fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Það snjóar í gettóinu. Ég er þreytt í vöðvunum eftir átök vikunnar. Gleraugun mín eru skítug og það koma upp vangaveltur hvort að ég ætti að drífa mig til augnlæknis. Margar vangaveltur þjóta framhjá þessa daganna og framtíðin blasir við mér. Stundum finnst mér óþæginlegt að hafa eins mikið val eins og ég hef. Á ég að gera þetta eða á ég að gera hitt. Þá hugsa ég um allt unga fólkið í heiminum sem stendur ekki í mínum sporum. Hvað ætli margar 24 ára gamlar stelpur hafi ekkert val? Þær verða bara að gera það sem er sett fyrir framan þær. Og ég held áfram að hugsa um ný gleraugu. Jú, SFR borgar nú einu sinni 30 % af verði gleraugnanna. Og ég held áfram að hugsa um fátæka fólkið í heiminum og ég segi við sjálfa mig. Slepptu augnlækninum (þú veist að sjónin hefur nánast ekkert versnað), slepptu gleraugunum (þín eru fín), sendu frekar peninginn til þeirra sem þarfnast þeirra meira en þú. Heyrði um daginn góða speki um gjafmildi. Minnir að það hafi verið Móðir Teresa sem sagði að maður ætti að gefa það mikið af eigin fjármunum að manni munaði um það. Hversu margir gera það? Örugglega fáir og svo sannarlega ekki ég. Verð að fara að gera meira fyrir samfélagið.

Annars held ég að ég verði að fara að hætta að skrifa núna í bili. Ekki það að ég hafi ekki ýmislegt að segja. Ég er bara að verða allt of væmin og ég gæti óvart farið að segja eitthvað sem ég sé eftir. Það var neflilega ein í vinnunni hjá mér sem var að lýsa yfir andúð sinni á svona bloggsíðum. Hún skildi einfaldlega ekki af hverju fólk væri að skrifa á netið. Þetta væri bara sjálfselska og fólkið sem gerði svona hliti að vera athygglissjúkt.
Er ég athygglissjúk?
Ég veit ekki. En ég veit samt að það er enginn tilneyddur til að lesa þessa síðu mína nema viðkomandi vilji það af fúsum og frjálsum vilja. Ég passa mig líka að setja ekkert á heimasíðuna sem að ég vil ekki að aðrir sjái.

Veit að þetta er MIKILL ruglpóstur en mér er alveg sama því að þið eruð öll svo frábær og góð.
Kveðjur og kossar...2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert best.

Ýrr sagði...

Já, ég skil ekki fólk sem er að böggast svona. Segi eins og þú: það er enginn að pína fólk til að lesa blogg!

...og by the way þá var ég búin að komast að því um daginn að ég er einmitt að svala athyglisþörf minni á blogginu...og er eitthvað að því?? Má fólk ekki vera athyglissjúkt? Það getur kannski orðið pirrandi fyrir vikið en...er það þá ekki þeirra eigið vandamál?

Maður spyr sig.