mánudagur, janúar 31, 2005

Æðisleg helgi

Síðasta helgi var frábær.
Á föstudaginn fór ég aðeins í bæinn og keypti nýtt krydd. Nammi namm. Ég keypti líka bjór og eina bók og síðan flýtti ég mér heim að hjúkra Gunnari. Gunnar er búinn að vera veikur frá því á miðvikudaginn og ég held að honum hundleiðist það. Síðan var ég bara að chilla um kvöldið og fór frekar snemma að sofa. Eða ætti ég kannski að segja: Sofnaði fyrir framan sjónvarpið ;)

Vaknaði snemma á laugardaginn og fór að lesa bók... Uppi í rúmi... Sofnaði aftur... Dæmigert. En það var allt í lagi af því að ég var að chilla þessa helgi. Þegar ég vaknaði aftur eftir bókasvefninn kláruðum við Gunnar að horfa á myndina frá því kvöldið áður. Ég var síðan eitthvað að chilla bara, bakaði eina köku og chillaði eitthvað meira.
Sá að það var tilboð í bíó svo að við Hilda ákváðum að skella okkur í bíó. Sáum Shall we dance. Hún er nú alveg skemmtó, rómó dansmynd...
Eftir rómóið fórum við svo í staffapartý hjá Steina í ATVR. Fullt baðkar af bjór og eitthvað sterkt líka í boði. Fékk mér nokkra öllara og tók tvennu með mér í nesti. Skemmtileg þessi staffapartý: Alltaf nóg af áfengi. Slurp. Við Hilda fórum svo að ná í Villa í partý í Kópavoginum.
Fékk mér pylsu þegar ég kom heim.

Vaknaði seint í gær og þá langaði mig ofsalega mikið í rúnstykki. Fór í dýra bakaríið og verslaði rúnstykki. Síðan hófst samsetningin á skenknum. Það tók fjóra tíma að setja sama skenkinn. Vá. En hann er flottur. Hann er rosalega flottur.

Engin ummæli: