miðvikudagur, mars 16, 2005

Ég var spurð að því í gær hvað ég ætlaði að vera (þegar ég verð stór...)
Langt síðan ég hef fengið þessa spurningu. Ég sagðist vonast til að verða mannfræðingur og þá snérust umræðurnar um það hvað mannfræðingar gerðu og hvort að það væri hægt að lifa á því. Áður en ég byrjaði í mannfræðinni var oft spurð að því hvað mannfræðingar gerðu. Enn þann dag í dag finnst mér erfitt að svara þessu vegna þess að það er ekkert eitt gott svar.

Annars er manns bara lasinn núna. Hundleiðinlegt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kæra jarðarber!

mikið væri nú gaman ef þú gætir gert rss yfirlit virkt hjá þér, þá verður svo miklu meira gaman að fylgjast með öllu!

leiðbeiningar þar um er að finna hér:
http://help.blogger.com/bin/answer.py?answer=698&topic=36

Nafnlaus sagði...

Ég stil það heilshugar :) það er mjög þægilegt að fylgjast með síðu þegar það er RSS yfirlit.
Bjarni