mánudagur, júní 30, 2003

Gunnar og ég fórum í útilegu um helgina. Það var rigning. MIKIL RINGNING!!! Þegar við mættum á laugardagseftirmiðdaginn, þá var búið að tjalda tjaldunu okkar (gott gott) svo að við gátum hent dótinu strax inn í tjald. Auðvitað var rigning þegar við komum, en sá sem stjórnar himnaþvottinum hefur ábyggilega ákveðið að taka sér frí þegar við Gunnar vorum að elda og borða. Það hélst þurrt á meðan við borðuðum steikurnar okkar. Ohh hvað ég elska íslenskt lambakjöt, nammi namm. Bjórinn og rauðvínið var teigað, mikið sungið og trallað. Takk fyrir skemmtiatriðin, þau voru fyndin.
Sunnudagsmorguninn byrjaði eins og við mátti búast, með rigningu... En þar sem við Gunnar erum orðin annsi sjóuð í að pakka saman í rigningu var tjaldið sett í poka og við brunuðum af stað. En þar sem við Gunnar erum hetjur þá fórum við ekki strax heim, heldur löbbuðum upp að Glym. Voða gaman og mikið stuð. Flugurnar eru ekki vinir okkar, þær eru pirrandi. MIKIÐ pirrandi.
Mesta umferð sem ég hef séð lengi var á leiðinni í bæinn. Það tók okkur 25 mín að keyra frá Mógilsá að nýjasta hringtorginu í Mosó!! Leið sem venjulega tekur innan við 5 mín að keyra. Oj oj oj. Hvað um það, við skelltum okkur í Grafarvogslaug, sem er ágætislaug, eiginlega bara mjög fín.
Þegar var búið að koma öllu dótinu fyrir á öruggum stað fyrir nóttina þá grilluðum við Gunnar hamborgara. Snilldarmál að borða grillaða hamborgara rétt fyrir miðnætti.

föstudagur, júní 27, 2003

Stafir

Jibbý, núna er ég búin að laga stafina. Ég viðurkenni að ég er ekki mikill tölvunörd... Allt er ekki frábært hjá mér!! Ég er að reyna allt sem ég get.
Nýr (eða gamall) bloggari mætt á svæðið. Litli skriðdrekinn lætur ljós sitt skýna, loksins, eftir langt hlé!!
Við Gunnar gengum í kringum Hafravatn. Við erum nú laveg mestu hetjur í heimi. Nei bara smá grín, en þetta var ofsalega gaman. Tók okkur um 2 klukkutíma með góðri pásu. Þa var nú ekki lengi. Ef einhverjum þarna úti skyldi samt detta í hug að fara þetta þá mæli ég með því að taka með sér lítið handklæði eða slo-on til að þurka á sér táslurnar. Það þarf neflilega að vaða yfir lítinn læk. Ef maður fer ekki yfir á rétta vaðinu nær vaðið manni upp að mitti. Við Gunnar völdum auðveldu leiðina og óðum yfir á táslunum. Hinumegin á bakkanum voru hudaeigendur að þjálfa hundana sína: NNNeeeeeeiiiiiii. Þeir voru stórir, grannvaxnir og snögghærðir, þ.e. hundarnir. Þeir ónáðuðu okkur samt ekkert, sem er nú eins gott því að annars hefði mér verið að mæta. Eníveis... Tvö lögguhjól komu svo brunandi í áttina að okkur, hmmm, hverjum er verið að leita að hugsuðum við!! En síðan kom skýringin, brunandi vörubill með sumarhús á pallinum. Gaman gaman. Við Gunnar borðuðum dæýrindis Barilla, nammi namm.

Ég mæli hiklaust með göngutúrum á kvöldin. Þeir gefa hjartanu svo mikið.
Jóna

fimmtudagur, júní 26, 2003

Hvað er eiginlega að Blogger. Þoli ekki þetta útlenska lið!!
:
Hvad er eiginlega ad Blogger. Tholi ekki thetta utlenska lid!!
Randyr og snillingur i glugganum minum??
Eg tok eftir thvi um daginn ad thad hafdi kongulo tekid sér bolfestu utan a glugganum minum. Hun gerdi sér vef i einu horninu. Eg leifdi henni ad vera og vonadi ad hun kaemi ekki inn. Malid er ad thessi kongulo er alger snillingur, hun bjo til thennan flotta vef og kom sér sidan fyrir i einu horninu a vefnum og setti eina loppina a vefinn og beid eftir ad bradin flaektist i vef sinum. muhahaha.
Thaer eru ognarsnidugar, thessar kongulaer og thad er gaman ad fylgast med theim.

miðvikudagur, júní 04, 2003

Hæ hæ.
Það var mega Tequila fyllery á laugardaginn síðasta. Voða gaman, eða það segir Hilda mér allaveganna...
Það er búið að vera mega mikið að gera hjá mér í vinnunni undanfarið, svo að ég hef ekki haft mikinn tíma til að skrifa á þessa bloggsíðu mína.Ég hef ekki tíma til að gera mikið af því í vinnunni, og svo nenni ég því heldur varla þegar ég kem heim úr vinnunni! Ég hef ekki einu sinni gefið mér tíma til að fara í leikfimi eða lesa Harry Potter. Þetta er að verða mega slæmt ástand. Verð að fara að bæta um betur.
Byrjaði samt að bæta um betur þegar ég fór í Body Combat í gær. Hún Ása meinatæknistelpa var að kenna (Hún er sko líka að vinna með mér hérna á rannsóknarstofunni). Þetta var nú bara hinn ágætasti tími, en okkur Hildu langaði svo mikið til að taka eitt aukalag, svo að ég bað Ásu um að taka aukalag. Hún sagði að við værum orkuboltar. Ótrúlegt miðað við að ég var ekki búin að heimsækja líkamsræktarstöðina í tvær vikur!!