laugardagur, júlí 29, 2006

Ég er alveg ótrúlega þreytt núna. Ekki það að ég sé neitt syfjuð, ég er bara einhvernveginn þreytt. Best að skella gleðinni í andlitið og koma sér út í göngutúr.

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Tónleikar
Þá er maður bara að fara að skella sér á tónleika í kvöld. Nasa er staðurinn, Belle & Sebastian og Emiliana Torrini verða að spila. Þess vegna má segja að maður eigi von á eðalkvöldi. Annars er nú alltaf gaman að fara á tónleika, það er eitthvað svo mikil stemmning í því.

Jei

miðvikudagur, júlí 26, 2006

laugardagur, júlí 22, 2006

Sumarfríið okkar

Vorum í sumarfríi í síðustu viku. Þetta átti að verða Vestfjarðaferð en breyttist svo í Austfjarðarferð vegna ekki svo góðrar veðurspár en í lokinn varð þetta hringferð. Löggðum af stað á sunnudaginn síðasta og fengum þrusuveður þegar við byrjuðum að nálgast austrið. Keyptum ullarsokka í Víkurprjóni, skoðuðum krikjuna og löbbuðum í fjörunni. Reyndrangs voru frábærir að vanda, gaman að sjá þá bæði í glimmrandi sól og grenjandi rigningu.
Gistum fyrstu nóttina í Skaftafelli í æðislegu veðri og fórum svo á mánudagsmorguninn í smá gönguferð þar sem við löbbuðum langleiðina upp að Kristínartindum. Ætluðum fyrst bara að fara í smá göngu upp að Sjónarnípu en ákváðum að lengja aðeins þessa gönguferð. Þegar niður var komið pökkuðum við tjaldinu og brunuðum lengar austur. Skelltum okkur í sund í Höfn. Rosa notalegt að komast í pottinn. Eftir Sundferðina var ferðinni haldið áfram og tími til kominn að PJ Harvei sýndi torfæruhæfileika sína. Brunuðum inn í Grænuhlíð en leiðin þangað liggur meðfram Jökulsá í Lóni. Svaka torfærur og við ákváðum að snúa við þegar torfærurnar voru orðnar að gömlum árfarvegi!! Á bakaleiðinni sáum við mann sem var að setja upp skilti sem sýndi hvert átti að fara til að fara inn á tjaldstæðið! Ákváðum að kíkja á málið og eftir meiri torfærur fundum við svo loksins þennan litla grasblett sem var kallað tjaldstæði. Fellihýsapakkið búið að yfirtaka besta staðinn svo að við gistum á ferkönntuðum grasblett sem greinilega hafði verið tyrftur fyrir einhverju síðan. Æðislega fallegt svæði. Ljós fjöll og dalir allt í kringum okkur. Jökulsáin rétt handan við hæðina. Alveg svakalega fallegt. Það spillti heldur ekki fyrir að við fengum þetta líka ágætisveður um kvöldið og gátum setið úti og borðað kvöldmat.
Næsta dag keyrðum við svo fyrir Austfirðina. Skoðuðum Djúpavog, Breiðdalsvík og Stöðvarfjörð og gistum svo á Fáskrúðsfirði. Vegna þess að það var ekki svo mjög gott veður þá náðum við ekki að skoða þessa ágætisbæi neitt mjög vel en við skoðuðum steinasafn Petru á Stöðvarfirði og það var mjög flott. Fórum í nýju göngin frá Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar, mjög flott göng og flott að koma út úr þeim og sjá yfir bæinn og álverið. Mikið af þungaflutningum og brjáluðum bílstjórum. Einn bensínbíll með aftanívagn tók fram úr okkur inn í göngunum: Brjálaðingur. Kíktum svo til Eskifjarðar og Neskaupsstaðar.
Vá vá. Geðveik þoka á leiðinni þangað svo að leiðin inn til Neskaupsstaðar var alveg hrikaleg fyrir okkur. Maður byrjar á því að taka vinstribeyju í Eskifirði og svo keyrir maður bara stanslaust upp þangað til maður er kominn í 600+ metra hæð. Þá taka við einbreið göng! Þegar út úr göngunum var komið tók á móti okkur þessi svakalega þoka. Maður keyrði bara inn í hvítt. ALveg svakalegt, ég skil eiginlega bara ekki hvernig fólk kemst þetta á veturnar. Ég veit að ég er svaka mikið borgarbarn en mér fannst þetta samt bara ægilega óhugnanlegt eitthvað.
Enduðum síðan daginn á því að fara í sund á Egilsstöðum og bruna inn í Atlavík í mannmergðina þar. Þvílíkur troðningur á tjaldstæðinu þarna, ég hef bara ekki séð annað eins. Aðallega voru þetta nú samt stórir tjaldvagnar, fellihýsi, húsbílar og stórir jeppar sem tóku allt plássið. Litla tjaldið okkar týndist eiginlega þarna innan um stóru húsin...
Mikil rigning á Egilsstöðum svo að okkur eiginlega ringdi bara niður þarna. Hundleiðinlegt. Ætluðum að kíkja upp að Kárahnjúkum en við ákváðum að sleppa því vegna þoku. Gaman að keyra 60 km upp að stíflugarðinum til að sjá ekki nema 50 m frá sér. Þannig að við fórum bara í végarð og sáum video um staðinn.
Síðan var bara haldið heim á leið og við ákváðum að fara bara norðurleiðina heim, það er hvort eð er alveg jafn langt. Þegar við vorum komið á Mývatn var komið þetta fínasta veður og þegar við komum inn í Eyjafjörðin tók á móti okkur glampandi sól og blíða. Við stoppuðum þó ekki lengi við á Akureyri heldur héldum keyrslunni áfram og enduðum í Dæli, litlu tjaldstæði í Húnavatnssýlsu. Sá þetta bara í Vegahandbókinni og við ákváðum bara að skella okkur á þetta. Svolítið mikið rok en það var svo sem í lagi þar sem blauta tjaldið okkar þornaði bara fyrr í staðinn.
Á föstudaginn keyrðum við fyrir Vatnsnesið, skoðuðum Borgarvirki, sáum Hvítserk og virtum fyrir okkur seli sem flatmöguðu í fjörunni. Ótrúlega skemmilegt. Sund í Borgarnesi og síðan brunað beint í Heiðrúni þar sem síðasti fríabjórinn var keyptur.
Sem sagt alveg glimrandi fín vika fyrir utan að okkur hafi eiginlega ringt niður á Egilsstöðum. Rosa gott veður í Skaftafelli, gaman að hafa prófað 2 ný tjaldstæði sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til.
Töff, töff, töff!!

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Plís gefið mér smá gott veður. Hef verið að nota vettlinga í allt sumar. Komm on!

mánudagur, júlí 10, 2006

Helgin í hnetu

Helgin í hnetu, ha ha. Gaman að geta komið með brandara sem að fá sjálfan mann til að brosa út í annað. Ætlaði að skrifa helgin í hnotskurn en hnetur eru bara miklu skemmtilegri. Ha ha.

Allaveganna... Það leit út fyrir að það væri bara komið sumar hérna á Íslandinu góða á föstudaginn þannig að við Gunnar drifum okkur út að hjóla þegar við komum heim úr vinnunni. Stóri 20 km. hringurinn tekinn með stæl og að sjálfsögðu var mótvindur næstum alla leiðina. Súm einar 6 kanínur í Elliðaárdalnum þegar við vorum að koma heim. Þær voru nú ekkert litlar þessar elskur, eiginlega voru þær bara risastórar Keyptum okkur ísgrím með appelsínu og ananas bragði, nammi namm. Eftir mat og sturtuferðir brunuðum við niður í Háskólabíó og sáum myndina The Brakeup. Hún var nú bara ágæt. Alltaf gaman að sjá myndir sem létta manni lífið og láta mann hlæja.

Afrekaði að hjóla í vinnuna og til baka á laugardaginn þannig að ég er bara búin að hjóla næstum 45 km um helgina :D Gaman gaman. Var að vísu svolítið sveitt þegar ég kom heim en það var allt í lagi eftir að ég kom úr sturtunni. Ætluðum að horfa á leikinn heima en þegar 5 mín voru búnar sáum við fram á að Sýn ætlaði ekki að opna fyrir þennan leik svo að við brunuðum bara til foreldra Gunnars og sáum leikinn þar.

Fór líka að vinna í gær en ég nennti ekki að hjóla svo að ég tók bara bílinn... Leti.is En þrátt fyrir bílaleti mína þarna fyrr um daginn þá tókum við okkur til og löbbuðum í Áræjarsafn og keyptum slikkerý og bolsíur.

Skemmtilegur leikur þrátt fyrir að sumir hafi hagað sér eins og hálfvitar. Það hlítur að vera vont að vera skallaður í bringuna, ái.

Sem sagt mjög skemmtó helgi og Gunnar er bestur :D

laugardagur, júlí 01, 2006

Töskurnar mínar...

Töskurnar mínar eru alltaf að koma á óvart. Ég á neflilga fullt af töskum sem ég geymi í sérstökum töskuhillum sem Gunnar útbjó fyrir mig. Ég á allskonar töskur til að nota við hin ýmsustu tækifæri; út á djamminu, í vinnuna, í sund, í búðir osfrv. Ég var að laga til í töskuhillunum mínum áðan og skoðai ofan í eina tösku sem ég hef ekki notað í langan tíma og haldið ekki að ég hafi bara fundið varalit sem er búinn að vera týndur í langan tíma. Ég var svo afskaplega glöð að finna þennan varalit því að þetta er einn af mínum uppáhalds varalitum og núna get ég farið að nota hann aftur. Það er gaman að skoða í gamlar töskur og finna dót sem maður hélt að væri týnt. Gaman gaman.

Annars fór ég nú í smá búðarleiðangur áðan. Keypti mér loksnins strigaskó fyrir sumarið. Loksins fann ég strigaskó sem voru á bjóðalegu verði og það besta var að lappirnar á mér líta út fyrir að vera mjög litlar í þeim, jei. Síðan var ég eitthvað að dæmast, ætlaði að fara í 3 föndurbúðir en mér til mikillar ólukku þá voru þær allar lokaðar. Fólk er greinilega ekki í miklum föndurhugleiðingum júní og júlí. Argi pargi. Fór svo í útsölumarkað 66gráður norður og keypti mér bílavetlinga, ó je. Hnausþykka flísvettlinga sem eiga eftir að koma sér þvílíkt vel í vetur.

Jæja, best að fara að ganga frá varalitnum og klára að raða töskunum á sinn stað.