miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Góður Dagur

Hann Gunnar minn er sko bestur í heiminum og mér þykir alveg rosalega vænt um hann. Þrátt fyrir að það sé bara febrúar og ennþá dimmt úti og langt í sumarið er einhvern vegin allt betra. Það er að byrja að birta hérna og þá er allt svo rosalega gaman. Vorið er uppáhaldstíminn minn. Þá tek ég upp myndavélina og mynda ljósið. Rosa fallegt.

Ég skellti mér í Afró í gær. Vá hvað ég er eitthvað léleg í svona vúbbí vúbbí hreifingum. Ég er bara vön combati, steppi, lyftinum og öðru eróbikki. Vá hvað afró er ólíkt því. Ég var engan veginn að standa mig nógu vel. Held reyndar að íþróttaskórnir hafi haft sitt að segja. Þegar maður er í Afró eða jóga þá á maður eiginlega ekki að vera í íþróttaskóm. Ég var bara búin að vera í leikfimi í eina klukkustund áður en ég fór í afró og ég ætlaði ekki að drepa fólkið úr stinky toes.

Alfie var líka góð: He's younger than you!!! Snilld.

Engin ummæli: