miðvikudagur, júlí 20, 2005

Eins og vanalega var ég á síðasta snúning að ná strætó í morgunn. Þegar ég kem út sé ég að hann er um það bil að fara að koma svo að ég stekk af stað og hleyp eins og mófó að stoppustöðinni. Sé fram á að ná strætó. Ok ok. Þegar ég er komin fatta ég að ég gleymdi veskinu mínu heima. Ohhh! Ég spretti til baka, hleyp inn, næ í veskið, stekk út aftur og hleyp á hina stoppustöðina. Úffi púff. Þar þarf ég hinsvegar að bíða eftir strætó. Hmmm. Hlaup óþörf. Voldi samt að ég hefði náð fyrsta strætó, hann er miklu skemmtilegri. Það er leiðinlegt að skipta um strætó.

Boðskapurinn með þessari sögu: Alltaf gaman að hlaupa og svitna svolítið á morgnanna :)

Engin ummæli: