fimmtudagur, september 30, 2004

Í gærkvöldi fór ég í heimsókn til Kristínar. Þau Kristín og Örn eiga tveggja vikna gamla stúlku sem er algert krútt. Hún er pínulítil og alveg svakalega sæt. Innilega til hamingju Kristín og Örn með litlu stúlkuna ykkar :)


þriðjudagur, september 28, 2004

The Story of the Weeping Camel

Fór að sjá móngólska heimildarmynd í gær. Framleiðendur myndarinnar eru þau Byambasuren Davaa og Luigi Falorni.
Mjög fróðleg mynd, gaman að sjá myndir sem gerast í öðrum heimsálfum. Það sem ég tók námskeið í sjónrænni mannfræði í vor þá voru akademísku sellurnar alveg á fullu og ég var að greina myndina allan tímann. Hafði mínar hugmyndir um gildi myndarinnar sem heimild og velti því fyrir mér hversu miklu hefði verið breytt í þágu myndavélarinnar.
Kameldýr eru nú alveg krúttleg þrátt fyrir að þau séu stór og klunnaleg. Þau hafa vís alveg tilfiningar eins og við hin...

Eftir að hafa séð allnokkrar heimildarmyndir á Nordisk Panorama þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig myndirnar sem ég sá eru í samanburði við myndir Mikael Moore. Myndirnar sem ég sá voru talsvert öðruvísi en þær sem Moore gerir. Greinilegt er að opið form er hitt í heimildamyndinaheiminum (annars staðar en hjá M.). Áhorfandinn hefur möguleika á að móta sér sína eigin skoðun um efnið og heimildagerðamaðurinn reynir ekki að beina áhorfandanum á ákveðnar brautir. Æi, nenni ekki að ræða þetta frekar. Moore tekur afstöðu og leifir áhirfendum sínum ekki að móta sér sína skoðun í friði. Hann notar form sem er að mínu mati ekki endilega það besta sem til er. Punktur og basta...
Þegar ég var að keyra í vinnuna í morgun lenti ég í fyndnu atviki. Ég var að keyra í einstefnugötu og allt í einu kemur bíll á móti mér. Vá hvað mér brá. Þetta var örugglega einhver Breti sem var eitthvað að ruglast, hann hefur kannski verið nývaknaður og haldið að hann væri enn í landi þar sem vinstriumfer tíðkast... Ég tók þessu nú bara með ró, hleypti honum fram hjá mér og hélt áfram í vinnuna.

Bráðum eru mánaðarmót, þá verður gaman. Gaman gaman gaman. Fullt af skemmtilegu að gerast. Meira um það seinna :)

sunnudagur, september 26, 2004

Að vera úti

Ég er alveg búin að vera út úr þessa daganna. Engin tölva, ekkert internet. Núna er samt tölva á heimilinu og ég get vonandi farið að fylgjast betur með :)
Það er sem sagt helling búið að gerast hjá mér síðan ég skrifaði síðast þarna í júlí.
Ég fór í útilegu á Mývatn, gerði afsal að íbúðinni. Ég hef farið fullt að djamma, snurfusað að íbúðinni og hitt vini og vandamenn í gríð og erg.
Núna allrasíðaustu daganna hef ég verið rosadugleg í líkamsrækt því að ég er að vinna að því að koma mér í smá form.

Fór að sjá nokkrar myndir í Nordisk Panorama í gær. Myndin um gerð Medúllu var frábær og myndin um umskurð kvenna var átakanleg. Mæli með því að allir kíki á N.P. Kostar bara 800 kall og maður getur farið og séð eins margar myndir og mann langar til.

Annars bið ég bara að heilsa öllum sem eru þarna úti. Lofa að reyna að skrifa aðeins meira á næstu dögum :)