fimmtudagur, janúar 13, 2005

Verð bara að segja

...Mikið að gera í vinnunni alla daga
...Er að lesa, nei annars, hlusta á MJÖG skemmtilega bók núna: Morality for beautiful girls
...Er líka að lesa bókina the Long Way Round, sem er ekki eins skemmtileg eins og hin
...Ætlaði í bíó í kvöld en enginn komst með mér
...Las í blaði að ameríkanar þyngdust um 400 g að meðaltali yfir jólin og fæstir næðu því af sér eftir jólin
...Ég þyngdist um 400 g um jólin en ég ÆTLA að ná þeim af mér
...Til að vera heilbrigð eftir leikfimina í dag fékk ég mér skyrbúst og Special-K bar í kvöldmat
...Mér finnst ég vera á leiðinni að verða mjög fullorðin þessa daganna: Vinna, leikfimi, þrífa íbúðina. Mjög fullorðins og rútínulegt
...Mér þykir voðalega vænt um alla vini mína og líka ÞIG
...Combat hjá Sólu verður betra eftir því sem maður fer oftar. Ég er farin að fíla tímana hennar ofsalega vel núna
...Sem betur fer er ég í fríi um helgina: JESS

Engin ummæli: