sunnudagur, apríl 02, 2006

Benni og Jonni

Í tilefni sérstaks dags í gær keptum við Gunnar eitt stykki af Ben 'n' Jerry's ís. Ég fékk að velja tegundina og mér datt í hug að það væri sniðugt að kaupa chocolate chip cookie dough ís. Var samt efins í fyrstu en ákvað að við skyldum skella okkur á þennan. Hefði kannski síður gert það því að þessi ís var alveg þvílíkt góður. Slurp. Núna verð ég óð í þennan ís og mun sennilegast nuða um hann í hvert skipti sem við förum í búð héðan í frá.
En hann er góður, óh mæ god.

Engin ummæli: