þriðjudagur, apríl 24, 2007

Mikið að gerast?

Er mikið að gerast hjá mér þessa dagana? Ég get nú ekki alveg sagt það. Vinna vinna, ekkert minna. Ég er að vísu farin að stunda jóga 2-3 í viku og það er bara ósköp notalegt. Er hætt í Baðhúsinu, ISF húsununm í bili. Þetta er bara komið gott í bili, þeir þurfa aðeins að fara að bæta hressleikann í stöðvunum sínum til að ég nenni að fara til þeirra í bráð.
Gunnar minn er í prófum núna og eins leiðinlegt og manni sjálfum finnst að vera í prófum þá er ég farin að vera pínu óþreyjufull í biðinni eftir próflokum. Góður stuðningur við eiginmannina þar!! Mig vantar bara stundum smá athyggli ;) Veit að ég fæ alla þá athyggli sem ég þarf í sumar svo ég get bara farið að hlakka til :


Vá, þessi póstur er bara orðin X margar línur. Persónulegt met, ha?

mánudagur, apríl 23, 2007

The Landlord

Mega fyndið myndband. Þar sem ég er ekki tölvunörd þá get ég ekki sett myndbandið beint inn en endilega ýtið hér til að skoða.

Óður héri réðst á eldri hjón í Austurríki

Lögreglumenn neyddust til þess að drepa óðan héra sem réðst á eldri hjón í norðurhluta Austurríkis. Að sögn lögreglu réðst fimm kílóa dýrið á 74 ára gamla konu er hún var að hengja upp þvott í garðinum sínum í Linz. Þegar eiginmaður hennar ætlaði að koma frúnni til bjargar réðst hérinn á hann.
Dýrið lét ekki þar við staðar numið heldur réðst einnig á tvo lögreglumenn sem voru sendir á staðinn til þess að hjálpa hjónunum. Að sögn lögreglu áttu þeir einskis annars úrkosti en að beita skammbyssum sínum á dýrið.
„Við vitum að naut, svín eða hundar geta orðið sérstaklega árásargjörn, en þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist með héra,“ sagði talsmaður lögreglu. Gamla konan var flutt á sjúkrahús með hérabit á fótunum, en dýralæknir rannsakar nú hvort hérinn hafi verið haldinn hundaæði eður ei. Robert Ferdiny, dýralæknir í Linz, segir að hundaæðiveiran hafi ekki greinst í Linz og nágrannahéruðum þess í yfir 15 ár.
Ferdiny segir að svo gæti verið að rekja megi undarlega hegðun hérans til þess að hann hafi verið á „kynþroskaskeiðinu sem hafi ágerst í miklum hlýindum,“ en afar hlýtt hefur verið í veðri í Austurríki að undanförnu miðað við árstímann.

Þessi frétt er fengin af mbl.is og hefur ágætis skemmtanagildi fyrir þreytta íslendinga á grámyglulegum mánudagsmorgni. Hefði samt ekki viljað lenda í þessu sjálf.

Önnur pæling á mánudagsmorgni: Af hverju þurfa eldri konur að nota vond ilmvötn. Ég er svöng og þess vegna er mér hálf óglatt og ég er bara að deyja úr vondri ilmvatnslykt!!

fimmtudagur, apríl 19, 2007