sunnudagur, maí 19, 2002

Skokkarinn.
Hafið þið séð skokkarann?? Hvaða skokkarar er ég að tala um?? Ég er að tala um gaurinn sem er oft að skokka fyrir utam hjá okkur! Hann er með sítt skegg og skokkar mjög furðulega. Heyrt hef ég af því að hann skokki stundum aftur á bak!! Whats upp með það?? Ég meina dettur hann aldrei?? He he. Ég hef heyrt að hann hafi verið í Háskólanum og hafi víst lært yfir sig! Aumingja maðurinn! Maður ætti þess vegna að vara sig á lærdómnum! Hann getir verið hættulegur!!
Lærið þess vegna með gát eða þið getið orðið geggjaðir skokkarar!!

föstudagur, maí 17, 2002

Vinna vinna vinna!
Ég er sem sagt byrjuð að vinna í sumarvinnunni minni. Og að vanda er svaka stuð! Því miður er ansi gott veður úti!! Hvernig getur það verið slæmt??? Ég bara spyr!! Jú það er neflilega þannig að ég er að vinna inni, svo að ég neyðist til að horfa á góða veðrið út um gluggann!! En nóg um það, heyrumst síðar.

föstudagur, maí 10, 2002

Jæja, kæru vinir. Nú stefnir óðum að próflokum og þá verða nú allir glaðir. Við í 8-villtum ætlum að fagna ærlega á morgun, laugardag, hörkuskemmtun. Snemma hefst gleðin, borðað heima hjá mér... Það verður sælkeramatur á boðstólum...Fordrykkur og rauðvín með matnum, mmm. Ég held að ég ætli að drekka A mano sem er ítalskt rauðvín sem á víst að vera eitthvað hrikalega gott :) Það er nú eins gott fyrir fólk að þetta vín verði gott! Annars verð ég brjáluð!! Heyrðu já, kvöldið!!
Við í stjórn Homo höfum fengið leigðan kjallaran á Gauknum og við lofum HÖRKU fjöri fyrir þá sem mæta. Fyrir þá sem vilja verður síðan ball með Írafár um kvöldið og við fáum að sjálfsögðu frítt inn á þennan gæðadansleik, jei..Einhver hvíslaði því að mér að það yrði stuð á Vegamótum svo að hver veit nema maður eigi bara eftir að hanga þar eins og alla aðra jammdaga!!
Sem sagt það verður dansað og jammað alla nóttina og það verður vægast sagt gaman, svo er bara að vona að það verði gott veður svo að okkur rigni ekki niður í svaðið!!
Sjáumst hress og kát á morgun!! Gaman saman hjá öllum sem eru að fara að jamma á morgun!!

miðvikudagur, maí 08, 2002

Vinirnir: ÓBM

Hún Ólöf Birna Margrétardóttir er vinkona mín og hún vildi endilega að ég skrifaði um sig á þessa síðu. Hmm. Ólöf mín hvað viltu að ég segi um þig?? Við Ólöf kynntumst alminnilega þegar við vorum á fyrsta ári í MH. Við fermdust líka saman en þá vorum við agalega litlar og sætar...:) Hún Ólöf er svölgella.is og á allan heiður skilið sem góð og hress ung stúlka. Ólöf á kærasta sem heitir Pétur og kemur frá Húsavík! Hún hefur neflilega gert svolítið af því að fara til Húsavíkur að heimsækja systur sína þar! Ég hef meira segja tvisvar farið til Húsavíkur til að heimsækja Ólöfu og það var bara mjög skemmtilget í bæði skiptin!
Ólöf byrjaði í Lífefnafræði um jólin og ætlar að halfa áfram að grúska í efnum þangað til hún verður geðveikur vísindamaður með úfið hár!! Nei ég segi nú bara svona! He he!! Gaman að henni Ólöfu alltaf.
Til hamingju Ólöf, þú ert komin á heimasíðuna mína!!
xxx

sunnudagur, maí 05, 2002

Próf
Núna stendur próflestur sem hæst hjá henni Jónu litlu!! Það þýðir að hún er í skólanum svona næstum allan sólahringin, nema þegar hún er að gera eitthvað annað skemmtilegt! Núna er sunnudagur og aðeins einn og hálfur dagur í næsta próf sem er Aðferðafærði 2. Aðfó, eins og ég kýs að kalla áfangan er ekki mjög skemmtilegt fag og ekki bætir kennarinn það nú! Hann Guðmundur er nú sennilegast alveg ágætiskall en mér finnst kennslan hans engan vegin höfða til mín! Já fyrir utan það að tímarnir eru (voru) tvisvar í viku og alltaf klukkan átta á morgnana, svo að þið getið ímyndað ykkur að stundum þurfti að herja stríð við svefninn og ég var sko ekki alltaf sigurvegarinn. Allavega.. Þá er próf hjá mér núna á þriðjudaginn og maður reynir nú víst að taka inn þekkingu á námsefninu! Kíkvaðrat og öryggisbil þýðismeðaltala rokka feitt.
Síðan er bara að byrja að læra fyrir inngang!! Jei, það er neflilega skemmtilegast fagið og ég ÆTLA að fá gott í því, annars gerist eitthvað slæmt fyrir einhvern!! Nei ég segi svona, ég ætla bara að reyna að gera mitt besta!
So far er ég búin að taka eitt próf í þessari prófatíð og það var í Maður og Umhverfi. Það gekk bara val, vona ég. Típískt Kristínar Loftsdóttur próf: Sanngjarnar spurningar og femínista spurning (Of cousre).
Annars er þetta búin að vera góð prófatíð, ekkert allt of gott veður, fór meira að segja út að dasna um síðustu hlegi og matartímarnir hafa verið indælir! Fullt af góðum mat.
Verði ykkur að góðu.