. Óheyrlega mikið af reykingarpakki sem var að spúa mengun yfir allan staðinn. Mér var alveg óglatt af öllum reyknum og þurfti að fara aðeins út og fá mér ferskt loft.
Laugardagur: Lyfta í Sporthúsinu. Bíó með Magnúsi Baldvini og Jóni Lárusi í Bæjarbíó Hafnarfirði. Við fórum að sjá Jón Odd og Jón Bjarna, voða gaman að sjá svona gamla mynd í svona gömlu bíói. Efti bíó fórum við í MacDonalds og þar fengu strákarnir barnabox, nammi namm. Við Gunnar vorum á leiðinni í mataboð hjá Ólöfu svo að við fengum enga hamborgara í þetta sinnið. Við fengum hinsvegar ljúffengan fisk hjá Ólöfu, nammi namm. Takk fyrir mig, þetta var ofsalega gott. Horfðum á Mona Lisa Smile. Ágætis mynd, en arg, talandi um að vera mataður af fyrirfram ákveðnum hugmyndum um hlutverk kynjanna.
Sunnudagur: Matur 2004. Fórum nokkur saman á matvælasýninguna í Fífunni, allt í boði ÁTVR, he he. Fullt af mat á boðstólum, allt ógeðslega gott. Ég elska mat. Vínhornið var ekki eins frábært, lítið verið að kynna og frekar snubbótt eitthvað, en það var kannski bara allt í lagi,ég kom nú aðalega til að smakka matinn. Við Gunnar keyptum smá dót. Þurrkað nautakjöt, bolsíur og snakk. Síðan fengum við líka fullt af allskonar prufum af alls konar dóti. Við fengum líka trilljón bæklinga, allskonar upplisingar og fróðleik. Sem sagt, ofsa lega gaman og ofsalega gott á Matur 2004. Um kvöldið fórum við síðan í matarboð til Önnu Rúnar. Hún eldaði ofsalega góðan kjúlla fyrir okkur. Og við héldum áfram að borða. Nammi namm. Daníel Kári er orðinn rosa stór, það er greinilega allt of langt síðan ég sá hann síðast.

Svona var þá helgin í hnotskurn hjá mér og honum Gunnari sæta krútti.