föstudagur, júlí 22, 2005

Frábær dagur í dag

Ég var úti í dag. Í morgunmatnum, hádegismatnum og í kaffipásunni sem ég tók mér klukkan þrjú. Við Gunnar fórum líka í sund klukkan 5 og flatmöguðum á sólarbekkjum. Gott gott. Ég er samt ekkert brún, ég er bara rauð á handleggjunum. Á morgun verð ég sennilegast orðin hvít aftur, svona eins og ég er alltaf. Það er soldið síðan að ég áttaði mig á því að ég get ekki orðið brún. Allaveganna ekki eins brún og sumir geta orðið. En hvað með það, það er kúl að vera hvít :)

Annars er ég víst bara að fara að vera innipúki á morgun. Vinnan kallar. Ég vildi að maður gæti sleppt því að vinna. Eða allaveganna þyrfti maður ekki að vinna þegar er gott veður. Það er hundleiðinlegt að vera að vinna þegar er gott veður úti.

Góða helgi allir saman.

Engin ummæli: