sunnudagur, september 26, 2004

Að vera úti

Ég er alveg búin að vera út úr þessa daganna. Engin tölva, ekkert internet. Núna er samt tölva á heimilinu og ég get vonandi farið að fylgjast betur með :)
Það er sem sagt helling búið að gerast hjá mér síðan ég skrifaði síðast þarna í júlí.
Ég fór í útilegu á Mývatn, gerði afsal að íbúðinni. Ég hef farið fullt að djamma, snurfusað að íbúðinni og hitt vini og vandamenn í gríð og erg.
Núna allrasíðaustu daganna hef ég verið rosadugleg í líkamsrækt því að ég er að vinna að því að koma mér í smá form.

Fór að sjá nokkrar myndir í Nordisk Panorama í gær. Myndin um gerð Medúllu var frábær og myndin um umskurð kvenna var átakanleg. Mæli með því að allir kíki á N.P. Kostar bara 800 kall og maður getur farið og séð eins margar myndir og mann langar til.

Annars bið ég bara að heilsa öllum sem eru þarna úti. Lofa að reyna að skrifa aðeins meira á næstu dögum :)

Engin ummæli: