föstudagur, mars 31, 2006

Að vera komin heim

Ég fór í leikfimi í fyrsta skipti á miðvikudaginn síðasta. Ákvað að skella mér í cambat hjá henni Ásu. Þvílíkt góður tími, það er gott að vera byrjuð í gymminu aftur. Þegar ég var byrjuð að hoppa og skoppa þarna fann ég orkuna streyma um kroppinn og ég fann að ég hafði saknað leikfiminnar alveg rosalega mikið.
Þrátt fyrir að ég hafi ekki hreyft mig neitt síðasta hálfa árið að því undanskildu að labba um borgir og bí þá fannst mér ég standa mig nú bara alveg ágætlega. Ég hafði auðvitað aldrei séð prógrammið áður en mér gekk nú samt bara vel. En vá hvað ég var þreytt eftir tímann. Aðalega samt í vöðvunum.
Svo þegar ég kom heim settist ég upp í sófa og hafði það náðugt. Horfði á hommastráka og lögregluþátt.

Það er gott að vera komin heim :)

1 ummæli:

Bryndís sagði...

Það er gott að vera búin að fá þig heim aftur :)