sunnudagur, maí 05, 2002

Próf
Núna stendur próflestur sem hæst hjá henni Jónu litlu!! Það þýðir að hún er í skólanum svona næstum allan sólahringin, nema þegar hún er að gera eitthvað annað skemmtilegt! Núna er sunnudagur og aðeins einn og hálfur dagur í næsta próf sem er Aðferðafærði 2. Aðfó, eins og ég kýs að kalla áfangan er ekki mjög skemmtilegt fag og ekki bætir kennarinn það nú! Hann Guðmundur er nú sennilegast alveg ágætiskall en mér finnst kennslan hans engan vegin höfða til mín! Já fyrir utan það að tímarnir eru (voru) tvisvar í viku og alltaf klukkan átta á morgnana, svo að þið getið ímyndað ykkur að stundum þurfti að herja stríð við svefninn og ég var sko ekki alltaf sigurvegarinn. Allavega.. Þá er próf hjá mér núna á þriðjudaginn og maður reynir nú víst að taka inn þekkingu á námsefninu! Kíkvaðrat og öryggisbil þýðismeðaltala rokka feitt.
Síðan er bara að byrja að læra fyrir inngang!! Jei, það er neflilega skemmtilegast fagið og ég ÆTLA að fá gott í því, annars gerist eitthvað slæmt fyrir einhvern!! Nei ég segi svona, ég ætla bara að reyna að gera mitt besta!
So far er ég búin að taka eitt próf í þessari prófatíð og það var í Maður og Umhverfi. Það gekk bara val, vona ég. Típískt Kristínar Loftsdóttur próf: Sanngjarnar spurningar og femínista spurning (Of cousre).
Annars er þetta búin að vera góð prófatíð, ekkert allt of gott veður, fór meira að segja út að dasna um síðustu hlegi og matartímarnir hafa verið indælir! Fullt af góðum mat.
Verði ykkur að góðu.

Engin ummæli: