Geðveikur snjór úti. En það er líka soldið skemmtilegt að hafa snjó úti. Það er svo jólalegt. Gunnar hjálpaði mér að skafa fyrir utan blokkina. Takk Gunnar. Síðan hjálpuðum við stelpu sem var föst í skafli á Kringlumýrarbrautinni. Við erum svo mikil góðmenni.
Ég talaði aðeins við Hörpu frænku mína í morgun og það var 40 stiga hiti hjá henni og hún og Leó voru að kafna úr hita. Ég væri nú alveg til í að fá smá hita frá henni í staðinn fyrir kuldan hér.
Gamlárs á morgun. Vonandi verður ekki rigning því að þá verður slabb og ekkert skemmtilegt að sjá flugeldanna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli