mánudagur, júlí 10, 2006

Helgin í hnetu

Helgin í hnetu, ha ha. Gaman að geta komið með brandara sem að fá sjálfan mann til að brosa út í annað. Ætlaði að skrifa helgin í hnotskurn en hnetur eru bara miklu skemmtilegri. Ha ha.

Allaveganna... Það leit út fyrir að það væri bara komið sumar hérna á Íslandinu góða á föstudaginn þannig að við Gunnar drifum okkur út að hjóla þegar við komum heim úr vinnunni. Stóri 20 km. hringurinn tekinn með stæl og að sjálfsögðu var mótvindur næstum alla leiðina. Súm einar 6 kanínur í Elliðaárdalnum þegar við vorum að koma heim. Þær voru nú ekkert litlar þessar elskur, eiginlega voru þær bara risastórar Keyptum okkur ísgrím með appelsínu og ananas bragði, nammi namm. Eftir mat og sturtuferðir brunuðum við niður í Háskólabíó og sáum myndina The Brakeup. Hún var nú bara ágæt. Alltaf gaman að sjá myndir sem létta manni lífið og láta mann hlæja.

Afrekaði að hjóla í vinnuna og til baka á laugardaginn þannig að ég er bara búin að hjóla næstum 45 km um helgina :D Gaman gaman. Var að vísu svolítið sveitt þegar ég kom heim en það var allt í lagi eftir að ég kom úr sturtunni. Ætluðum að horfa á leikinn heima en þegar 5 mín voru búnar sáum við fram á að Sýn ætlaði ekki að opna fyrir þennan leik svo að við brunuðum bara til foreldra Gunnars og sáum leikinn þar.

Fór líka að vinna í gær en ég nennti ekki að hjóla svo að ég tók bara bílinn... Leti.is En þrátt fyrir bílaleti mína þarna fyrr um daginn þá tókum við okkur til og löbbuðum í Áræjarsafn og keyptum slikkerý og bolsíur.

Skemmtilegur leikur þrátt fyrir að sumir hafi hagað sér eins og hálfvitar. Það hlítur að vera vont að vera skallaður í bringuna, ái.

Sem sagt mjög skemmtó helgi og Gunnar er bestur :D

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er gott að sjá að Gunnar er ennþá bestur.