mánudagur, janúar 31, 2005

Fór á mjög áhugaverðan fyrirlestur í hádeginu í dag. Munur á heilsu karla og kvenna – samspil líffræði og félagslegs umhverfis. Fyrirlesari var Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir. Þrátt fyrir að ég hafi heyrt flest að því sem fram kom áður þá var þetta mjög skemtilegur fyrirlestur. Alltaf gaman að heyra lækni tala um að skoða þurfi skjúdóma og aðra þætti heilbrigðiskerfisins útfrá hugmyndum um kyn (e. sex) og kyngervi (e. gender).

Mjög áhugavert og það er bara spurning hvort að maður skoði þessi mál ekki bara frekar þegar kemur að mastersnámi???

Engin ummæli: