laugardagur, apríl 30, 2005

Jæja, uppfærslan tókst nú ekki alveg en ég er allaveganna byrju. Núna er kominn tími til að fara að sofa, þarf að fara að vinna í fyrramálið.

Góða nótt allir.

föstudagur, apríl 29, 2005

Tenglar uppfærðir

Stundum geri ég slurk í því að uppfæra tengla hjá mér. Undantekningarlaust gerist það að stuttu eftir að ég uppfæri þá breyti einhver heimasíðunni sinni eða fær sér nýja sem þýðir einfaldlega að ég þarf að breyta heimasíðunni minni aftur. Það vill hins vegar oftar en ekki þurfa að bíða í svolítinn tíma þar sem að mér finnst ekkert skemmtilegt að vinna í þessu tengladóti.

Ætla að reyna að gera tilraun núna.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Desperate Housewifes eru geðveikt skemmtilegir þættir... Ég held að ég sé orðin háð þeim :)

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Hvað á maður eiginlega að skrifa um þegar eini tíminn til að skrifa er þegar maður hefur takmarkaðan tíma til að vera að skrifa? Ég held að ég notifæri mér eina litla aðferð sem felst í því að koma ekki með langan póst með samhengi...

Það er búið að vera kreisí að gera í vinnunni síðustu daganna.

Fór í Sporthúsið áðan í tilefni þess að ég hafði aðgang að bíl. Ég var að fara í Sporthúsið í fyrsta skipti í langan tíma og ég held bara að ég sé komin á þá skoðun að Baðhúsið sé betra. Allaveganna eru Combat tímarnir hjá Sólu skemmtilegri heldur en tímarnir hjá Erlu. Erla er mjög fín og kann prógramið vel en það bara einhvern veginn vantrar þéttnina sem myndast í combat tímunum í Baðhúsinu. Það er svo mikið stuð í Baðhúsinu.

Mjög fönkí veður úti síðustu daga. Á morgnana er frystingur og ég fer út í dúnúlpu. Í eftirmiðdaginn er komin skínandi sól með tilheyrandi kulda sem þýðir bara að maður stiknar ef að maður er í dúnúlpu.

Ég þekki of mikið að fólki sem er að ferðast í útlöndum. Gaman gaman. Það er gaman að fylgjast með fólki sem er að ferðast.

Ipod er æðisleg uppfinning.

Gunnar er bestur.

Allir vinir mínir eru frábærir.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Kofta Chalau

Var að klára að borða frábæran kvöldmat. Afganskar kjötbollur sem heita kofta chalau. Uppskriftina að þeim fann ég í Matreiðslubók Nönnu. Mér finnst ofsalega gaman að elda eftir öðruvísi uppskriftum, því að ég veit að sjálfri hefði mér aldrei dottið í hug að steikja lauk og tómata á pönnu, bæta við vatni og búa úr því sósu. Í sósunni sauð ég svo kjötbollurnar sem voru fylltar með kryddi og allskonar góðgæti.
Sem sagt frábær kvöldmatur :)

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Við Gunnar vorum í barnapíuleik eftir páskana. Þá vorum við að passa hann Magnús Ingvar sem er alveg svakalega mikið krútt. Hann er líka obboslega duglegur að vera í pössun í marga daga.
Þið getið séð nokkrar myndir af því þegar við vorum að passa á myndasíðunni minni.
Á myndasíðunni minni er einnig hægt að sjá nokkrar nýlegar myndir, td. myndir af nýja tattúinu hennar mömmu. Jamm þið heyrðuð rétt: Mamma var að fá sér tattú! Geri aðrar mæður betur!

mm

Ég er að lesa bókina Stupid White Men eftir Micael Moore. Ég er ekki alveg viss um að ég sé að fíla þessa bók. Ég er að vísu komin voða stutt og þess vegna er ég að velta því fyrir mér að ég sé einfaldlega ekki að fíla MM. Eftir að hafa séð einhverjar af þeim heimildarmyndum sem hann hefur gert og að auki tekið mannfræðinámskeið sem hét sjónræn mannfræði þá hef ég efast um MM og aðferðir hans. Ég nenni ekki að fara út í krítík á MM hérna en mig langaði bara svo til að blogga. Allaveganna þá gengur mér afskaplega hægt með þessa bók en mig langar til að hafa lesið þessa bók svo að ég dríf mig bara í þessu.