miðvikudagur, apríl 06, 2005

mm

Ég er að lesa bókina Stupid White Men eftir Micael Moore. Ég er ekki alveg viss um að ég sé að fíla þessa bók. Ég er að vísu komin voða stutt og þess vegna er ég að velta því fyrir mér að ég sé einfaldlega ekki að fíla MM. Eftir að hafa séð einhverjar af þeim heimildarmyndum sem hann hefur gert og að auki tekið mannfræðinámskeið sem hét sjónræn mannfræði þá hef ég efast um MM og aðferðir hans. Ég nenni ekki að fara út í krítík á MM hérna en mig langaði bara svo til að blogga. Allaveganna þá gengur mér afskaplega hægt með þessa bók en mig langar til að hafa lesið þessa bók svo að ég dríf mig bara í þessu.

Engin ummæli: