sunnudagur, mars 20, 2005

Það verður ekki shit að gera í dag!

Svona er talsmátinn á starfsfólki verslanna á höfuðborgarsvæðinu. Mér fannst frekar asnalegt að heyra þetta. Veit ekki alveg af hverju samt. Ég held samt að ef að ég væri að vinna í verslun væri þetta ekki eitthvað sem að ég myndi láta út úr mér fyrir framan viðskiptavini.
Jói Fel er ógeðslega dýr. Ekker brauð undir 300 krónum. Hvað er að verða um þetta samfélag? Þegar ég kom inn í búðina sá ég unga stelpu koma út úr búðinni með tvo STÓRA poka sem voru fulli af einhverju góðgæti. Hvað er að fólki?? Ég keypti nú samt eitt brauð og ég sé eiginlega svolítið eftir því. Hefði alveg eins getað keyrt upp í Kópavog og farið í Selmubakarí. Þá hefði ég allaveganna fengið almennilegt túnfisksallat.

Engin ummæli: