miðvikudagur, maí 08, 2002

Vinirnir: ÓBM

Hún Ólöf Birna Margrétardóttir er vinkona mín og hún vildi endilega að ég skrifaði um sig á þessa síðu. Hmm. Ólöf mín hvað viltu að ég segi um þig?? Við Ólöf kynntumst alminnilega þegar við vorum á fyrsta ári í MH. Við fermdust líka saman en þá vorum við agalega litlar og sætar...:) Hún Ólöf er svölgella.is og á allan heiður skilið sem góð og hress ung stúlka. Ólöf á kærasta sem heitir Pétur og kemur frá Húsavík! Hún hefur neflilega gert svolítið af því að fara til Húsavíkur að heimsækja systur sína þar! Ég hef meira segja tvisvar farið til Húsavíkur til að heimsækja Ólöfu og það var bara mjög skemmtilget í bæði skiptin!
Ólöf byrjaði í Lífefnafræði um jólin og ætlar að halfa áfram að grúska í efnum þangað til hún verður geðveikur vísindamaður með úfið hár!! Nei ég segi nú bara svona! He he!! Gaman að henni Ólöfu alltaf.
Til hamingju Ólöf, þú ert komin á heimasíðuna mína!!
xxx

Engin ummæli: