föstudagur, september 30, 2005

Útlönd á morgun

Jæja gott fólk.

Þá er komið að því. Við Gunnar erum að leggjast í viking á morgun. Jess jess jess. Indland here we come!!! Spennan og stressið er alveg á ágætlega háu stigi þessa stundina. Eftir um 8 klukkustundir verðum við að fara í loftið og þá er ferðinni heitið til London. Þar munum við stoppa í um 9 klukkustundir. Síðan er það nánast beint flug til Delhi á Indlandi. Hitinn í Delhi þessa daganna er um 35° svo að við munum alveg grillast held ég. Hitiogsviti.is

Við verðum með sérstaka ferðasíðu þar sem unnt verður að fylgjast með ferðum okkar um Asíu. Slóðin er www.utlond.blogspot.com Endilega kíkið þangað. Skylda að komenta :)

Eigið góðan vetur kæru vinir og gleðileg jól.

Kveðja Jóna

fimmtudagur, september 29, 2005

Su Doku

Þið sem að hélduð að þið væruð góð í Su Doku ættuð að prófa þetta.

Mega erfitt.

mánudagur, september 19, 2005

Búin að uppfæra aðeins tenglana :)
Ég verð bara að segja að ég er rosalega ánægð að þessi dagur er að verða búin. Bara einn mánudagur í viðbót og svo BÚMM. ???. Sjibbý kóla.

Það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér og Gunnari síðustu vikurnar. Fyrir utan vinnuna þá erum við búin að fara í sumarbústað, nokkur afmælisboð, matarboð og líka stundum í leikfimi. Við erum líka búin að fá fullt af skemmtilegu fólki í heimsókn. Svo má nú ekki sleppa því að minnast á allt stússið og peningaútgjöldin. Við erum neflilega búin að vera ansi dugleg að eyða peningum þessa dagana. Vonandi að þessi eyðsla eigi eftir að koma sér að góðum notum. Á föstudaginn skelltum við okkur svo út að borða... Eða við fengum okkur allaveganna að borða; American Style er alltaf geðveikt gott og klikkar ekki. Síðan fórum við að sjá myndina um Kalla og sælgætisgerðina. Snilldar mynd. Held bara að þetta sér mynd sem að ég væri alveg til í að eiga. Feel good mynd þar sem vondu krökkunum er hefnt fyrir að vera svona vond. Æði æði.

Núna bíður okkar vinna, fleiri heimsóknir, kannski smá leikfimi og annað skemmtilegt.

mánudagur, september 05, 2005

Ég fór í snilldartíma á föstudaginn var: Body Jam. Þetta var nú bara sannlega sagt hinn bestasti tími. Mjög óvenjulegur og ólíkur því sem maður á að venjast. Ekki þessi harka og púl sem fylgja combatinu, stepinu eða attacinu. Bara dansspor. Ég svitnaði nú samt alveg hellings í þessum tíma og ég ætla þokkalega að fara aftur. Ég ætla meira að segja að skella mér í kvöld :) Vííí.
Fann þessa heimasíðu. Hver vill ekki heita Kormlöð Krista eða Samson Saxi?

föstudagur, september 02, 2005

Meee

Ég var rosalega trendí eitthvað áðan. Klukkan var 3 og ég var eitthvað að drepast úr sleni. Ég hugsa með mér að ég verði nú bara að fá mér eitthvað gott að borða. Hmmm... 10-11 eina búðin sem er nálægt fyrir utan Bónus (nennti ekki að fara í Bónus). Skellti mér þá í 10-11 og verslaði mér niðursneyddar melónur og crossant. Alveg agalega inn og kúl og menningarleg og allt sem maður er þegar maður verslar í 10-11. Svo var ég líka voðalega dugleg að kaupa mér ekkert sem var voða óhollt :)

Voðalega er annars allt dýrt í 10-11!!

laugardagur, ágúst 27, 2005

Ég er næstum því búin að drekka heila dós af pepsí og mér finnst ég vera að springa. Aðeins of mikið gos fyrir mig.

Annars leigðum við Gunnar okkur spólu í gær: Diarios de motocicleta. Hún var nú bara mjög góð. Ég hélt að þetta væri einhver byltingar mynd en hún var það ekki. Gaman að sjá mynd á spænsku um eitthvað annað en þessar týpísku Hollywood myndir eru um. Flottlandslag og flott myndataka.


Þeir félagarnir voru á ferðalagi um S-Ameríku og voru alltaf að senda bréf heim til sín. Þá hugsaði ég um hversu ótrúlegt internetið og tölvur eru. Ég sendi bara e-mail heim eða skrifa á bloggsíðuna mína og allir vita allt um það hvað ég er að gera. Ég þarf ekki að senda bréf heim sem eru margar vikur á leiðinni heim. Ég sendi bara e-mail :)

Mig langar síðan að velta upp spurningunni um hvort að ferðalagið hafi breytt félögunum eða hafði samfélagið ef til vill breyst.

Hvort eru það við sem breytumst við að ferðast eða heimurinn sem breytist og við sjáum það bara þegar við ferðumst?

Nóg um pælingar í bili, best að halda áfram að vinna.

Þá er komin laugardagur

Ég er í fríi í Ríkinu þessa helgina. Jess jess jess. Ég er samt að vinna á rannsóknarstofunni núna en samt finnst mér eins og ég sé í fríi. Ég mætti hingað klukkan 9 í morgun og ég ætla að reyna að vera hérna eins lengi og ég mögulega nenni. Frábært að geta bara komið þegar mann hentar og farið þegar mann henntar. En þessi aukavinna mín er nú að verða búin. Bíst við að klára verkefnið í dag. En það er allt í lagi því að mér finnst allt í lagi að vera í fríi.
Jibbý kóla jamm og já :)

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Ég er búin að vera eitthvað svakalega þreytt síðustu daganna. Kannski er það vegna þess að ég gaf blóð á fimmtudaginn (duglega ég). Kannski er ég þreytt vegna þess að ég var að djamma á föstudaginn (æðislegt tequila damm) og ég er ekki búin að ná að sofa nógu mikið síðan.
Eða kannski er það vara af því að ég er búin að vinna stanslaust í meira en eitt ár (bara búin að taka mér ca. 5 frídaga). En það fer nú kannski bara að breytast bráðum. Það er alltaf gott að taka sér frí af og til.
Annars er bara lítið um að vera. Reyni að fara í combat og að lyfta þegar ég nenni. EInhvernveginn tekst mér samt ekki að fara oftar en 2x í viku. Slakur árangur þar. Væri til í að fara svona 4x í viku. Það er neflilega svo ofsalega gaman í gymminu. Það er samt eitt sem er ekki skemmtilegt við það að fara í leikfimi núna. Það er að þurfa að taka strætó heim. Það er hundleiðinlegt, alveg HUND LEIÐINLEGT. Vonandi fæ ég bíl bráðum, eða allaveganna næsta vor ;)
Nú er spurning hvort að maður ætti ekki að skella sér upp á loft og fá sér eins og svo sem eina skyr til þess að vera ekki svangur þegar combatið byrjar. Kíli Kílison virkar neflilega betur þegar maður er ekki svangur. Já og svo væri auðvitað ofsalega sniðugt að fá sér hellings af vatni að drekka núna svo að maður geti svitnað eins og mófó.
Sjáumst í Combati... Eða bara einhverntíma seinna.

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Iðunn

Fyrir nokkru síðan var ég á gangi niður Laugarveginn með honum Gunnari. Þá hittir Gunnar gamlan skólabróður úr Háskólanum. Ok ok. Nema hvað að kærastan hans er stelpa úr combatinu. Síðan kom það á daginn að hún hefur verið að lesa heimasíðuna mína.Ég veit ósköp vel að ég set hugsanir mínar á netið og ég má ósköp vel búast við því að hver sem er lesi heimasíðuna. Þess vegna finns mér eiginlega bara svolítið kósí að heyra af því þegar aðrir en vinir mínir lesa síðuna.

Daginn eftir að ég hitti Iðunni setti ég mig í stellingar og fann heimasíðuna hennar. Eftir að hafa skoðað og lesið eitthvað af því sem að ég fann þar þá komst ég að því að Iðunn hlýtur að vera rosa góð stelpa. Mér finnst allaveganna gaman að lesa heimasíðuna hennar. Sérstaklega fór ég í gott skap við að lesa 100 atriði sem hún hefur skrifað um sjálfa sig. Alveg frábær lesning.

Fyrir nokkrum dögum síðan commentaði Iðunn svo á heimasíðuna mína sem að minnti mig ennfremur á að það eru aðrir sem lesa heimasíðuna mína heldur en bara ég sjálf. Núna á ég líka þennan fína e-mail aðagang hjá gmail.

Takk fyrir fyrir mig. Það er gott að sjá að fólk er ennþá til í að gera hluti fyrir aðra þrátt fyrir að þekkjast ekki neitt.
Var að fá tölvupóst frá Jagúar.
Ég væri nú alveg til í einn svona.

mánudagur, ágúst 15, 2005

Ipodinn minn

Ég er að fara yfir ipodinn minn og sortera lög og svoleiðis. Þá hlusta ég líka á hin ýmsustu lög. Núna er ég til dæmis að hlusta á lagið "Only in Dreams" með Weezer. Ógeðslega gott lag sem að ég var alveg búin að gleyma að væri til. Platan Weezer er líka bara ofboðslega góð.

Síðan var ég að hlusta á Prodigy og lög af fyrstu plötunni þeirra Experience. Brjálað góð plata.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

mánudagur, ágúst 08, 2005

Nýtt e-mail

Hvernig fær maður sér eiginlega póstfang hjá gmail?
Ef að ég fer inn á síðuna hjjá þeim þá er bara sagt hvað gmail sé frábært og síðan er manni bent á að skrá sig inn. En hvernig fæ ég aðgang?

Annars tek ég líka við vísbendingum um einhverja aðra póstþjóna með miklu geymlsuplássi :)

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri á netinu er að fylgjast með bloggi frá fólki sem er að ferðast. Mér finnst þessi kostur vera alveg stórskemmtilegur. Dagbókarfærslur frá fólki sem er í útlöndum eru stórskemmtilegar. Eini gallin er að þá langar manni að fara til útlanda og lenda í ævintýrum. Og það STRAX! :)

Gaman að vera í útlöndum :)

föstudagur, júlí 22, 2005

Frábær dagur í dag

Ég var úti í dag. Í morgunmatnum, hádegismatnum og í kaffipásunni sem ég tók mér klukkan þrjú. Við Gunnar fórum líka í sund klukkan 5 og flatmöguðum á sólarbekkjum. Gott gott. Ég er samt ekkert brún, ég er bara rauð á handleggjunum. Á morgun verð ég sennilegast orðin hvít aftur, svona eins og ég er alltaf. Það er soldið síðan að ég áttaði mig á því að ég get ekki orðið brún. Allaveganna ekki eins brún og sumir geta orðið. En hvað með það, það er kúl að vera hvít :)

Annars er ég víst bara að fara að vera innipúki á morgun. Vinnan kallar. Ég vildi að maður gæti sleppt því að vinna. Eða allaveganna þyrfti maður ekki að vinna þegar er gott veður. Það er hundleiðinlegt að vera að vinna þegar er gott veður úti.

Góða helgi allir saman.

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Eins og vanalega var ég á síðasta snúning að ná strætó í morgunn. Þegar ég kem út sé ég að hann er um það bil að fara að koma svo að ég stekk af stað og hleyp eins og mófó að stoppustöðinni. Sé fram á að ná strætó. Ok ok. Þegar ég er komin fatta ég að ég gleymdi veskinu mínu heima. Ohhh! Ég spretti til baka, hleyp inn, næ í veskið, stekk út aftur og hleyp á hina stoppustöðina. Úffi púff. Þar þarf ég hinsvegar að bíða eftir strætó. Hmmm. Hlaup óþörf. Voldi samt að ég hefði náð fyrsta strætó, hann er miklu skemmtilegri. Það er leiðinlegt að skipta um strætó.

Boðskapurinn með þessari sögu: Alltaf gaman að hlaupa og svitna svolítið á morgnanna :)

miðvikudagur, júní 29, 2005

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er ekki mjög góður penni. En það er kannski bara allt í lagi vegna þess að ég ætla ekki að verða fréttamaður og það er enginn skyldugur til að lesa þessa heimasíðu.

mánudagur, júní 27, 2005

Strætó póstar eru bestir

Mér er litið til hliðar og þar sér ég mann á miðjum aldri vera að sleikja gervitennurnar sínar. Mér bregður eitthvað og ég flýti mér að líta unda. Jakkedí jakk. Maðurinn fer út á sömu stöð og ég og þegar hann kemst út úr vagninum mssir hann pokann sinn og innihaldið veltir á gangstéttina. Að vísu var nú sennilegast allt í lagi með innihald pokans: Tvo rúgbrauðspakka en ég hálf vorkenni manninum. Veit samt ekki af hverju ég á að vorkenna honum? Kannski er það bara vegna þess að hann lifir ekki því góða lífi sem að ég þykist lifa.

Um morguninn var strætóinn minn xtra seinn og þess vegna tók ég annan strætó en venjulega. Ég hugsaði mér mér að þetta yrði nú spennandi: Nýtt og spennandi fólk til að fylgjast með. Jabb, það reyndist rétt. Það kom ein stelpa inn í vagnin stuttu á eftir mér. Hún leit nú út fyrir að vera á einhverju dópi eða eitthvað. Hún dróg saman lappirnar og grúfði höfðuðið ofan í hnén. Þá sá ég þá blasa við: Hvítu sokkana. Hvað er málið eiginlega með hvíta sokka, ég bara næ þessu ekki? Aðeins seinna á rúntinum í gulu limmunni sá ég að það kom inn önnur stelpa sem settist við hliðina á henni. Þessi stelpa leit einnig út fyrir að vera vandræðaunglingur, nema hvað að þessi var mun snyrtilega klæddari.
Ég ímyndaði mér að þessar tvær væri á leiðinni í dagvistum á einhverri stofnun og þær eyddu lausum tíma sínum í að tala um fíkniefni og Marlin Manson. Skondið ha?
Mér fannst ég alveg sjá mun á þeim. Ein var frekar snyrtilega klædd með hárið sæmilega hreint en hin var í óhreinum fötum sem greinilega kostuðu ekki eins mikið og sætisfélagans. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort að þessi sem að mér fannst verr á sig komin hafi komið frá vandræðaheimili og etv. þurft að selja sig í vændi til að eiga pening fyrir mat. Ég hugsaði mér að þessi í flottu fötunum væri uppreisnargjarn unglingur sem að hefði bara komið sér í vond mál en foreldrarnir gæfu henni samt ennþá peninga fyrir flottum fötum.
Síðan er náttúrulega auvitað sá möguleiki fyrir hendi að Þær hafi bara verið að fara á ball með vinnuskólavinnunni sinni og hafi þess vegna verið svona klæddar.
Það er skítaveður úti. Ég er ekki alveg að fíla þetta veðurfar hérna. Mér finnst eins og sumarið sé búið hérna á eyjunni. Ég hálf skammaðist mín þegar ég fór í vetrarúlpu í vinnuna í morgun. Ég sá nú samt engan veginn eftir því vegna þess að það var alger fyristingur úti. Þá er ég sko ekki að meina að það hafi verið frost. Frekar svona að það hafi verið ofboðslega kalt og ég hristist pínu þegar ég var að bíða eftir strætó, af því að mér var svo kalt. Síðan rigndi mig næstum niður þegar ég kom út úr stætó og ég fagnaði þeirri ákvörðun minni að hafa farið í vatnshelda úlpu.
Mér reiknast til að það hafi verið 2 mjög góður dagur í júní. Það er nú ekki mikið. Kannski er ég bara að gleyma, en mér finnst eins og að það hafi verið gott veður einn mánudag þarna um daginn. Þá fór ég einmitt í sund með Hörpu og Leó og það var TROÐIÐ í sundi. Hinn dagurinn var auðvitað 17. júní. Sennilegast besti 17. júní frá því að Lýðveldið Ísland var stofnað og pottþétt sá besti sem ég hef upplifað.
Ef að það hafa verið fleiri góðir dagar í júní þá hef ég örugglega verið að vinna þá daga og síðan hefur verið komið ekki svo gott veður þegar ég er búin að vinna og er tilbúin að njóta góða veðrisins. Svo má nú ekki gleyma því að mér finnst gott að vera í 30 - 40° hita svo að það er kannski ekkert að marka þegar ég kvarta yfir ekki góðu veðri.

föstudagur, júní 24, 2005

Sirkus

Ný sjónvarpsstöð var að byrja núna fyrir 10 mínútum síðan. Ok, ég var aðeins að kíkja á þetta... Ömurlegt vægast sagt. Þetti þáttastjórnandi er greinilega með njálg í rassinum. Talaði í einni belg og biðu um hvernig maður ætti að byrja nýja sjónvarpsstöð. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifin af sjónvarpsefni sem grípur mig ekki strax og þess vegna slökkti ég. Mig langar ekki að horfa á þetta.

Svona voru allaveganna mín fyrstu viðbrögð við þessari sjónvarpsstöð. Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli, er það ekki?
Ég viðurkenni alveg fúslega að ég er engin tölvunörd. Ég var að fatta fyrst núna hvernig maður setur inn myndir á bloggið hjá sér. Ég hef nú kannski ekki alveg haft þörf fyrir það en núna þegar ég kann það mun ég örugglega nota mér það óspart. Spurnig samt um hvort að aðrir sjái myndina í sínum tölvum?? Það er alveg típískt að það virki ekki hjá mér. Endilega látið mig vita :)

Að skella sér í gírinn

Hverjir þekkja það ekki að fresta hlutunum í tíma og ótíma? Ég þekki það allaveganna mjög vel. En maður klárar nú yfirleitt hlutina þó svo að það sé seinna en maður ætlaði sér.
Ég var til dæmis að fara með filmur í framköllun sem eru orðnar eins ár gamlar. Jamm, góður árangur þar! En ég er þó allaveganna búin að fara með þær: Jei. Síðan keypti ég mér líka ný batterí í myndavélarnar mínar. Ég verð samt að viðurkenna að þetta með myndirnar hefur svolítið að gera með aurana. Það er bara brjálað dýrt að framkalla. Ég er til dæmis búin að eyða hátt í 9 000 kjalli í eitthvað myndavéladæmi!! En þetta er víst eitthvað sem að maður ákveður að gera og þá verður maður bara að sætta sig við það. Ég er samt eiginlega ekkert súr yfir þessum monningi, sérstaklega ekki þar sem að myndirnar mínar eru alveg prýðisgóðar. Þær eru nú bara alveg frábærar þó að ég segi sjálf frá. Nú er bara að taka sig saman í andlitinu og koma þessu í albúm og hengja nokkrar upp á vegg... (Hmm, þó svo að það sé nú ekki mín sterkasta deild).

Annað dæmi með að láta hluti sitja á hakanum eru götótt föt. Ég segi nú ekki að ég gangi í götóttum fötum en stundum koma göt á fötin manns sem er nauðsynlegt að laga og stundum detta tölur af skyrtum og jökkum og það er líka nauðsynlegt að festa þær á aftur. Það er ekki það að mér finnist leiðinlegt að sauma föt eða festa tölur. Málið er bara það að ég er ekkert sérstaklega góð í því. Á flestum af þeim buxum sem að ég hef þurft að stytta er brotið farið að hanga og gatið á sófanum er aftur farið að sjást. Það er neflilega hundleiðinlegt að gera við hluti þegar maður veit að viðgerðin mun ekki virka nema skammtímalausn en ekki til frambúðar.

Þriðja dæmið sem að mér dettur í hug með að skella sér í gírinn og hætta að draga hlutina eru armbeygjur. Ég stunda líkamsrækt reglulega og allt er nú gott með það nema hvað að ég er ekki dugleg að gera armbeygjur. Þetta er eitthvað sem að maður þarf að þjálfa upp og halda við, það þýðir ekkert að gera nokkrar armbeygur á nokkura vikna fresti. Maður verður að koma upp þoli fyrir þá vöðva sem koma við sögu og halda því við, ef að maður hættir þá dettur þolið niður strax. Einu sinni gerði ég 5x20 armbeygjur eftir hvern leikfimitíma. Vááá. Núna er ég hins vegar að reyna að æfa mig upp og ég er komin upp í 50 stykki. Vonandi get ég haldið mér við núna og náð upp í að massa 100 stykki eftir tíma. Þá verð ég hörkutól.

Annsi langur pistill, svona miðað við venjulega, mætti halda að ég væri að bæta upp fyrir gamla tíma. Nóg í bili best að fara að lesa margar blaðsíður í Harry Potter. Það er kominn tími til að skella sér í gírinn og gera eitthvað af viti.

En svona til að lífga upp á daginn þá er hérna ein annsi hressandi mynd af hnum Gunnari besta mínum.

þriðjudagur, júní 21, 2005

Allt að gerast þessa daganna!

Ég trúi því varla að það sé kominn 21. júní. 21. JÚNÍ. Núna eru bara rúmir tveir mánuðir eftir af sumrinu, og þá kemur haustið.

Síðasta helgi var alger snilld. Frí á föstudaginn. Ég get nú ekki sagt að ég hafi gert neitt mikið á föstudaginn, nema kannski að baka heilan helling. Á fimmtudagskvöldið hóf ég baksturinn og honum lauk ekki fyrr en á hádegi á föstudaginn. Við Gunnar buðum neflilega fólki í 17. júní kaffi og það var æði. Fullt af kökum og brauði í boði. Fullt af fólki koma í heimsókn í góða veðrinu. Óh mæ god hvað var gott veður. Við hámuðum í okkur bakkelsið og röbbuðum um málefni líðandi stundar. Gunni Freyr og Hulda og Valdi og Halla komu með strákana sína, voða gaman að sjá þau. Það er alveg ótrúlegt að sjá hvað þessi litlu börn vaxa fljótt.

Um kvöldið löbbuðum við Gunnar síðan til foreldra hans Gunnars. Eins og vanalega var klessuhundurinn að klessast og það lá við að Perla fengi hjartaáfall úr spenningi þegar við komum. Sem sagt bara seim óld, seim óld.

Laugardagurinn var Gunnadagur. Við byrjuðum á að fara í Everest og kaupa skó. Gunnar keypti svona og ég keypti svona. Æði pæði. Subway bauð upp á túnfiskbát og svo var rennt í sund. Seltjarnarneslaugin varð fyrir valinu og það var æði í sundinu. Nema hvað að þegar við komum út úr sundinu var byrjað að rigna. Þess vegna fórum við bara í Ikea og keyptum sitthvort teppið.

Eftir kvöldmat fórum við svo í bíó. Sáum Hitchhiker's Guide to the Galaxy. Hún var rosa skemmtileg, en mér fannst hún samt ekki alveg vera í stemmningu við það sem gerist í bókinni. Æi ég veit ekki, mér finnst að þegar myndir eru gerðar eftir bókum þá skuli þær bara vera alveg eins og bækurnar en ekki endalaust verið að breyta. En jæja, hvað um það.
Opnuðum heiðursrauðvín frá Columbia Crest. Geðveikt gott 8 ára gamalt Cabarnet Sauvignon. Súpervín. Dýri osturinn og kexið úr 10-11 spillti heldur ekki fyrir.

Á sunnudaginn kíktum við svo á Stebba og fjölskyldu og nýja húsið þeirra. Ótrúlegt hvað þetta rýs fljótt. Við fórum með strákana í sund í Laugaskarði. Þar er stökkbretti sem að við fórum á alveg hellings mörgum sinnum. Hundaskemmtilegt.
Þegar við komum svo í bæinn aftur þá var ekkert til í kotinu að borða (nema kökur) svo að við fórum í búðina. Þar var heldur ekkert til, svo að við keyptum bara kjúkling og franskar. Nammi namm.

Sem sagt frábær helgi, fullt af góðum mat, fullt af góðu veðri, einn æðislegur kærasti og allt bara frábært.


Var allt í einu að fatta það núna, ég held að ég hafi gleymt að setja lyftiduft í skúffukökuna sem að ég gerði á laugardaginn. Hún var neflilega eitthvað lítil í sér þrátt fyrir að vera rosalega góð.

sunnudagur, júní 19, 2005

Til hamingju

Til hamingju með daginn kæru konur.
Í dag er eitt ár liðið síðan að ég útskrifaðist með BA gráðu frá Háskóla Íslands. Vá hvað mér finnst samt vera stutt síðan. Á morgun er svo eitt ár frá því að við Gunnar fluttum í nýju íbúðina okkar. Á þeim degi velti ég því fyrir mér hvernig mér myndi líða nú í dag? Hvað ég væri að gera einu ári eftir útskrift og búin að búa í eigin íbúð í eitt ár. Mér líður nú bara ósköp venjulega, en það er æðislegt að eiga sjálf íbúð og mér líður alveg svakalega vel.

Jæja, best að fara að njóta þess að búa í eigins íbúð með honum Gunnari mínu. Við erum að fara að horfa á Star Wars og ég ætla að fá mér bjór. Slurp.

föstudagur, júní 17, 2005

þriðjudagur, júní 14, 2005

32°

Í gærkvöldi klukkan 9 sýndi hitamælirinn fyrir utan hjá mér 32°. Ef bara að það væri nú satt. Við Harpa fórum í sund í gær í gettósundlaugina. Hún var alveg pökkuð. Hann Leó var hundduglegurí sundlauginni þó svo að hann þorði ekki að hoppa út í laugina eða renna sér einn ofan í laugina.

Núna er verið að grilla úti í Blóðbanka. Mig langar í pylsu! En ég fékk mér pylsu í gær svo að ég held að ég láti mér það bara duga :)

mánudagur, maí 30, 2005

Talandi um að vera að sofna í vinnunni!!! ZZZzzzZZZ

Jóga fyrir framan tölvuna?

Er það í anda Jóga að stunda það fyrir framan tölvuna? Nike finnst það allaveganna. Ég náði mér í jóga lög hér. Ég náði líka í myndir af stellingunum svo að í rauninni þarf ég ekkert að stunda jóga fyrir framan tölvuna en þetta er samt tölvujóga.
Eina vandamálið hjá mér er slökunin. Í lok jógans á maður að liggja á dýnunni og slaka á en mér tekst alltaf að sofna.

Annars er ég í vinnunni núna. Ákvað að vera lengur að vinna í dag til þess að græða peninga, money money money!!! En ég er samt alveg ofboðslega þreytt, augnlokin eru alveg að leka niður og hendurnar eru ekki alveg að samþykkja að gera þær eiga að gera :)

Best að hækka Ipodinn meira og vona að ég losni við sybbon veiruna sem er að hrjá mig þessa daganna!

laugardagur, maí 21, 2005

Kók er gott, en mér finnst eiginlega pepsí vera betra

Ég er í vinnunni núna og ég er með kók með mér. Ég veit eiginlega ekki af hverju ég er með kók, ákvað það bara í gærkvöldi að mig langaði að taka með mér kók í vinnuna í dag. Kók og nammi... mmm.
Held samt að mér eigi eftir að vera illt í maganum á eftir... Allt þetta nammi og sykurdrykkur verða til þess að mér á eftir að verða illt í maganum. Vá hvað þetta var eitthvað löng setnig.
Allaveganna: Kók og nammi.

fimmtudagur, maí 19, 2005

sunnudagur, maí 15, 2005

Esjuferð að baki

Við Gunnar röltum upp á Esju í dag. Við erum nú meiri hetjurnar þrátt fyrir að vera soldið þreytt :)

Nokkur fleiri orð

Ég get nú ekki sagt að það hafi verið neitt ofboðslega mikið fjör í vinnunni í dag, sumir voru latari en aðrir og sumir unnu ekki neitt.

Gunnar er kríndur Ólsenmeistari Vesturberg 26 nú í kvöld. Ég er hinsvegar Ókýrndur meistari í Rommý og tveggja manna vist. Hana nú.

Miller er víst góður, slurp.

Það er gott að það skuli ver tveir dagar í fríi framundan. Ég á skilið gott frí núna. Eða ég held það allaveganna. Það er allaveganna æðislegt að vera í fríi og slappa af.

föstudagur, maí 13, 2005

Mig langar bara að segja nokkur orð

 • Mjög oft nenni ég ekki að blogga
 • Mér finnst samt mjög gaman að því að skoða heimasíður hjá öðru fólki og það ýtir mér áfram í að skrifa á eigin síðu
 • Gunnar er bestur
 • Mér þykir vænt um alla vini mína
 • Útlönd eru best
 • Ipod er best
 • Strætó er ekki bestur, en það hjálpar að eiga ipod
 • Mamma og pabbi eru að fara í ferðalag til Thailans á morgun
 • Það er slúbberta veður úti
 • Ég ætla ekki að lofa því að skrifa oftar, vonandi er það í lagi ;)

fimmtudagur, maí 05, 2005

Ég var að skrá okkur Gunnar sem styrktarforeldra barns í Indlandi. Þrátt fyrir að við séum að fara til útlanda í haust og að við séum að spara hellings þá ætla ég frekar að eyða aðeins minni pening í mig og sjá frekar fyrir barni. Ótrúlegt að svona lítil upphæð geti gert svona mikið fyrir lítið barn.

Til þess að aðstoða fólk á Íslandi fór ég og gaf blóð í gær. Vonandi mun þetta blóð geta aðstoðað einhvern til að lifa betra lífi, já eða hreinlega bara að lifa af. Ég skráði mig líka í stofnfrumuskrána sem er upplýsingabanki um alla hugsanlega stofnfrumugjafa í heiminum. Ef haft verður samband við mig gæti ég þurft að fara til Noregs í stofnfrumuheimtu. Ég vona að ég geti hugsanlega bætt líf einhvers sem þarf á því að halda.

Af hverju er heimurinn svona vondur?

Við Gunnar skelltum okkur í bíó áðan, fórum að sjá Hotel Rwanda. Alveg hrikaleg mynd.

Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja... Hver ber ábyrgðina? Hutu eða Tusti? Eða kannski Belgar eða Frakkar. Eða kannski bara ég sjálf af því að ég hef ekkert gert til að aðstoða? Ég veit að ég ber ekki presónulega ábyrgð á þjóðarmorðunum í Rwanda en mér finnst eitthvað vera hálf klikkað við það að fólk sé drepið í öðrum löndum og ég fer og fæ mér American Style svona eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég hef það alveg hrikalega gott hérna á Íslandi, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Hafnfirðingar geri árás á Reykjavík með það að markmiði að drepa alla. Það væri nú alveg hrikalegt en svona er víst lífið á mörgum stöðum í heiminum. Margir hafa lifað í stöðugum ótta við stríð, ofbeldi og dauða, það þekkir ekkert annað.

"The graves are not full" 1 milljón manna lést í borgarastríðinu í Rwanda.

Frá því að við Gunnar löbbuðum út úr bíóinu á Hverfisgötunni hafa stutt brot úr myndinni verið að skjótast inn í kollinn á mér og alltaf hugsa ég: Af hverju eru mennirnir svona vondir?

Ég bara skil þetta engan veginn, en ég veit að mig langar til að gera heiminn að betri stað. Best að byrja núna.

laugardagur, apríl 30, 2005

Jæja, uppfærslan tókst nú ekki alveg en ég er allaveganna byrju. Núna er kominn tími til að fara að sofa, þarf að fara að vinna í fyrramálið.

Góða nótt allir.

föstudagur, apríl 29, 2005

Tenglar uppfærðir

Stundum geri ég slurk í því að uppfæra tengla hjá mér. Undantekningarlaust gerist það að stuttu eftir að ég uppfæri þá breyti einhver heimasíðunni sinni eða fær sér nýja sem þýðir einfaldlega að ég þarf að breyta heimasíðunni minni aftur. Það vill hins vegar oftar en ekki þurfa að bíða í svolítinn tíma þar sem að mér finnst ekkert skemmtilegt að vinna í þessu tengladóti.

Ætla að reyna að gera tilraun núna.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Desperate Housewifes eru geðveikt skemmtilegir þættir... Ég held að ég sé orðin háð þeim :)

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Hvað á maður eiginlega að skrifa um þegar eini tíminn til að skrifa er þegar maður hefur takmarkaðan tíma til að vera að skrifa? Ég held að ég notifæri mér eina litla aðferð sem felst í því að koma ekki með langan póst með samhengi...

Það er búið að vera kreisí að gera í vinnunni síðustu daganna.

Fór í Sporthúsið áðan í tilefni þess að ég hafði aðgang að bíl. Ég var að fara í Sporthúsið í fyrsta skipti í langan tíma og ég held bara að ég sé komin á þá skoðun að Baðhúsið sé betra. Allaveganna eru Combat tímarnir hjá Sólu skemmtilegri heldur en tímarnir hjá Erlu. Erla er mjög fín og kann prógramið vel en það bara einhvern veginn vantrar þéttnina sem myndast í combat tímunum í Baðhúsinu. Það er svo mikið stuð í Baðhúsinu.

Mjög fönkí veður úti síðustu daga. Á morgnana er frystingur og ég fer út í dúnúlpu. Í eftirmiðdaginn er komin skínandi sól með tilheyrandi kulda sem þýðir bara að maður stiknar ef að maður er í dúnúlpu.

Ég þekki of mikið að fólki sem er að ferðast í útlöndum. Gaman gaman. Það er gaman að fylgjast með fólki sem er að ferðast.

Ipod er æðisleg uppfinning.

Gunnar er bestur.

Allir vinir mínir eru frábærir.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Kofta Chalau

Var að klára að borða frábæran kvöldmat. Afganskar kjötbollur sem heita kofta chalau. Uppskriftina að þeim fann ég í Matreiðslubók Nönnu. Mér finnst ofsalega gaman að elda eftir öðruvísi uppskriftum, því að ég veit að sjálfri hefði mér aldrei dottið í hug að steikja lauk og tómata á pönnu, bæta við vatni og búa úr því sósu. Í sósunni sauð ég svo kjötbollurnar sem voru fylltar með kryddi og allskonar góðgæti.
Sem sagt frábær kvöldmatur :)

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Við Gunnar vorum í barnapíuleik eftir páskana. Þá vorum við að passa hann Magnús Ingvar sem er alveg svakalega mikið krútt. Hann er líka obboslega duglegur að vera í pössun í marga daga.
Þið getið séð nokkrar myndir af því þegar við vorum að passa á myndasíðunni minni.
Á myndasíðunni minni er einnig hægt að sjá nokkrar nýlegar myndir, td. myndir af nýja tattúinu hennar mömmu. Jamm þið heyrðuð rétt: Mamma var að fá sér tattú! Geri aðrar mæður betur!

mm

Ég er að lesa bókina Stupid White Men eftir Micael Moore. Ég er ekki alveg viss um að ég sé að fíla þessa bók. Ég er að vísu komin voða stutt og þess vegna er ég að velta því fyrir mér að ég sé einfaldlega ekki að fíla MM. Eftir að hafa séð einhverjar af þeim heimildarmyndum sem hann hefur gert og að auki tekið mannfræðinámskeið sem hét sjónræn mannfræði þá hef ég efast um MM og aðferðir hans. Ég nenni ekki að fara út í krítík á MM hérna en mig langaði bara svo til að blogga. Allaveganna þá gengur mér afskaplega hægt með þessa bók en mig langar til að hafa lesið þessa bók svo að ég dríf mig bara í þessu.

sunnudagur, mars 27, 2005

Gleðilega Páska allir saman

Síðustu dagar eru búnir að vera yndislegir. Afslappelsi út í eitt, það er frábært að vera í fríi.
Við Gunnar fórum í heimsókn til Stebba og Þorbjargar í gær. Eða kannski ekki beint í heimsókn því að þau eru í sumarbústað. Lögðum af stað um hádegi og keyrðum upp á Selfoss og þar skoðuðum við nokkur hús. Við Gunnar erum nú samt ekki að fara að kaupa hús á Selfossi, við vorum bara að skoða klæðninguna á húsunum. Við erum samt ekki að fara að klæða húsið okkar, Stebbi og Þorbjörg voru að skoða klæðningarefni á nýja húsið sitt.
Við Gunnar keyptum tómata í sjálfsafgreiðslu á Flúðum. Þeir voru alvveg geðveikt góðir. Sérstaklega konenkttómatarnir, nammi namm.

Nenni ekki að skrifa.
Hafið það sem allra best um páskana.
Kyss kyss og knús

sunnudagur, mars 20, 2005

Það verður ekki shit að gera í dag!

Svona er talsmátinn á starfsfólki verslanna á höfuðborgarsvæðinu. Mér fannst frekar asnalegt að heyra þetta. Veit ekki alveg af hverju samt. Ég held samt að ef að ég væri að vinna í verslun væri þetta ekki eitthvað sem að ég myndi láta út úr mér fyrir framan viðskiptavini.
Jói Fel er ógeðslega dýr. Ekker brauð undir 300 krónum. Hvað er að verða um þetta samfélag? Þegar ég kom inn í búðina sá ég unga stelpu koma út úr búðinni með tvo STÓRA poka sem voru fulli af einhverju góðgæti. Hvað er að fólki?? Ég keypti nú samt eitt brauð og ég sé eiginlega svolítið eftir því. Hefði alveg eins getað keyrt upp í Kópavog og farið í Selmubakarí. Þá hefði ég allaveganna fengið almennilegt túnfisksallat.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Ég var spurð að því í gær hvað ég ætlaði að vera (þegar ég verð stór...)
Langt síðan ég hef fengið þessa spurningu. Ég sagðist vonast til að verða mannfræðingur og þá snérust umræðurnar um það hvað mannfræðingar gerðu og hvort að það væri hægt að lifa á því. Áður en ég byrjaði í mannfræðinni var oft spurð að því hvað mannfræðingar gerðu. Enn þann dag í dag finnst mér erfitt að svara þessu vegna þess að það er ekkert eitt gott svar.

Annars er manns bara lasinn núna. Hundleiðinlegt.

mánudagur, mars 07, 2005

Búin að setja inn nokkrar myndir af fjölskyldunni og vinum inn á myndasíðuna mína. Sjá hér.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Stundum finnst mér vorsólin vera svo ofsalega hei. Sérstaklega sól eins og var í dag. Sólin skein inn á spítalann og ég fann hvað mér var heitt. Samt vissi ég að það var við frostmark úti og þess vegna ekkert sérstaklega heitt. Jæja, svona er víst íslenska veðurfarið. Heitt inni og kalt úti.
Stundum finnst mér vorsólin vera svo ofsalega hei. Sérstaklega sól eins og var í dag. Sólin skein inn á spítalann og ég fann hvað mér var heitt. Samt vissi ég að það var við frostmark úti og þess vegna ekkert sérstaklega heitt. Jæja, svona er víst íslenska veðurfarið. Heitt inni og kalt úti.

mánudagur, febrúar 28, 2005

Var aðeins að skoða heimasíðuna hjá idol. Þar sem að ég er ekki idol fan þá veit ég ekki neitt um keppendurna sem skrækja í sjónvarpinu á föstudögum. Ja, nema þá kanski að hún Hildur Vala er að taka þá og hún var víst einu sinni að vinna með mér! Síðan var ég að skoða upplýsingar um þennan Davíð Smára og ef mér skjátlast ekki þá var drengurinn í sama árgangi og ég í mínum grunnskóla.

Fyndið ha??

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

þetta fyrir tilviljun á netinu.

This is the Guiness Book of World Records holder of the fastest roller coaster in the world. It's located at the foot of Mt. Fuji in Japan.
Maximum speed 172 km/hr (in 5 sec)
Course length 1189 meters
Ride time 60 sec
Maximum acceleration 4.25 G
Tallest point 52 meters
Maximum drop angle 90 degrees

Ég væri nú alveg til í að skella mér í þennan :)
Og þokan hvarf á hálftíma. Húrra fyrir því.
Það er þoka úti.
Það er búið að vera þoka í næstum 3 daga hérna í Reykjavíkinni. Mér líst ekkert sérstaklega vel á þokunna, það er svo óþægilegt að vita ekki hvað er handan við hornið. Svo er þokan líka búin að vera svo lengi. Hvað ef að eitthvað hefur breyst? Ætli Reykjavík hafi tekið á sig aðra mynd undir hulu þokunnar.

Svo er þokan líka að hindra því að fólk komis til og frá borginni. Amma mín er föst á Akureyri en kemur vonandi heim núna í hádeginu.


Ég fór að lyfta í gær. Var held ég bara voðalega dugleg, byrjaði á því að fara á stígvélið og síðan á hlaupingsbrettið. Hlaup hlaup. Síðan lyfti ég bara með höndunum af því að Hulda María var með mér. Þrátt fyrir að hafa sýnt kraftatakta er ég ekki með neina harða vöðva í dag. Vöðvarnir eru bara hressir og kátir og kalla á mig: Þú getur gert betur en þetta. Lyfta meira, lyfta meira! Ég held að ég skelli mér þess vegna bara í ræktina á morgun og taki smá lappaæfingar. Lappirnar mína vilja nú alveg fara að styrkjast. Hlaupi hlaupi!!

Annars er allt í óreiðu heima hjá mér núna. Eða bara hjá mér núna. Þess vegna ætla ég ekki að fara í gymmið í dag, ég ætla að fara heim að tölvast. Ég ætla að fara heim og borða beikon... slurppp. Ég ætla líka að knúsa hann Gunnar minn af því að hann er bestur.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Alveg ömurlegt

Ég lennti í einu alveg ömurlegu í dag. Ég ætlaði að vera rosalega sniðug og fara með ipodinn minn heim til mömmu og pabba svo að ég gæi bara sett tónlist sem þau eiga beint inn á spilarann. Ok ok. Ég setti geisladiskinn með forritinu í og eitthvað byrjaði að gerast. Síðan var mér sagt að setja ipodinn í samband. Ok ok. Ég gerði það sem mér var sagt að gera... Og viti menn: Þegar ég er búin að setja forritið inn þá eru ÖLL lögin af ipodinum horfin. Ég er að tala um 10 gb af tónlist, ÓGEÐSLEGA mikið af tónlist sem að ég er búin að eyða HEILMIKLUM tíma í að setja inn á tölvuna!
SVAKALEGA ömó. Ég er alveg miður mín. Allur þessi tími sem fór í þetta :(

En þar sem að ég hef heitirð mér að velta mér ekki endalaust upp úr hlutunum þá nenni ég ekki að hugsa um þetta mikið lengur og er bara byrjuð á að setja lög aftur inn á ipodinn. Ég er líka að reyna að sjá eitthvað gott í þessu af því að þá líður mér betur. Þetta verður bara tækifæri til að láta Monikuna í mér brjótast fram. Ég hef tækifæri til að flokka og skipuleggja lögin og albúmin í ipodinum svo miklu betur. Síðan hef ég líka afsökun fyrir að vera að stunda nýja hobbýið mitt á meðan ég set lög inn á tölvuna. Ég er neflilega byrjuð að prjóna.

Jamm jamm. Ég fékk uppskrift að vettlingum hjá einni í vinnunni og núna bara verð ég að prjóna. Gengur svona la la, en mér tókst allaveganna að byrja að búa til lykkjurnar og muna hvernig slétt og brugðið er. Vei fyrir mér.

Að grennast

Megrun og aukakíló er eitthvað sem að er til umræðu í samfélaginu þessa daganna.
 • Hvað á maður að gera til að grenna sig??
 • Er ég of feit??
 • Offita er að verða heilsufarslegt vandamál þjóðarinnar
 • Fita, fita, fita...
 • kolvetni, kolvetni, kolvetni...

Mig langar alveg að grennast en ég er ekkert heltekin af þessari hugmynd. Ég borða bara það sem að mig langar í, þegar mig langar í það. Ég reyni bara að halda takmarkinu mínu og borða hollari mat. Mér finnst neflilega vanta svolítið upp á hollt mataræði heima hjá mér. Ég er til dæmis í ávaxta átaki núna. Það felst í því að borða sem mest af ávöxtum af því að þá verður maður svo frískur :)

Nóg um megrun og annað slíkt ég er farin að vinna!

Ég var að laga til í geymslunni hjá pabba um helgina. Það er nú kannski ekki í frásögur færandi nema hvað að ég held að ég þurfi aldrei að kaupa leikföng fyrir börnin mín. Ég er búin að taka heim til mín fullt af kössum sem eru allir fullir af barnaleikföngum, bókum og fötum. Ég hef átt rosalega mikið af leikföngum þegar ég var lítil.
Ég fann fullt af póný hestum, pleymódóti og alls konar dúkkum og kvikindum sem ég hef leikið mér með í gegnum tíðina. Mig langaði allt í einu að vera barn aftur. Ég skemmti mér neflilega konunglega að leika mér með þetta dót þegar ég var lítil og núna langar mig að vera lítil aftur og þurfa ekki að hugsa um neitt annað en dótið mitt.

laugardagur, febrúar 12, 2005

Akademían kemur upp í manni.
Ég fór á fyrirlestur í Háskólanum áðan um málefni sunnanverðrar Afríku. Þetta var alveg snilld, það er gott að heyra fræðimenn tala á ný. Ég er orðin alveg veik núna, ég verð að komast í skóla og stunda fræðistörf.
Nú er bara spurning um að skella sér í MA ná haustið 2006??? Ég væri nú alveg feitt til í það.

Annars er nú bara mest lítið að frétta núna.
Ble í bili.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Mér leiðist þetta febrúarveður. Ég held að mér finnist febrúar vera leiðinlegri heldur en janúar.
Annars er nú alveg frábært veður úti núna í augnablkinu. En það er bara ekkert skemmtilegt að vera inni að vinna þegar er svona leiðinlegt veður úti.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Glæpaþættir

Nýtt CSI að byrja í kvöld! Jess. Ég fanga þessari þróun hjá Skjá Einum. Á mánudögum er venjulega CSI, miðvikudagar eru helgaðir nýja þættinum CSI: New York. Svo er Law and Order: SVU á sunnudögun. CSI: Miami er að fara að hætta en það er allt í lagi af því að aðallögreglumaðurinn þar er ekki rosalega skemmtilegur.

Alltaf meiri glæpir: Gaman gaman.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Uppþvottavélar

Ég á ekki uppþvottavél. Ég vaska leirtauið upp í höndunum og þurrka það á eftir.
Ég sá í innlit útlit þætti áðan frá konu sem var að flytja inn í nýtt hús. Það sem þeim hjónunum fannst nauðsynlegt í eldhúsið voru 2 uppþvotavélar. Ég spyr mig bara af hverju??
Ég á ekki einu sinni 1 uppþvottavél!
Ég er sybbin.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Held að ég sé háð blogginu. Eða þá bara að mér leiðist í vinnunni. Samt er ekki lítið að gera í vinnunni. Ég er bara alltaf að skoða hinar ýmsustu bloggsíður. Það er svo gaman að heyra frá ykkur öllum þarna úti.
Annars sit ég nú bara með tölvuna uppi í sófa og er að fara að horfa á smá Simpsons. Vííí

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Það snjóar í gettóinu. Ég er þreytt í vöðvunum eftir átök vikunnar. Gleraugun mín eru skítug og það koma upp vangaveltur hvort að ég ætti að drífa mig til augnlæknis. Margar vangaveltur þjóta framhjá þessa daganna og framtíðin blasir við mér. Stundum finnst mér óþæginlegt að hafa eins mikið val eins og ég hef. Á ég að gera þetta eða á ég að gera hitt. Þá hugsa ég um allt unga fólkið í heiminum sem stendur ekki í mínum sporum. Hvað ætli margar 24 ára gamlar stelpur hafi ekkert val? Þær verða bara að gera það sem er sett fyrir framan þær. Og ég held áfram að hugsa um ný gleraugu. Jú, SFR borgar nú einu sinni 30 % af verði gleraugnanna. Og ég held áfram að hugsa um fátæka fólkið í heiminum og ég segi við sjálfa mig. Slepptu augnlækninum (þú veist að sjónin hefur nánast ekkert versnað), slepptu gleraugunum (þín eru fín), sendu frekar peninginn til þeirra sem þarfnast þeirra meira en þú. Heyrði um daginn góða speki um gjafmildi. Minnir að það hafi verið Móðir Teresa sem sagði að maður ætti að gefa það mikið af eigin fjármunum að manni munaði um það. Hversu margir gera það? Örugglega fáir og svo sannarlega ekki ég. Verð að fara að gera meira fyrir samfélagið.

Annars held ég að ég verði að fara að hætta að skrifa núna í bili. Ekki það að ég hafi ekki ýmislegt að segja. Ég er bara að verða allt of væmin og ég gæti óvart farið að segja eitthvað sem ég sé eftir. Það var neflilega ein í vinnunni hjá mér sem var að lýsa yfir andúð sinni á svona bloggsíðum. Hún skildi einfaldlega ekki af hverju fólk væri að skrifa á netið. Þetta væri bara sjálfselska og fólkið sem gerði svona hliti að vera athygglissjúkt.
Er ég athygglissjúk?
Ég veit ekki. En ég veit samt að það er enginn tilneyddur til að lesa þessa síðu mína nema viðkomandi vilji það af fúsum og frjálsum vilja. Ég passa mig líka að setja ekkert á heimasíðuna sem að ég vil ekki að aðrir sjái.

Veit að þetta er MIKILL ruglpóstur en mér er alveg sama því að þið eruð öll svo frábær og góð.
Kveðjur og kossar...miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Góður Dagur

Hann Gunnar minn er sko bestur í heiminum og mér þykir alveg rosalega vænt um hann. Þrátt fyrir að það sé bara febrúar og ennþá dimmt úti og langt í sumarið er einhvern vegin allt betra. Það er að byrja að birta hérna og þá er allt svo rosalega gaman. Vorið er uppáhaldstíminn minn. Þá tek ég upp myndavélina og mynda ljósið. Rosa fallegt.

Ég skellti mér í Afró í gær. Vá hvað ég er eitthvað léleg í svona vúbbí vúbbí hreifingum. Ég er bara vön combati, steppi, lyftinum og öðru eróbikki. Vá hvað afró er ólíkt því. Ég var engan veginn að standa mig nógu vel. Held reyndar að íþróttaskórnir hafi haft sitt að segja. Þegar maður er í Afró eða jóga þá á maður eiginlega ekki að vera í íþróttaskóm. Ég var bara búin að vera í leikfimi í eina klukkustund áður en ég fór í afró og ég ætlaði ekki að drepa fólkið úr stinky toes.

Alfie var líka góð: He's younger than you!!! Snilld.

mánudagur, janúar 31, 2005

Fór á mjög áhugaverðan fyrirlestur í hádeginu í dag. Munur á heilsu karla og kvenna – samspil líffræði og félagslegs umhverfis. Fyrirlesari var Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir. Þrátt fyrir að ég hafi heyrt flest að því sem fram kom áður þá var þetta mjög skemtilegur fyrirlestur. Alltaf gaman að heyra lækni tala um að skoða þurfi skjúdóma og aðra þætti heilbrigðiskerfisins útfrá hugmyndum um kyn (e. sex) og kyngervi (e. gender).

Mjög áhugavert og það er bara spurning hvort að maður skoði þessi mál ekki bara frekar þegar kemur að mastersnámi???
Mig langar að sjá Alfie.

Æðisleg helgi

Síðasta helgi var frábær.
Á föstudaginn fór ég aðeins í bæinn og keypti nýtt krydd. Nammi namm. Ég keypti líka bjór og eina bók og síðan flýtti ég mér heim að hjúkra Gunnari. Gunnar er búinn að vera veikur frá því á miðvikudaginn og ég held að honum hundleiðist það. Síðan var ég bara að chilla um kvöldið og fór frekar snemma að sofa. Eða ætti ég kannski að segja: Sofnaði fyrir framan sjónvarpið ;)

Vaknaði snemma á laugardaginn og fór að lesa bók... Uppi í rúmi... Sofnaði aftur... Dæmigert. En það var allt í lagi af því að ég var að chilla þessa helgi. Þegar ég vaknaði aftur eftir bókasvefninn kláruðum við Gunnar að horfa á myndina frá því kvöldið áður. Ég var síðan eitthvað að chilla bara, bakaði eina köku og chillaði eitthvað meira.
Sá að það var tilboð í bíó svo að við Hilda ákváðum að skella okkur í bíó. Sáum Shall we dance. Hún er nú alveg skemmtó, rómó dansmynd...
Eftir rómóið fórum við svo í staffapartý hjá Steina í ATVR. Fullt baðkar af bjór og eitthvað sterkt líka í boði. Fékk mér nokkra öllara og tók tvennu með mér í nesti. Skemmtileg þessi staffapartý: Alltaf nóg af áfengi. Slurp. Við Hilda fórum svo að ná í Villa í partý í Kópavoginum.
Fékk mér pylsu þegar ég kom heim.

Vaknaði seint í gær og þá langaði mig ofsalega mikið í rúnstykki. Fór í dýra bakaríið og verslaði rúnstykki. Síðan hófst samsetningin á skenknum. Það tók fjóra tíma að setja sama skenkinn. Vá. En hann er flottur. Hann er rosalega flottur.

föstudagur, janúar 28, 2005

Breiðholtið

Ég bý í skrýtnu hverfi. Eða kannski bý ég bara í skrýtnum stigagangi og skrýtnir hlutir gerast oft í nágrenninu.

Til dæmis í morgun þá var hringt á bjöllunni hjá okkur klukkan 6:45. Það er geðveikt hávær bjalla hjá okkur og ég stökk upp úr rúminu þegar ég heyrði í bjöllunni. Þá var þetta blaðburðarkonan að biðja okkur um að hleypa sér inn til að geta sett blaðið í kassann. Arg. Ég ætla þokkalega að segja áskriftinni að blaðinu upp.

Það hefur gerst nokkrum sinnum að við höfum vaknað klukkan 5 á morgnana við það að það er verið að skafa gangstéttina sem er fyrir neðan svefnherbergisgluggan okkar. Hvað er að??

Síðan koma ruslamennirnir að sækja ruslið klukkan 7. Þegar ég mæti í vinnuna klukkan 10 þá fór þetta rosalega í taugarnar á mér en þar sem ég er farin að mæta klukkan 8 þá fer þetta ekki eins mikið í taugarnar á mér.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Belladonna Skjalið

Ég var að klára Belladonnaskjalið og ég verð bara að segja að ég er ekkert allt of ánægð. Það var eins og ég væri að lesa lélega útgáfu af DaVinci lyklinum. Iss piss og prump. Það bætti heldur ekki að ég las bókina á íslensku og það fór geðveikt í taugarnar á mér hvernig farið er með notkun erlendra nafna. Stundum eru nöfnin felld að íslenskri stafsetningu og stundum ekki. Held að ég haldi mig framvegis bara við að lesa bækur á frummálinu.

Ég tók hraðlesarann á Beladonnaskjalið og ég komst að því að ég er búin að tapa hæfileikanum að lesa bækur hratt. Verð að fara að taka mig á í þessu.

En af því að ég er búin með Belladonnu er komin tími til að halda áfram með The Long Way Round. Reyni að bæta lestrarhraðann núna. Ég er orðin svo spennt að byrja á næstu bók.
Þegar maður er lítill þá finnst mér rosalega gott að fá mér heitt súkkulaði. Ég fór að kaupa mér samloku í matsalnum áðan og þá fékk ég mér heitt kakó. Núna líður mér miklu betur.
Súkkulaði er æðislegt. Mér þykja samt lakkrísbrjóstsykrar góðir en ég ætla að bíða með þá þangað til ég kem heim í dag.
Ég er að hlusta á Singapore sling núna.
Það eru nú bara ágætislög sem berast mér úr ipodinum.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Sveitt fólk

Ég velti því stundum fyrir mér hvað sé málið með sveitt, illa lyktandi fólk sem nær ekki hreifingunum. Eins og til dæmis stelpan sem var í combat í gær. Ég hef séð stelpuna áður og það er geðveik svitafýla af henni. Þeir sem hafa farið í combat vita líka að þessir tímar eru hraðir og mikið er um spörk og kýlingar. Ég held að þessi stelpa hafi aldrei kýlt eða sparkað í öllum tímanum, allaveganna ekki þegar átti að sparka eða kýla. Það eina sem hún gerði var að hreyfa sig fram og til baka og setja hendurnar einhverntíman út í loftið.
Ég veit stundum ekki hvað fólk er að spá, en ég veit að þegar ég geri eitthvað vitlaust eða næ ekki sporunum þá líður mér ekkert sérstaklega vel. Mér finnst eins og allir horfi á mig og velti því fyrir sér hvað ég sé léleg í þessu.
Hvað ætli sveittu stelpunni finnist?

laugardagur, janúar 22, 2005

Helgin... So far... Sófar... He he he

Stelpustuð.
Bryndís, Hilda og Ólöf komu til mín í gær og við skellum okkur í heitu pottana í gettósundlauginni. Oh. Það er svo gott að fara í pottana. Ég bjó síðan til mjög girnó pizzu sem við hámuðum í okkur. Slurp.

Tequila, tequila, tequila. Við stelpurnar skelltum síðan í okkur smávegis tequila. Að venju var ein svalaferna á mann og að þessu sinni vorum við 40 mín að klára flöskuna. Við byrjuðum að drekka 23.10 og klukkan 12 vorum við farnar út úr dyrunum. Ég á neflilega brjálaða nágranna sem þola ekki partý svo að lögmálið Allir út klukkan tólf gildir heima hjá mér. Leynigesturinn gaf okkur svo far í bæinn og ég held að þetta hafi verið annsi skrautleg bílferð.
Ari beið okkar í bænum og gaf okkur grjónagraut með engum rúsínum í. Voða gott, nammi namm. Við ruddumst inn í hús á Vesturgötunni og keyptum dýra kokteila.

Æi. Vitið þið... Ég er þunn, með magann fullan af pizzu og kóki og ég er ekki mjög góður penni þetta kvöldið. Ekki það að mig langi ekki til að skrifa, það er bara leiðinlegt að skrifa frásögn sem er bara atriðaupptalnig. Blé. Ég er þó allaveganna búin að skrifa eitthvað smá.
Hei. Vitið þið hvað? Ég missti egg í gólfið í gær.
Gunnar er bestur
Allir vinir mínir eru bestir


Og já. Það eru komnar myndir af tequilakvöldinu á netið. Þær eru hér. Verði ykkur að því.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Tíminn

Stundum vildi maður að tíminn gengi hægar. Þá gæti maður notið stundarinnar betur og haft meiri tíma til að gera það sem mann langar til en ekki bara það sem maður þarf að gera.
En stundum vildi maður að tíminn liði hraðar. Ég er til dæmis mjög spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Einnig hlakka ég mjög mikið til sumarsins því að þá kemur Harpa frænka í heimsókn og það verður hlýtt.

Æi, þið vitið... Bara einhverjar ruglingslegar pælingar í mér

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Þá held ég að þessu sé lokið í kvöld.
Held samt að ég verði að fá mér Frontpage. Ég er svo mikill lúði í þessu. Það er svona þegar maður lærir á eitt forrit þá verður maður bara að nota það.

Annars er ég bara að hakka í mig piparkökur (arg) og svolgra í mig c-vítamíni (jei)í fljótandi formi.

Jæja þá

Ég játa mig sigraða í bili. Ég skil þetta templatedót ekki mjög vel og því ætla ég bara að notast við commentkerfið sem að blogger bíður upp á. Mjög henntugt :)
Var að fatta að commentakerfið mitt er dottið út og líka allir linkarnir mínir. Alls ekki nógu gott. Þetta þýðir að ég þarf að eyða tíma í að skoða óskiljanlegt template. Úffi púffi. ble

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Verð bara að segja

...Mikið að gera í vinnunni alla daga
...Er að lesa, nei annars, hlusta á MJÖG skemmtilega bók núna: Morality for beautiful girls
...Er líka að lesa bókina the Long Way Round, sem er ekki eins skemmtileg eins og hin
...Ætlaði í bíó í kvöld en enginn komst með mér
...Las í blaði að ameríkanar þyngdust um 400 g að meðaltali yfir jólin og fæstir næðu því af sér eftir jólin
...Ég þyngdist um 400 g um jólin en ég ÆTLA að ná þeim af mér
...Til að vera heilbrigð eftir leikfimina í dag fékk ég mér skyrbúst og Special-K bar í kvöldmat
...Mér finnst ég vera á leiðinni að verða mjög fullorðin þessa daganna: Vinna, leikfimi, þrífa íbúðina. Mjög fullorðins og rútínulegt
...Mér þykir voðalega vænt um alla vini mína og líka ÞIG
...Combat hjá Sólu verður betra eftir því sem maður fer oftar. Ég er farin að fíla tímana hennar ofsalega vel núna
...Sem betur fer er ég í fríi um helgina: JESS