föstudagur, júlí 22, 2005

Frábær dagur í dag

Ég var úti í dag. Í morgunmatnum, hádegismatnum og í kaffipásunni sem ég tók mér klukkan þrjú. Við Gunnar fórum líka í sund klukkan 5 og flatmöguðum á sólarbekkjum. Gott gott. Ég er samt ekkert brún, ég er bara rauð á handleggjunum. Á morgun verð ég sennilegast orðin hvít aftur, svona eins og ég er alltaf. Það er soldið síðan að ég áttaði mig á því að ég get ekki orðið brún. Allaveganna ekki eins brún og sumir geta orðið. En hvað með það, það er kúl að vera hvít :)

Annars er ég víst bara að fara að vera innipúki á morgun. Vinnan kallar. Ég vildi að maður gæti sleppt því að vinna. Eða allaveganna þyrfti maður ekki að vinna þegar er gott veður. Það er hundleiðinlegt að vera að vinna þegar er gott veður úti.

Góða helgi allir saman.

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Eins og vanalega var ég á síðasta snúning að ná strætó í morgunn. Þegar ég kem út sé ég að hann er um það bil að fara að koma svo að ég stekk af stað og hleyp eins og mófó að stoppustöðinni. Sé fram á að ná strætó. Ok ok. Þegar ég er komin fatta ég að ég gleymdi veskinu mínu heima. Ohhh! Ég spretti til baka, hleyp inn, næ í veskið, stekk út aftur og hleyp á hina stoppustöðina. Úffi púff. Þar þarf ég hinsvegar að bíða eftir strætó. Hmmm. Hlaup óþörf. Voldi samt að ég hefði náð fyrsta strætó, hann er miklu skemmtilegri. Það er leiðinlegt að skipta um strætó.

Boðskapurinn með þessari sögu: Alltaf gaman að hlaupa og svitna svolítið á morgnanna :)