Ég fór í leikfimi í fyrsta skipti á miðvikudaginn síðasta. Ákvað að skella mér í cambat hjá henni Ásu. Þvílíkt góður tími, það er gott að vera byrjuð í gymminu aftur. Þegar ég var byrjuð að hoppa og skoppa þarna fann ég orkuna streyma um kroppinn og ég fann að ég hafði saknað leikfiminnar alveg rosalega mikið.
Þrátt fyrir að ég hafi ekki hreyft mig neitt síðasta hálfa árið að því undanskildu að labba um borgir og bí þá fannst mér ég standa mig nú bara alveg ágætlega. Ég hafði auðvitað aldrei séð prógrammið áður en mér gekk nú samt bara vel. En vá hvað ég var þreytt eftir tímann. Aðalega samt í vöðvunum.
Svo þegar ég kom heim settist ég upp í sófa og hafði það náðugt. Horfði á hommastráka og lögregluþátt.
Það er gott að vera komin heim :)
föstudagur, mars 31, 2006
miðvikudagur, mars 29, 2006
mánudagur, mars 27, 2006
Daglegt líf
Á hverjum degi í hálft ár gat ég sagt frá einhverju alveg svakalega sniðugu sem hafði gerst þann daginn. Ég sé alltaf betur með hverjum deginum sem líður hvað það er gaman að vera í útlöndum, sem minnir mig einmitt á það: Mig langar að fara aftur til útlanda :) Sjibbý kóla.
Núna er ég hins vegar komin í neyslumenninguna þar sem ég neyðist til að eyða tíma mínum og peningum í eitthvað annað en að vera í útlöndum. Búin að fara í Ikea og núna langar mig alveg hrikalega í nýjan sófa og sjónvarpsborð. Svo er það bíllinn sem verður kannski bráðum fjárfest í, hann kostar sitt. Bónus heldur áfram að sjúga frá manni seðlana (eða kannski í mínu tilfelli að hita kortið...) En svona er þetta víst, okkar blessaða Ísland. Hér kostar allt peninga, marga peninga. Kaupa þetta kaupa hitt. Það er samt agalega gott að vera komin heim og hafa loksins möguleika á að kaupa alla þessa hluti :)
Svört hár
Ég er með svört hár á handarbökunum. Þetta eru leifar frá því að ég var með henna tattú. Fyrir rétt rúmum 2 vikum síðan lét ég setja á mig henna tattú sem átti að duga í 3 vikur. Það er löngu horfið, það var eiginlega horfið þegar ég kom til Íslands fyrir rúmri viku síðan og það eina sem er eftir núna eru nokkur svört hár á handarbökunum. Skemmtilegt er það ekki?
Gunnar er bestur.
fimmtudagur, mars 23, 2006
Síðustu mánuðirnir
Það er alveg hrikalega mikið sem ég hef upplifað á síðustu misserum. Ég er búin að vera í útlöndum í næstum því sex mánuði og á þeim tíma hef ég nú séð margt og mikið. Á hverjum degi ryfjast eitthvað upp fyrir mér. Td. þegar ég sá runurnar af fólki vera að létta á sér niður við á eða þegar ég sá kóbraslönguna sem lá á veginum eða þegar ég lennti í svo mikilli rigningu að vatn flaut yfir lestarteinana. Ótrúlegt alveg hreint. Ég á hundrað svona sögum sem ég get yljað mér við í ellinni og ég mun njóta þess vel að minnast allra furðulegu hlutanna sem ég hef séð.
Það er ofsalega gott að vera komin heim þrátt fyrir að það hafi verið gott að vera í útlöndum. Ég sakna matarins, sérstaklega indverska og tælenska matarins en það er gott að þurfa ekki að setjast inn á veitingastað, panta mat, bíða, borða, bíða og borga. Ég hef notið þess í hálft ár að þurfa ekki að þvo fötin mín en það er samt ágætt að gera það sjálfur. Núna get ég þvegið mismunandi liti saman og ég þarf ekki að hafa áhyggjur að það komi brunaför í fötin mín eftir straujárn.
En ég sakna hitans alveg svakalega mikið. Ég saknaði kluldans á Íslandi ekki neitt á meðan ég var úti og snjórinn má alveg bara vera upp í skýjunum. Ég er algert hitabeltisdýr, mér þykir gott að vera í hita og svita. Maður drekkur bara nógu mikið vatn og þá er þetta í lagi. Ég vildi að kuldinn í manni myndi fara ef maður drykki nógu mikið vatn. Það er eiginlega ekki nóg að klæða sig vel hérna á Íslandi, mér var kalt í morgun þrátt fyrir að ég væri í dúnúlpu, með trefil, vetlinga og húfu. Brrr. Ég fíla staði þar sem maður getur verið úti á hlýrabol að kvöldi til og samt verið vel heitt.
Það er ofsalega gott að vera komin heim þrátt fyrir að það hafi verið gott að vera í útlöndum. Ég sakna matarins, sérstaklega indverska og tælenska matarins en það er gott að þurfa ekki að setjast inn á veitingastað, panta mat, bíða, borða, bíða og borga. Ég hef notið þess í hálft ár að þurfa ekki að þvo fötin mín en það er samt ágætt að gera það sjálfur. Núna get ég þvegið mismunandi liti saman og ég þarf ekki að hafa áhyggjur að það komi brunaför í fötin mín eftir straujárn.
En ég sakna hitans alveg svakalega mikið. Ég saknaði kluldans á Íslandi ekki neitt á meðan ég var úti og snjórinn má alveg bara vera upp í skýjunum. Ég er algert hitabeltisdýr, mér þykir gott að vera í hita og svita. Maður drekkur bara nógu mikið vatn og þá er þetta í lagi. Ég vildi að kuldinn í manni myndi fara ef maður drykki nógu mikið vatn. Það er eiginlega ekki nóg að klæða sig vel hérna á Íslandi, mér var kalt í morgun þrátt fyrir að ég væri í dúnúlpu, með trefil, vetlinga og húfu. Brrr. Ég fíla staði þar sem maður getur verið úti á hlýrabol að kvöldi til og samt verið vel heitt.
Eitt að því sem er frábært við að vera í langt-í-burtu útlöndum er verðlagið. Það er æði að geta keypt máltíð fyrir 2 og vatn með á 150 krónur. Ég meina vel útilátna máltíð. Phó Bó á 10 000 kall, maður er ekki lengi að rétta fram peningana og greiða. Beer Lao á 45 krónur og þá er ég að tala um meira er hálfs líters flösku. Ég veit, ég veit, ég á ekkert að vera að kvarta yfir því að verðlagið hérna sé hátt. Ég er með miklu hærri laun en fólk sem býr á stöðum þar sem máltíðin kostar nokkrar krónur og ég hef það miklu betra en þau. En ég veit líka að á þeim stöðum þar sem ég kaupi matinn minn þá fá íbúar staðsins matinn miklu ódýrara. Ég borga meira af því að ég er ríkur útlendingur. Sem er kannski bara ágætt.
Þegar ég var á Indlandi lærði ég boðskap sem að ég ætla að lifa eftir. Af hverju að eyða lífinu í að öfundast út á þá sem hafa það betra heldur en maður sjálfu. Frekar á maður að vera glaður yfir því að maður hefur það ekki verr. Mér finnst Íslendingar og þar á meðal ég vera frekar uppteknir af því að reyna að eignast allt, ef nágrannin á það er ekki hægt að vera verri og maður verður að eignast það sama eða helst eitthvað dýrara. Ég vil breyta þessu og fara að vera glöð yfir því að vera við hestaheilu, eiga húsaskjól og hafa á hverjum degi nógan mat svo að ég verði ekki svöng.
Það er ýmislegt sem ég lærði í þessari ferð og ég kom til Íslands alveg óskaplega glöð. Það er erfitt og strembið að vera í útlöndum í langan tíma en það er alveg þess virði því að maður lærir að sjá sjálfan sig og umhverfi sitt í öðru ljósi.
Og niðurstaðan með öllu þessu er: HUNDSKEMMTILEGT :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)