miðvikudagur, júní 04, 2003

Hæ hæ.
Það var mega Tequila fyllery á laugardaginn síðasta. Voða gaman, eða það segir Hilda mér allaveganna...
Það er búið að vera mega mikið að gera hjá mér í vinnunni undanfarið, svo að ég hef ekki haft mikinn tíma til að skrifa á þessa bloggsíðu mína.Ég hef ekki tíma til að gera mikið af því í vinnunni, og svo nenni ég því heldur varla þegar ég kem heim úr vinnunni! Ég hef ekki einu sinni gefið mér tíma til að fara í leikfimi eða lesa Harry Potter. Þetta er að verða mega slæmt ástand. Verð að fara að bæta um betur.
Byrjaði samt að bæta um betur þegar ég fór í Body Combat í gær. Hún Ása meinatæknistelpa var að kenna (Hún er sko líka að vinna með mér hérna á rannsóknarstofunni). Þetta var nú bara hinn ágætasti tími, en okkur Hildu langaði svo mikið til að taka eitt aukalag, svo að ég bað Ásu um að taka aukalag. Hún sagði að við værum orkuboltar. Ótrúlegt miðað við að ég var ekki búin að heimsækja líkamsræktarstöðina í tvær vikur!!

Engin ummæli: