þriðjudagur, september 28, 2004

Þegar ég var að keyra í vinnuna í morgun lenti ég í fyndnu atviki. Ég var að keyra í einstefnugötu og allt í einu kemur bíll á móti mér. Vá hvað mér brá. Þetta var örugglega einhver Breti sem var eitthvað að ruglast, hann hefur kannski verið nývaknaður og haldið að hann væri enn í landi þar sem vinstriumfer tíðkast... Ég tók þessu nú bara með ró, hleypti honum fram hjá mér og hélt áfram í vinnuna.

Bráðum eru mánaðarmót, þá verður gaman. Gaman gaman gaman. Fullt af skemmtilegu að gerast. Meira um það seinna :)

Engin ummæli: