fimmtudagur, júlí 29, 2004

laugardagur, júlí 24, 2004

Klukkan er tvö

Klukkan er tvö á föstudagskvöldi og ég er að skrifa á bloggið mitt. Ég er eitthvað að þykjast vera að púsla nýja púslið mitt. Mig langar í ipod. Plís. Hann kostar bara 60 000 kall, þeink jú verí möts. Núna er ég að hlusta á Eyvör Pálsdóttur, hún er kúl. Var að enda við að gera dýrlegt basilikupesó, nammi namm. Er að fara í útilegu á morgun, jei gaman gaman. Vonandi verður gott veður :)
Bleess

sunnudagur, júlí 18, 2004

Fullt að gerast

Ólöf var sú eina sem kom í morgunverðarboðið mitt í gær. Hún fær stóran plús í kladdann fyrir að koma :) Við hámuðum í okkur ýmiskonar góðgæti, nammi namm. Á eftir skelltum við Gunanr okkur í bæinn og röltum niður Laugarveginn. Geðveik stemming og veðrið alveg til fyrirmyndar. Síðan buðum við Sæu og Leó að borða með okkur grillaða hammara, nammi namm. Ég elska grillmat. Síðan skellti ég mér í keilu þar sem ég tapaði :( Ég er ógeðslega léleg í keilu!!! Ömó. En það var samt allt í lagi. Á eftir keilu fór ég í partý heim til Egils og þar var bjór :) EN ég drakk nú samt bara rauðvínið mitt (og smá bjór...). Var komin í bæinn eitthvað hálf þrjú, rosa stuð. Var komin heim um klukkan 4  vegna þess að ég fór heim með vinkonu minni. PS. kíkið á myndirnar
Dagurinn í gær var sem sagt frábær :) :) :) :)
 
Dagurinn í dag fór of mikið í þynku en samt tókst mér að fara í sund. Gott veður :) Við Gunnar fengum tvær heimsóknir í dag. Fyrst komu Sólborg, Didda, Matti, Kristel og Anton. Þau fengu kaffi og með því. Kannski var kaffið sterkt?? Ég drekk ekki kaffi svo að það getur verið að kaffið hafi verið sterkt??? Mamma og pabbi Gunnars kíktu svo við og kvikindið var með í för.
Við Gunnar erum sem sagt búin að fá 4 heimsóknir á 2 dögum. Gaman gaman.

föstudagur, júlí 16, 2004

Á morgun ætla ég að halda smá morgunverðarboð. Vonandi kemur einhver... Annars er ég að spá í að labba Laugarveginn á morgun, það er svo langt síðan ég hef labbað niður Laugarveginn og skoðað í búðir. Mig langar til að fara í kokka búðina sem er þarna niður rá. Spennó spennó.
Keila og staffadjamm annað kvöld. Rosa skemmtó. Ætli það gerist eitthvað til að slúðra um?? Ég er eiginlega viss um það... He he.

sunnudagur, júlí 11, 2004

Ný tölva

Núna er þetta allt að koma. Ég er komin með nýja tölvu á nýja heimilið mitt. Gunnar er bestur að fá nýja tölvu fyrir okkur.
Það er ansi margt búið að vera að gerast hjá mér síðustu vikurnar. Ég er búin að útskrifast, ég er flutt í nýju íbúðina mína. Sem er æðisleg b.t.w.
Ég er búin að vera að vinna fullt, fara á tónleika og láta taka úr mér endajaxlana.
Sem sagt: Rokna fjör.

Lofa að skrifa reglulega núna, ég er ekki með afsökun lengur að vera ekki með tölvu :)