þriðjudagur, desember 30, 2003

Snjór, snjór og aftur snjór.

Geðveikur snjór úti. En það er líka soldið skemmtilegt að hafa snjó úti. Það er svo jólalegt. Gunnar hjálpaði mér að skafa fyrir utan blokkina. Takk Gunnar. Síðan hjálpuðum við stelpu sem var föst í skafli á Kringlumýrarbrautinni. Við erum svo mikil góðmenni.
Ég talaði aðeins við Hörpu frænku mína í morgun og það var 40 stiga hiti hjá henni og hún og Leó voru að kafna úr hita. Ég væri nú alveg til í að fá smá hita frá henni í staðinn fyrir kuldan hér.
Gamlárs á morgun. Vonandi verður ekki rigning því að þá verður slabb og ekkert skemmtilegt að sjá flugeldanna.

mánudagur, desember 29, 2003

Daníel Kári

Litli frændi minn, sonur hennar Önnu Rúnar, var skírður í gær. Hann heitir Daníel Kári Pétursson og er rosalega mikið krútt,

Gleðileg Jól.

Gleðileg jól allir. Vonandi hafið þið haft það sem allra best yfir hátíðarnar.
Geðveikt mikill snjór úti. Váá. Allir þeir sem reyna að fara út úr bílastæðinu komast ekki neitt. Fyndið. Ég er bara að vinna núna.

mánudagur, desember 15, 2003

Survivor

Er að horfa á Survivor. Þetta er í fyrsta skipti sem ég horfi á þessa seríu og þá hitti ég á síðasta þáttinn. Ég náði ekki einu sinni að sjá allan þáttinn heldur bara endann. Langaði til að sjá CSI: Miami. Honum er frestað til 21:50. Fúlt. Núna er ég búin að horfa á Survivor í 20 mín og mér finnst þetta engan vegin skemmtilegt. Best að halda áfram að læra.
Mánudagur til lærrrrrrrrrrri. Það eina sem er að gerast hjá mér að ég er að læra á fullu, alla daga (ekki samt öll kvöld). Gunnar er bestur í heimi. Hann er sko lang bestur.

föstudagur, desember 12, 2003

Þá er kominn föstudagur, jibbý jei. Helgin að koma og svona. En ég bíst samt ekki við því að þessi helgi verði neitt skemmtileg fyrir mig því að ég verð að læra fyrir próf alla helgina. Gaman gaman eða þannig. Ég væri sko til í að vera að gera eitthvað allt annað en að vera að læra fyrir próf núna. Ohhh

miðvikudagur, desember 10, 2003

Bachelor

'Bachelor' Firestone Breaks Up
des. 9, 1:59 EST

Reality has set in for yet another reality TV couple, as Andrew Firestone and Jen Schefft from "The Bachelor" have broken up. The heir to the Firestone tire and wine fortune proposed to Schefft, a petite Marcia Brady look-alike, in May on the ABC dating show. But the couple released a statement to the syndicated entertainment series "Extra" on Monday, saying they were no longer together. "This is a decision we made together through long and thoughtful discussion," Firestone said. "It is totally amicable and, though we care for each other deeply, we have come to realize that our future goals are different." Schefft added: "Our love for each other was genuine, but we confronted the same challenges as any other couple trying to make a relationship work day-to-day."

Both "Bachelor" bachelors before Firestone, Alex Michel and Aaron Buerge, have broken up with the women they chose. On the most recent season, Bob Guiney gave a ring to Estella Gardinier, then asked her to wear it on her right hand.

But Trista Rehn of "The Bachelorette" has made her made-for-TV romance last; she married firefighter Ryan Sutter on Saturday. The wedding is scheduled to air at 9 p.m. EST Wednesday on ABC.

Ég eignaðist lítinn frænda í gær. Til hamingju Anna Rún og Pétur.

mánudagur, desember 08, 2003

Horfði á Miss World á laugardaginn, eða réttarasagt byrjaði að horfa á Miss World á laugardaginn. Ógeðslega leiðinlegt. Fullt af fólki og geðveikt leiðinlegt. Mæli ekki með því að horfa á þessar gellur.

föstudagur, desember 05, 2003

Nýtt sjónvarp, nýtt sjónvarp. Jibbý jei. Loksins er hægt að kveikja og slökkva á sjónvarpinu án þess að þurfa að taka það úr sambandi. Er að fara að passa 3 gríslinga í kvöld með Gunnari. En fyrst verð ég að læra smá og fá mér að borða. Er að hugsa um að búa mér til eggjaköku, nammi namm. Bráðum koma jólin, bráðum koma jólin.
Bless í bili.

miðvikudagur, desember 03, 2003

3 kvikindi fædd. Vííí. Klámritgerð búin. Vííí. Bakaði 4 sortir í dag og eitt brauð. Vííí. Próflærdómur byrjar á morgun. Ohhh. Ljúffengt pasta áðan, ég er snillingur. Foreldrar mínir gera samt grín að mér og segja að ég sé bráðum að fara að útsrkifast og geti farið að heiman. Held því samt fram að ég sé betri kokkur en margir aðrir hérna á heimilinu. Ég er með jóla-inneign á símanum mínum. Það er fyndið, 750 króna inneign sem bara er hægt að nota til að senda sms til einvhers innan símans. Ég verð að vinna á rannsóknarstofunni um jólin. Það verður gaman, betra en geðveikin í Kringlunni. Verð samt aðeins í geðveikinni um helgar og á Þorlák og svoleiðis. Vonandi fæ ég marga peninga. Ég veit neflilega um svo margt spennó sem mig langar að kaupa, en ég er líka að safna pening til að geta keypt eitt risastórt með honum Gunnari. Nýtt sjónvarp væri alveg frábært. Vííí. Vildi samt að ég væri komin í jólafrí, helst í gær. Nenni ekki að vera í prófum. Það er eitt af því mest boring ever að vera að læra þegar manni langar til að vera að gera eitthvað skemmtilegt fyrir jólin. Jólo Jólason.

þriðjudagur, desember 02, 2003

mánudagur, desember 01, 2003

Best að fara að klippa út og betrum bæta
4989 orð, næstum 1000 orðum of mikið og ég er ekki búin.
Ritgerðin mín er orðin 4555 orð og ég á ennþá eftir að skirfa inngang og lokaorð. Oh men. Ælta að klára þetta í kvöld. Ég get, ég skal, ég vil.
Ritgerðin orðin 3473 orð, 12 og hálf blaðsíða. Ég á ennþá eftir að tala um löggjöfina og skrifa inngang og lokaorð. Hvernig á ég að geta gert það á rúmlega 500 orðum. Jæja best að fara að reyna að stytta eitthvað efnið mitt. Spurning um að sleppa Dwarkin. Ljóta ofgakona.
3215 orð, þetta er allt að koma. GUNNAR ER SÆTASTUR OG BESTASTUR Í HEIMINUM.
2876 orð. Mig langar í nammi. Kannski fæ ég vanilluhringi sem Sigga er að gera á eftir, nammi namm. Mig langar í brauð með pestó.
Femínistar tala um klám. Ekki það skemmtilegasta sem hægt er að gera við tímann sinn en samt allt í lagi. Mjög áhugavert, konur eru hlutgerðar og beittar ofbeldi án þess að nokkuð ofbeldi sjáist. Vííí