mánudagur, febrúar 28, 2005

Var aðeins að skoða heimasíðuna hjá idol. Þar sem að ég er ekki idol fan þá veit ég ekki neitt um keppendurna sem skrækja í sjónvarpinu á föstudögum. Ja, nema þá kanski að hún Hildur Vala er að taka þá og hún var víst einu sinni að vinna með mér! Síðan var ég að skoða upplýsingar um þennan Davíð Smára og ef mér skjátlast ekki þá var drengurinn í sama árgangi og ég í mínum grunnskóla.

Fyndið ha??

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

þetta fyrir tilviljun á netinu.

This is the Guiness Book of World Records holder of the fastest roller coaster in the world. It's located at the foot of Mt. Fuji in Japan.
Maximum speed 172 km/hr (in 5 sec)
Course length 1189 meters
Ride time 60 sec
Maximum acceleration 4.25 G
Tallest point 52 meters
Maximum drop angle 90 degrees

Ég væri nú alveg til í að skella mér í þennan :)
Og þokan hvarf á hálftíma. Húrra fyrir því.
Það er þoka úti.
Það er búið að vera þoka í næstum 3 daga hérna í Reykjavíkinni. Mér líst ekkert sérstaklega vel á þokunna, það er svo óþægilegt að vita ekki hvað er handan við hornið. Svo er þokan líka búin að vera svo lengi. Hvað ef að eitthvað hefur breyst? Ætli Reykjavík hafi tekið á sig aðra mynd undir hulu þokunnar.

Svo er þokan líka að hindra því að fólk komis til og frá borginni. Amma mín er föst á Akureyri en kemur vonandi heim núna í hádeginu.


Ég fór að lyfta í gær. Var held ég bara voðalega dugleg, byrjaði á því að fara á stígvélið og síðan á hlaupingsbrettið. Hlaup hlaup. Síðan lyfti ég bara með höndunum af því að Hulda María var með mér. Þrátt fyrir að hafa sýnt kraftatakta er ég ekki með neina harða vöðva í dag. Vöðvarnir eru bara hressir og kátir og kalla á mig: Þú getur gert betur en þetta. Lyfta meira, lyfta meira! Ég held að ég skelli mér þess vegna bara í ræktina á morgun og taki smá lappaæfingar. Lappirnar mína vilja nú alveg fara að styrkjast. Hlaupi hlaupi!!

Annars er allt í óreiðu heima hjá mér núna. Eða bara hjá mér núna. Þess vegna ætla ég ekki að fara í gymmið í dag, ég ætla að fara heim að tölvast. Ég ætla að fara heim og borða beikon... slurppp. Ég ætla líka að knúsa hann Gunnar minn af því að hann er bestur.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Alveg ömurlegt

Ég lennti í einu alveg ömurlegu í dag. Ég ætlaði að vera rosalega sniðug og fara með ipodinn minn heim til mömmu og pabba svo að ég gæi bara sett tónlist sem þau eiga beint inn á spilarann. Ok ok. Ég setti geisladiskinn með forritinu í og eitthvað byrjaði að gerast. Síðan var mér sagt að setja ipodinn í samband. Ok ok. Ég gerði það sem mér var sagt að gera... Og viti menn: Þegar ég er búin að setja forritið inn þá eru ÖLL lögin af ipodinum horfin. Ég er að tala um 10 gb af tónlist, ÓGEÐSLEGA mikið af tónlist sem að ég er búin að eyða HEILMIKLUM tíma í að setja inn á tölvuna!
SVAKALEGA ömó. Ég er alveg miður mín. Allur þessi tími sem fór í þetta :(

En þar sem að ég hef heitirð mér að velta mér ekki endalaust upp úr hlutunum þá nenni ég ekki að hugsa um þetta mikið lengur og er bara byrjuð á að setja lög aftur inn á ipodinn. Ég er líka að reyna að sjá eitthvað gott í þessu af því að þá líður mér betur. Þetta verður bara tækifæri til að láta Monikuna í mér brjótast fram. Ég hef tækifæri til að flokka og skipuleggja lögin og albúmin í ipodinum svo miklu betur. Síðan hef ég líka afsökun fyrir að vera að stunda nýja hobbýið mitt á meðan ég set lög inn á tölvuna. Ég er neflilega byrjuð að prjóna.

Jamm jamm. Ég fékk uppskrift að vettlingum hjá einni í vinnunni og núna bara verð ég að prjóna. Gengur svona la la, en mér tókst allaveganna að byrja að búa til lykkjurnar og muna hvernig slétt og brugðið er. Vei fyrir mér.

Að grennast

Megrun og aukakíló er eitthvað sem að er til umræðu í samfélaginu þessa daganna.
  • Hvað á maður að gera til að grenna sig??
  • Er ég of feit??
  • Offita er að verða heilsufarslegt vandamál þjóðarinnar
  • Fita, fita, fita...
  • kolvetni, kolvetni, kolvetni...

Mig langar alveg að grennast en ég er ekkert heltekin af þessari hugmynd. Ég borða bara það sem að mig langar í, þegar mig langar í það. Ég reyni bara að halda takmarkinu mínu og borða hollari mat. Mér finnst neflilega vanta svolítið upp á hollt mataræði heima hjá mér. Ég er til dæmis í ávaxta átaki núna. Það felst í því að borða sem mest af ávöxtum af því að þá verður maður svo frískur :)

Nóg um megrun og annað slíkt ég er farin að vinna!

Ég var að laga til í geymslunni hjá pabba um helgina. Það er nú kannski ekki í frásögur færandi nema hvað að ég held að ég þurfi aldrei að kaupa leikföng fyrir börnin mín. Ég er búin að taka heim til mín fullt af kössum sem eru allir fullir af barnaleikföngum, bókum og fötum. Ég hef átt rosalega mikið af leikföngum þegar ég var lítil.
Ég fann fullt af póný hestum, pleymódóti og alls konar dúkkum og kvikindum sem ég hef leikið mér með í gegnum tíðina. Mig langaði allt í einu að vera barn aftur. Ég skemmti mér neflilega konunglega að leika mér með þetta dót þegar ég var lítil og núna langar mig að vera lítil aftur og þurfa ekki að hugsa um neitt annað en dótið mitt.

laugardagur, febrúar 12, 2005

Akademían kemur upp í manni.
Ég fór á fyrirlestur í Háskólanum áðan um málefni sunnanverðrar Afríku. Þetta var alveg snilld, það er gott að heyra fræðimenn tala á ný. Ég er orðin alveg veik núna, ég verð að komast í skóla og stunda fræðistörf.
Nú er bara spurning um að skella sér í MA ná haustið 2006??? Ég væri nú alveg feitt til í það.

Annars er nú bara mest lítið að frétta núna.
Ble í bili.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Mér leiðist þetta febrúarveður. Ég held að mér finnist febrúar vera leiðinlegri heldur en janúar.
Annars er nú alveg frábært veður úti núna í augnablkinu. En það er bara ekkert skemmtilegt að vera inni að vinna þegar er svona leiðinlegt veður úti.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Glæpaþættir

Nýtt CSI að byrja í kvöld! Jess. Ég fanga þessari þróun hjá Skjá Einum. Á mánudögum er venjulega CSI, miðvikudagar eru helgaðir nýja þættinum CSI: New York. Svo er Law and Order: SVU á sunnudögun. CSI: Miami er að fara að hætta en það er allt í lagi af því að aðallögreglumaðurinn þar er ekki rosalega skemmtilegur.

Alltaf meiri glæpir: Gaman gaman.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Uppþvottavélar

Ég á ekki uppþvottavél. Ég vaska leirtauið upp í höndunum og þurrka það á eftir.
Ég sá í innlit útlit þætti áðan frá konu sem var að flytja inn í nýtt hús. Það sem þeim hjónunum fannst nauðsynlegt í eldhúsið voru 2 uppþvotavélar. Ég spyr mig bara af hverju??
Ég á ekki einu sinni 1 uppþvottavél!
Ég er sybbin.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Held að ég sé háð blogginu. Eða þá bara að mér leiðist í vinnunni. Samt er ekki lítið að gera í vinnunni. Ég er bara alltaf að skoða hinar ýmsustu bloggsíður. Það er svo gaman að heyra frá ykkur öllum þarna úti.
Annars sit ég nú bara með tölvuna uppi í sófa og er að fara að horfa á smá Simpsons. Vííí

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Það snjóar í gettóinu. Ég er þreytt í vöðvunum eftir átök vikunnar. Gleraugun mín eru skítug og það koma upp vangaveltur hvort að ég ætti að drífa mig til augnlæknis. Margar vangaveltur þjóta framhjá þessa daganna og framtíðin blasir við mér. Stundum finnst mér óþæginlegt að hafa eins mikið val eins og ég hef. Á ég að gera þetta eða á ég að gera hitt. Þá hugsa ég um allt unga fólkið í heiminum sem stendur ekki í mínum sporum. Hvað ætli margar 24 ára gamlar stelpur hafi ekkert val? Þær verða bara að gera það sem er sett fyrir framan þær. Og ég held áfram að hugsa um ný gleraugu. Jú, SFR borgar nú einu sinni 30 % af verði gleraugnanna. Og ég held áfram að hugsa um fátæka fólkið í heiminum og ég segi við sjálfa mig. Slepptu augnlækninum (þú veist að sjónin hefur nánast ekkert versnað), slepptu gleraugunum (þín eru fín), sendu frekar peninginn til þeirra sem þarfnast þeirra meira en þú. Heyrði um daginn góða speki um gjafmildi. Minnir að það hafi verið Móðir Teresa sem sagði að maður ætti að gefa það mikið af eigin fjármunum að manni munaði um það. Hversu margir gera það? Örugglega fáir og svo sannarlega ekki ég. Verð að fara að gera meira fyrir samfélagið.

Annars held ég að ég verði að fara að hætta að skrifa núna í bili. Ekki það að ég hafi ekki ýmislegt að segja. Ég er bara að verða allt of væmin og ég gæti óvart farið að segja eitthvað sem ég sé eftir. Það var neflilega ein í vinnunni hjá mér sem var að lýsa yfir andúð sinni á svona bloggsíðum. Hún skildi einfaldlega ekki af hverju fólk væri að skrifa á netið. Þetta væri bara sjálfselska og fólkið sem gerði svona hliti að vera athygglissjúkt.
Er ég athygglissjúk?
Ég veit ekki. En ég veit samt að það er enginn tilneyddur til að lesa þessa síðu mína nema viðkomandi vilji það af fúsum og frjálsum vilja. Ég passa mig líka að setja ekkert á heimasíðuna sem að ég vil ekki að aðrir sjái.

Veit að þetta er MIKILL ruglpóstur en mér er alveg sama því að þið eruð öll svo frábær og góð.
Kveðjur og kossar...miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Góður Dagur

Hann Gunnar minn er sko bestur í heiminum og mér þykir alveg rosalega vænt um hann. Þrátt fyrir að það sé bara febrúar og ennþá dimmt úti og langt í sumarið er einhvern vegin allt betra. Það er að byrja að birta hérna og þá er allt svo rosalega gaman. Vorið er uppáhaldstíminn minn. Þá tek ég upp myndavélina og mynda ljósið. Rosa fallegt.

Ég skellti mér í Afró í gær. Vá hvað ég er eitthvað léleg í svona vúbbí vúbbí hreifingum. Ég er bara vön combati, steppi, lyftinum og öðru eróbikki. Vá hvað afró er ólíkt því. Ég var engan veginn að standa mig nógu vel. Held reyndar að íþróttaskórnir hafi haft sitt að segja. Þegar maður er í Afró eða jóga þá á maður eiginlega ekki að vera í íþróttaskóm. Ég var bara búin að vera í leikfimi í eina klukkustund áður en ég fór í afró og ég ætlaði ekki að drepa fólkið úr stinky toes.

Alfie var líka góð: He's younger than you!!! Snilld.