fimmtudagur, janúar 27, 2005

Belladonna Skjalið

Ég var að klára Belladonnaskjalið og ég verð bara að segja að ég er ekkert allt of ánægð. Það var eins og ég væri að lesa lélega útgáfu af DaVinci lyklinum. Iss piss og prump. Það bætti heldur ekki að ég las bókina á íslensku og það fór geðveikt í taugarnar á mér hvernig farið er með notkun erlendra nafna. Stundum eru nöfnin felld að íslenskri stafsetningu og stundum ekki. Held að ég haldi mig framvegis bara við að lesa bækur á frummálinu.

Ég tók hraðlesarann á Beladonnaskjalið og ég komst að því að ég er búin að tapa hæfileikanum að lesa bækur hratt. Verð að fara að taka mig á í þessu.

En af því að ég er búin með Belladonnu er komin tími til að halda áfram með The Long Way Round. Reyni að bæta lestrarhraðann núna. Ég er orðin svo spennt að byrja á næstu bók.

Engin ummæli: